Gott hjá Gnarr!

Jón er eini íslenski stjórnmálamaðurinn af vinstri vængnum sem stendur í lappirnar hvað varðar síaukna hernaðarhyggju og árásarstefnu Vesturveldanna.

Reyndar eru Þjóðverjar stikk frí í þessum málum eis og er (Írak, Afganistan, Libýa, Fílabeinsströndin) en þetta eru samt hernaðartól.

Mér hefði þó einnig þótt vænt um að Ögmundur Jónasson hefði gert það sama þegar Kanadamenn komu hingað með blóði drifnar vígvélar sínar til heræfinga um daginn - og senda þær einfaldlega til síns heima.

Ekkert blóð á okkar hendur!


mbl.is Á móti hernaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Hvað svo ef einhver tekur vopnað vald á Íslandi.  Væri það innanríkismál Íslands og þar með ætti að láta Ísland í friði?.  Ert þú nokkuð hræsnari?

Jón Páll Haraldsson, 14.4.2011 kl. 13:03

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ef þið fasistarnir reynið að taka völdin, þá munu innlend öfl hér á landi taka í tauminn. Við þurfum enga erlenda hjálp til þess.

Torfi Kristján Stefánsson, 14.4.2011 kl. 14:14

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Torfi, Jón Gnarr hagar sér eiginlega eins og fífl eða smá strákur þér að segja og þessi framkoma hans fær mig til að velta því fyrir mér hvort við Íslendingar sem erum ekki sammála honum þurfum að koma því á framfæri......

Friðarsinni segir hann, hvað er að vera friðarsinni spyr ég bara á móti vegna þess að þessi framkoma hans bendir ekki til þess að hann sé friðarsinni heldur bendir þessi hegðun hans til þess að sé uppreisnarmaður vegna þess að svona framkoma leiðir ekki til friðar það sér hver heilvita manneskja þér að segja heldur gæti valdið ófrið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.4.2011 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 459938

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband