2.5.2011 | 19:09
Mikill er hetjuskapurinn
Já, nú er komið í ljós að þetta var ungt dýr, "hund"elt í þyrlu og skotið með köldu blóði - friðað dýrið á friðuðu landsvæði þar sem veiðar eru bannaðar.
Nú geta Íslendingar sagt að þeir gerir eins og Danir og Norðmenn, fái að taka þátt í alvöru aðgerðum og drepa lifandi skepnur í stað sífelldra æfinga við tilbúnar aðstæður.
Munurinn er samt sá að meðan Danir og Norðmenn fá að drepa menn þá eru Íslendingar enn við það gamal lúðalega athæfið að drepa vesalings villuráfandi dýrin.
Vonandi fer nú Össur að bæta úr þessu og senda íslenskar "friðargæslu"- og "verndunar" sveitir til Libýu og fleiri slíkra staða, svo menn fari að fá að fást við mannfólkið einnig.
Gæslan er jú hvort sem er hætt að sinna eftirliti á miðunum hér við land og farin með öll varðskip í verkefni erlendis. Því ekki þyrlusveitirnar einnig?
Ísbjörninn kominn til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 458041
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hægt að vera stór í kjaftinum þegar maður þarf hvergi að koma nálægt sjálfur. Hvað hefði nú gerst ef sjómennirnir hefðu ekki séð dýrið? Þá hefði ferðamannahópurinn farið í land í morgun, orðið á vegi bjarnarins og hugsanlega verið þá í stórhættu. Það hefðu kannski getað tapast mannslíf. Það er auðvelt að sitja á feitum rassi í öruggu skjóli og vita allt manna best.
corvus corax, 2.5.2011 kl. 19:41
Algjörlega sammála Hrafninum.
Sólveig (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 19:46
Þetta snýst ekki um það "hvað hefði gerst ef sjómennirnir hefðu ekki séð dýrið." Sjómennirnir sáu dýrið og ferðamannahópurinn hefði ekki farið í land í morgun.
Nú er útséð um það að nokkurn tíma verði fangað lifandi bjarndýr á Íslandi. Þetta dýr fannst eins langt frá byggðu bóli og dýr á beit og hugsanlegt var og var samt fellt hið snarasta.
Ómar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 20:08
Sammála Ómari. Einn stuðningsmaður ísbjarnardrápsins var svo vinsamlegur að benda á lög um friðun ísbjarna hér á landi. Þar ku standa að hvítabirnir séu friðaðir á Íslandi með þeirri undantekningu að heimilt er að fella hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.
Í þessu tilviki stóð hvorki fólki né fénaði nein hætta af dýrinu og því ólöglegt að skjóta það.
Merkilegt að heyra ekkert frá Umhverfisráðherra um þetta mál, hvort hún hafi leyft drápið (en málið er á hennar könnu) eða ekki.
Einnig er athyglisvert að ekkert heyrist frá náttúruverndarsamtökum - og Náttúrufræðistofnun tekur þegar til höndum við að gryfja dýrið og rannsaka en gerir enga athugasemd.
Já þetta blessað kerfi er samt við sig. Lokar augunum fyrir lögbrotum svona hægri vinstri.
Svo voru menn að vonast til þess að eitthvað breyttist hérlendis eftir hrun!!!
Torfi Kristján Stefánsson, 2.5.2011 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.