Drepum hann, drepum hann!!!

Já, þessi söngur mun hljóma núna næstu klukkustundirnar (þótt dýr eins og þetta sé alfriðað) eða þar til hann er allur, enda er það lenska okkar í hinum kristna heimshluta að skjóta fyrst og spyrja svo.
Nú getum vð Íslendingar tekið þátt í þessum leik, þó það sé því miður ekki maður sem á hér hlut að máli, heldur dýr í útrýmingarhættu.

Nú getum við fengið okkar Saddam, Bin Laden og Gaddafi, þó í dýralíki sé, og leikið okkur að því að murka úr honum lífið í beinni útsendinu.

Vonandi gleymir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ekki að fara í fótspor fyrirrennara síns, Þórunnar Sveinbjarnardóttir, mæta á staðinn í nýja útivistarfatnaðinum sínum og stjórna aðgerðunum. Lifi drápseðlið!


mbl.is Ísbjörn á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Mér finnst viðbjóður að hugsa til allra heimsku íslendinganna sem verða hlandblautir af hræðslu núna eða fá blóðbragð í munninn... Þetta er alveg ömurlega sorglegt. Vonandi finnst björninn ekki og kemst í burtu sjálfur.

halkatla, 2.5.2011 kl. 10:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju ferð þú ekki vestur á Strandir og sækir bangsa og tekur hann með þér heim, það er víst ekkert mál?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2011 kl. 10:59

3 identicon

Auðvitað á frekar að skjóta dýrið heldur en að taka sénsinn á að hann ráðist á fólk.

Það verður að hafa það í huga að þetta er rándýr en ekki eitthvað húsdýr sem hægt er að kúra með. Þeir sem eru mest á móti því að skjóta hann ættu að fara sjálfir og handsaman hann.

Ekki misskilja mig, ég vil alls ekki að það verði að drepa hann, þvert á mót vona ég að það sé hægt að halda honum á lífi, en ég vil frekar að hann verði drepinn heldur en að hann drepi fólk.

Gummi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 11:01

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Axel! Af hverju ferð þú ekki sjálfur vestur og drepur hann (helst berhentur)?

Hinum er því til svara að í gamla daga tömdu Íslendingar ísbirni (og höfðu þeir þó ekki byssur sér til varnar ef illa færi)og röltu með einn slíkan alla leið til Rómar.

Svo stórhættulegar eru nú þessar vesalings skepnur.

Torfi Kristján Stefánsson, 2.5.2011 kl. 11:10

5 identicon

Komið þið sæl; gott fólk !

Grænlendingum; okkar ágætu nágrönnum, myndi ég treysta betur til, að handsama dýrið - og koma því á Norðurslóðir, á ný, sem siðmenntaðri þjóð sæmdi.

Torfi Kristján - og Anna Karen (pirrhingur) !

Ykkar viðhorf; gagnvart Ísbirninum, eru til sóma.

Axel Jóhann og Gummi !

Eruð þið ekki aftur á móti; mengaðir að villimennsku Stjórnarráðsins, hins íslenzka, ágætu drengir ?

Svona; sér- íslenzkir yfirburðir, á Heims vísu, yfir vötnum svífandi, í ykkar ranni, piltar ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 11:25

6 identicon

Óskar!

Má ég spyrja hvar þú býrð?

Ég gæti nú trúað að þú búir allavega ekki á vestfjörðum eða á norðurlandi þar sem ísbirnirnir hafa verið að koma á land. Ég bý í Eyjafirði og ég myndi ekki vilja hafa ísbjörn valsandi um í nágrenninu og eiga á hættu að ganga fram á hann.

Ég er viss um það að langstærsti hluti þeirra sem eru alfarið á móti því að ísbirnir séu drepnir búi á suðurlandi og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að birnirnir komi heim til þeirra.

Ég sagði nú reyndar líka að ég vildi helst að dýrið yrði ekki drepið, en það má bara ekki taka neina áhættu í þessum málum.

Hvað myndi fólk sem vill banna að þeir séu drepnir segja ef ísbjörn dræpi til dæmis barn sem yrði á vegi hans vegna þess að það mátti ekki snerta hann???

Ekki munaði nú miklu að það gerðist í eitt skiptið þegar krakki gekk fram á björninn, að mig minnir við Skaga.

Gummi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 11:52

7 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Gummi !

Ég bý; í Hveragerði, en ólst upp við sjávarsíðuna (Eyrarbakka og Stokkseyri).

Svona; þér til frekari glöggvunar - sem skilnings; verð ég að árétta fyrri ályktun mína um, að Grænlendingar, og svo til vara : Norðmenn - Rússar og Kanadamenn, ættu að hafa full tök á meðhöndlan Ísbjarna, hér við strendur.

Íslendingar eru; því miður, of frumstæðir og bjálfalegir, til þess að fást við þessar ágætu skepnur, Gummi minn.

Stjórnarfarið í landinu; er nú ein bezta sönnun þess, hversu lágt planið er, undir íslenzkum iljum, Gummi minn.

Ég er margbúinn; að bjóða fólki liðsinni mitt, til þess að koma Jóhönnu og Steingrími og Bjarna Benediktssyni (yngra) fyrir róða, en á nokkurs árangurs enn - svo fram komi, einnig.

Svo einfalt; er það nú, ágæti drengur !

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 12:07

8 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Mér fannst nú ansi klént þegar máttvana dýrið var depið á Skaga - fjarri mannabyggðum - að bera við hættu af dýrinu fyrir mannfólkið.

Enn klénna er sú afsökun þegar ísbjörn tekur land á Hornströndum þar sem engin mannabyggð er.

Þá er nokkuð hjákátleg fréttin um að ferðafólk á ferð í friðlandinu hafi verið látið vita af ferðum ísbjarnarins. Þetta hljómar eins og tilbúningur (og fyrirsláttur til að réttlæta fyrirfram ákveðið dráp). Hvað ferðafólk er það flækjast þarna löngu fyrir ferðamannatímann?

Torfi Kristján Stefánsson, 2.5.2011 kl. 12:14

9 identicon

Og sæl; á ný !

Torfi Kristján !

Gagnlegur viðbætir; af þinni hálfu.

Hverju; skyldu þeir Gummi og Axel Jóhann, svara þeirri ábendingu, þinni ?

Með; sízt lakari kveðjum, en áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 12:20

10 identicon

Ég svara því til að mér finnst alger óþarfi að drepa birnina ef það er hægt að komast hjá því, ég vil bara ekki að það sé verið að taka áhættu með að missa þá í sjóinn þannig að þeir týnist.

Ég veit ekki alveg af hverju þið lítið á mig sem einhvern villimann, þar sem ég hef alltaf tekið það fram að ég vil helst ekki að birnirnir séu drepnir. Enda er ég mikill dýravinur og vil helst ekki sjá nein dýr drepin, nema í algeri neyð.

Torfi, "Hvað ferðafólk er það flækjast þarna löngu fyrir ferðamannatímann?"

Þessi setning finnst mér alveg frábær hjá þér, heldur þú kannski að fólk ferðist ekkert nema á fyrirframákveðnum "ferðamannatímum"? Sumir vilja einmitt fara utan þess tíma til að vera útaf fyrir sig.

Gummi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 12:38

11 Smámynd: Valgeir Steinn Kárason

Vísir 23. apr. 2011 18:50

Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða.

http://www.visir.is/fordast-ad-skjota-hvitabirnina-a-svalbarda/article/2011110429707

... Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp.

Þannig hafast menn að þar.

Hvítabirnir eru friðaðir á Íslandi, en haf umsvifalaust verið skotnir á færi.

Fróðlegt verður að fylgjast með til hvað aðgerða verður gripið nú.

Valgeir Steinn Kárason, 2.5.2011 kl. 12:39

12 Smámynd: corvus corax

Ótrúlegt hve fólk er fljótt til að fullyrða um hluti sem það veit greinilega ekkert um. Hvítabirnir eru friðaðir á Íslandi með þeirri undantekningu að heimilt er að fella hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.
Þegar heimilt er að fella hvítabirni í ákveðnum tilvikum og jafnvel leyfðar veiðar á ákveðnum fjölda dýra á ári er viðkomandi dýrategund ekki alfriðuð. Og svo eru órökstuddar fullyrðingar um að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu alltaf jafn kostulegar þegar þess er gætt að hvítabirnir eru ekki taldir í útrýmingarhættu þótt tegundin geti verið á válista á ákveðnum stöðum í heiminum. En upphrópunaraðallinn er samur við sig.

corvus corax, 2.5.2011 kl. 13:06

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef engan áhuga á að drepa dýrið Torfi. Hvort heldur það verður fangað eða fellt er það sannarlega ekki verkefni fyrir amatöra, mig eða þig. En þú getur auðvitað dæmt um málið úr fjarlægð úr vesturbænum eða af kaffihúsi. En það lækkaði í þér rostinn trúi ég stæðir þú fyrir framan svona dýr, þá væri þín eina von að með þér væri einhver sem væri ekki jafnfljótur að hlaupa og þú.

Þú hefur greinilega aldrei komið á Skaga, þvílík þvæla maður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 459929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband