14.4.2011 | 11:56
Undirlægjuháttur Svandísar
Jæja þá heyrðum við það svo ekki verður um villst.
Svandís Svavarsdóttir, hinn "umhverfisvæni" ráðherra VG, tekur undir með helsta boðbera stóriðjunnar hér á landi þessa daganna, hægri-kratanum Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra.
Nú á að ráðst í nýjar virkjanir sem samtals eru um 700 megavött eða samsvarandi einni Kárahnjúkavirkjun. Þetta eftir alla baráttu flokksins, og flokksmanna, gegn stóriðjustefnunni.
Niðurlæging VG í stjórnarsamstarfinu verður varla meira en þetta. Öll gömlu prinsipin og kosningarlofoirðin látin fjúka fyrir stólana.
Ljóst er að forystan hefur fyrirgert rétti sínum til að leiða flokk sem ber nafnið Vinstri hreyfingin - grænt framboð. Hún er hvorki vinstri né græn.
Það er kominn tími til að forystan láti verða að því á borði sem er staðreynd í orði: að ganga í Samfylkinguna.
Þá geta þeir þingmenn sem reyna að framfylgja stefnu flokksins haldið uppi merkjum hans, þ.e. fyrrum helmingur þingflokksins: Lilja, Atli, Ásmundur, Guðfr. Lilja, Jón B. og Ömundur.
Um hina má segja eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði svo einkar smekklega um þá sem hafa ennþá einhvern dug í sér í að standa gegn alheimskapitalismanum: "Farið hefur fé betra".
Deilt um megavött á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum ekki gera mikið úr þessu upphlaupi Tryggva bjálfans þótt Svandís hafi svarað honum svona. Tryggvi var að vitna til orða Katrínar Júlíusdóttur sem er nú ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni og veit ekki hvort hún er hægra eða vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Svandís er búin að sanna að hún er góður umhvefisráðherra og mikil gæfa að hún tók það ráðuneyti að sér.
Árni Gunnarsson, 14.4.2011 kl. 13:26
Við skulum vona að þú hafir rétt fyrir þér. Hins vegar sé ég ekki betur en að hún sé sammála Katrínu um þörf á virkjunum upp á 700 megavött. Tryggvi hefur rétt fyrir sér að sú orkuöflun liggur ekki fyrir - og mun þýða stórfelld náttúruspjöll.
Auk þess er Svandís nú umhverfismálaráðherra og nefnir ekkert hvað stóriðja með þessa orku muni menga mikið. Var hún ekki að reyna um daginn að leggja fram frumvarp um að draga stórlega úr mengun (frumvarp sem fær enga umfjöllun eða afgreiðslu á þinginu (þökk sé þingforsetanum))? Hvernig samræmist það þessari auknu stóriðjustarfsemi.
Þá er ég alls ekki sammála þér um að Svandís sé góður umhverfisráðherra. Á hennar tíð hafa komið upp stórfelld mengunarmál, svo sem sorpbrennslunar og álþynniverksmiðjan við Krossanes, sem hún hefur ekki tekið á á nokkurn hátt.
Annað hvort er hún valdalaus (í herkví Samfylkingarinnar) eða vanhæf. Hvort sem er þá er kominn tími á kosningar og nýja menn á þing!
Torfi Kristján Stefánsson, 14.4.2011 kl. 14:12
Sammála um nýtt fólk á þing en hefði þó fremur kosið að einhvert almætti kæmi vitinu fyrir þessa ríkisstjórn sem nú situr. Mengunarklúðrið víðs vegar um landið skrái ég nú á Svandísi með nokkrum fyrirvara. Þessi mál hafa greinilega lengi verið í slíkum ólestri að það hlýtur að kalla á rannsókn í ráðuneyti umhverfismála. Það er augljóst að þar hafa verið að störfum einhverjir þeir öflugustu umhverfissóðar sem um getur. Og nú ætlast ég til þess að Svandís framkvæmi hreingerningu í ráðuneyti sínu hið bráðasta.
Árni Gunnarsson, 14.4.2011 kl. 16:10
Tek undir með þér. Hreingeringar hið bráðasta í þeim ráðuneytum þar sem þingmenn VG sitja, ekki aðeins í Umhverfisráðuneyti (mengunarmálin), heldur og einnig í Innanríkisráðuneytinu (dómsmálin á hendur bankamönnum og útrásarvíkingum), Landbúnaðar- og sjávarútvegs (ný ábúðarlög og ný lög um fiskveiðikvótakerfið) og fjármálaráðuneytinu (umbylting á fjármálageiranum íslenska og stóraukið eftirlit - og lagaákvæði um starfsemi fjármálafyrirtæka).
Ef enn verður bið á þessu þá verður stofnaður nýr vinstri flokkur - og Atla, Lilju og Ásmundi boðin þátttaka og fleirum, þ.e. þeim sem það vilja!
En þetta verður ekki á þeirra forsendum heldur á forsendum grasrótarinnar í hinum nýja flokki!
Torfi Kristján Stefánsson, 14.4.2011 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.