10.4.2011 | 18:53
Sammála!
Samkvæmt forseta þá skiptir í raun ekki máli hvort við kusum í gær, já eða nei. Við þurfum hvort sem er að borga.
Það er greinilega verið að hafa okkur kjósendur að fíflum.
Til hvers var þá eiginlega verið að kjósa?
Forsetinn ruglar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 460032
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna er það innistæðutryggingasjóður sem borgar það sem hægt er að borga upp í þennan reikning og eingöngu hann... Ekki við skattgreiðendur eins og Steingrímur og Jóhanna vildu. Það mun líða einhver tími þar til greitt verður úr þessum innistæðutryggingarsjóði... Við munum ekki bera þessa vaxtarbyrði til dæmis eins og við hefðum þurft að gera ef já hefði orðið ofan á...
Svona er ég að skilja þetta...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 19:53
Torfi, það var kosið um það hvort að ríkissjóður Íslands ætti að vera í ábyrgð fyrir greiðslunum eða ekki. Það var ekki verið að kjósa um að greiða eða ekki að greiða. Einnig var kosið um það hvort við vildum samþykkja 3,3% vexti þegar leyfðir hámarksvextir eru 1,3%. Það hefur heldur ekkert með að gera að greiða eða greiða ekki. Hvaðan ber þig eiginlega að?
Magnús Óskar Ingvarsson, 10.4.2011 kl. 20:37
Hvernig væri að lesa þig aðeins til áður en þú opnar munninn?
Peningurinn sem Ólafur var að tala er sú sem kemur úr uppgjöri gamla Landsbankanns. Það hefur alltaf staðið til að borga innistæðurinar með þrotabúi bankanns, enda er það venjan þegar fyrirtæki fara á þrot að eignir þess fara í að greiða kröfuhöfum.
Við vorum að kjósa um hvort að ríkissjóður ætti að ábyrgjast þann pening sem kæmi til með að vanta upp á, auk vexta. Ef þú hefðir lesið textan sem var á blaðinu sem þú krossaðir við, hefðirðu átt að skilja það.
Einar (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 21:28
Ég er bara svo heimskur Einar. Ég túlkaði það bókstaflega sem fólk sagði, að það vildi ekki borga skuldir útrásarvíkinganna!
Nú þegar (loksins?) er komið í ljós að við borgum þessar innistæðutryggingar hvort sem er, þá skil ég ekki alveg hvað hin 10% eða svo, sem eftir standa, skipta miklu máli.
Amk sé ég ekki að við hefðum þurft að kjósa um það sérstaklega - og alls ekki undir slagorðinu: Við borgum ekki!
Þessar kosningar voru þannig aðeins pínötts - algert smáatriði. Fíllinn tók jóðsótt og fæddi ... mús!
Torfi Kristján Stefánsson, 11.4.2011 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.