15.4.2011 | 08:47
Hafa þeir ekkert lært?
Furðuleg þessi aggressíva retorík hjá þríeykinu. Það er eins og stuðningsmenn stjórnarinnar í Libýu séu ekki hluti þjóðarinnar.
Þetta er nákvæmlega það sama sem hefur gerst í Írak og Afganistan.
Stór hluti þjóðarinnar er útilokaður, ofsóttur og drepinn af svokölluðum verndurum þeirra, til þess eins að koma eigin mönnum að.
Vonandi hafa hinar hógværu þjóðirnar í NATO bolmagn til að koma í veg fyrir enn eitt þjóðarmorðið í Austurlöndum, framið af Bandaríkjamönnum og Bretum.
Og nú hafa Frakkar bæst í hópinn!
Óeining NATO, Gaddafi fagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 239
- Frá upphafi: 459932
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 211
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pakistanar hlægja mikið af hræsni Bandaríkjamanna um að þeir vilji vernda almenna borgara í Libýu og koma manni frá sem ætlar að "útrýma eigin þjóð" eins og leiðtogarnir þrír skrifa.
Þeir minna á að loftárásir Bandaríkjamanna á uppreisnarmenn í Afganistan, sem hafa flúið yfir landamærin til Pakistan, drepi einn uppreisnarmann en 50 almenna borgara (50 almennir borgarar falla í árásunum á móti einum hermanni).
Dóttir Gaddafís hefur þegar svarað þessum áróðri gegn föður sínum og spyr:
"Hverjir eru þessir almennu borgarar sem þið þykist vernda? Eru það menn með vélbyssur og handsprengjur? Eru þeir þessir óbreyttu borgarar sem þið eruð að reyna að vernda?
Torfi Kristján Stefánsson, 15.4.2011 kl. 09:03
Hversu mörg fjöldamorð ætli séu framin þarna á hverju ári, af mönnum eins og Gaddafi? Er það eina leiðin fyrir þessi hyski til að halda völdum í löndunum sínum, hvort sem þeir eru studdir af Vesturlöndum eða nánast engum?
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.