Gáfulegur Guðlaugur!

Merkilegt hversu lítið Guðlaugur Þór er annt um orðstír sinn.

Það voru næstum allir búnir að gleyma því að hann hafi fengið 25 milljónir í styrki í kosningabaráttu sinni hér um árið - og neitað að gefa upp styrkveitendur.

Nú bregst hann við meira en þriggja mánaða gömlum ummælum um meinta mútuþægni sína, sem enginn hafði tekið eftir, og gerir þetta mál þannig ljóslifandi á ný.

Og með þessum málatilbúningi gegn Birni Val verður málinu haldið á lofti á meðan á þessum málarekstri stendur - og eflaust mun lengur!

Já mikil er viska Guðlaugs Þórs. Hann vill bjarga ærunni með því að tapa henni endanlega. Verði honum að góðu.


mbl.is Ætlar að stefna Birni Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held að það sé engin hætta á því að Guðlaugur Þór tapi meira orðspori en hann er búin að gera...

Aftur á móti er Björn Valur að haga sér eins og smábarn, vælir og vælir um það sama svo mánuðum skiptir að árin eru farin telja...

Þetta er ekkert annað en öfund hjá honum að haga sér svona, að væla yfir því að annar var betri en hann sjálfur í að afla sér styrkja.... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.5.2011 kl. 12:37

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ingibjörg....... ? ? ?

hilmar jónsson, 2.5.2011 kl. 12:40

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Að annar sé spilltari en hann? Heldurðu að það sé málið?

Þetta með öfundina voru helstu viðbrögð manna fyrir hrun við gagnrýni til að afsaka spillinguna þá.

Nú eru einfaldlega aðrir tímar, eða það ætlar maður að vona.

Torfi Kristján Stefánsson, 2.5.2011 kl. 13:00

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Gott mál, nú hlýtur Guðlaugur að þurfa að gefa upp styrkveitendur sína, sem hann er búinn að halda leyndum síðustu ár. Þá hlýtur það að verða opinberað fyrir þjóðini, og hún dæmt um hvort um mútugreiðslur er að ræða.

Hjörtur Herbertsson, 2.5.2011 kl. 13:46

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er bara gott mál hjá Guðlaugi. Væntanlega er hann að opna á ítarlega lögreglurannsókn á meintri "mútuþægni" sinni, hvort sem það er ásetningur hans eða ekki. Menn geta þá hætt að tjá sig um málið á forsendum slúðurs og beðið rólegir eftir niðurstöðum lögreglurannsóknar.

Geir Ágústsson, 2.5.2011 kl. 14:41

6 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Guðlaugur er auðvitað til fyrirmyndar. Nú leggur hann alla þætti málsins á borðið þannig að við sjáum öll að hann þáði engar mútur og þeir sem styrktu hann gerðu það af einskærri fórnfýsi og góðmennsku (vildu jú bara hjálpa góðum og dugmiklum ungum manni til metorða).

Í leiðinni klekkir hann á helvítis kommadindlinum sem er fullur öfundar vegna þess að honum tókst ekki að safna eins miklum peningi og goðið okkar hann Guðlaugur.

Það versta við þessa samsæriskenningu er þó það, sem jafnvel fer langt með að hrekja hana, að helv. kommarnir stóðu ekki í neinum prófkjörum og þurftu því ekki að safna tugum milljóna til að komast í örugg sæti.

Auk þess eru þeir allir búnir að gera grein fyrir því hvaðan þeir fengu þá fáu þúsundkalla sem þeir þó söfnuðu sumir hverjir!

Torfi Kristján Stefánsson, 2.5.2011 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband