Fyrirsjáanlegur dómur

Já, það var við þessu að búast enda íslenskur dómstóll að verja íslenska hagsmuni. Hér með er verið að úrskurða að mismunur á erlendum og innlendum fjármagnseigendum (verja innistæður og aðrar eignir innlendra aðilja einna) sé réttlætanlegur vegna þjóðernisins!

Hætt er við að þessu verði áfrýjað, ekki aðeins til Hæstaréttar heldur áfram til evrópskra dómstóla, enda greinileg mismunun að ræða.

Þetta er því aðeins stundarsigur, m.a. fyrir 20-menningana stórríku sem fengu meðp neyðarlögunum að halda öllu sínu, en alls ekki endanlegur.
Því geta menn ekki lengi varpað öndinni léttar heldur verða að horfa fram á það að það gæti komið að því að allir 7.200 milljarðarnir sem bankarnir skulda falli á þjóðina.
Er þá Icesave-aurarnir aðeins smápeningar og hætt við að stokka þurfi upp allt fjármálakerfi landsins (sem er auðvitað hið besta mál).


mbl.is Lögmætt markmið neyðarlaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gömlu bankarnir voru einkarekin fyrirtæki og starfsemi þeirra var því á ábyrgð hluthafanna. Þeir hafa nú tapað öllu sínu hlutafé.

Þetta er ekki það sem var verið að dæma um í héraðsdómi heldur hvort leyfilegt hefði verið að veita kröfum vegna innstæðna forgang yfir aðrar kröfur.

Vinsamlegast útskýrðu hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að kröfur í þrotabú gömlu bankanna geti einhvernvegnn fallið á ríkið.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 16:20

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég nenni því ekki Guðmundur!

Torfi Kristján Stefánsson, 27.4.2011 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 23
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 272
  • Frá upphafi: 459193

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 248
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband