Lögreglan tók ákvörðunina!

Þar sem það liggur klárlega fyrir að drápið á ísbirninum var ólöglegt, birnan ógna hvorki fólki né fénaði enda fjarri mannabyggð, þá er ljóst að lögregan hefur brotið lög með aðgerðum sínum.

Nú er það auðvitað nógu slæmt að lögreglan brjóti lög, en það gerir ekki málið betra að farið var eftir viðbragðsáætlun Umhverfisstofnunar frá 2008 sem gerir þetta lögbrot mögulegt.

Eins og Húni Hallsson, heimskautalögfræðingur, hefur bent á er allhart hvað allt er laust í reipunum hvað ísbirni varðar. http://www.ruv.is/frett/fraleitt-ad-bjorgunaraaetlun-vanti

Lögreglan virðist hafa úrslitavald um að meta hvort "öryggi" almennings sé stefnt í hættu - og geta metið það að eigin geðþótta.
Virðist þar ráða meira möguleiki lögreglunnar að þjálfa sitt fólk til aðgerða af þessu tagi en raunsætt mat á aðstæðum.

Við slíkt má auðvitað ekki lengur una ef við viljum teljast til siðmenntaðra þjóða sem haldi alþjóðalög (og eigin lög).


mbl.is Björgunaráætlun ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hvorn á að vernda. 

Polar Bear Attack Survivor

Posted on August 23, 2006 by nynerd

This man was attacked by a polar bear and lived to tell the tale. He shot the bear in the midst of being mauled in his tent and survived, these are the dramatic and graphic photos.

Polar Bear Attack

Polar Bear Attack

Polar Bear Attack

Polar Bear Attack

Polar Bear Attack

Polar Bear Attack

Polar Bear Attack

Kjartan (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 08:43

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Fallegar myndir eða hitt þá heldur!

Málið er hins vegar að ef menn vilja í öllum tilvikum drepa ísbirni sem koma hér á land, þá verður að breyta lögunum. Slíkt er einfaldlega bannað í núgildandi lögum.

Ég leyfi mér að fullyrða að ekki sé pólitískur vilji til þess - og að almenningur sé almennt á móti því að þessi villuráfandi dýr séu drepinn með köldu blóði ef þeim verður það á að flækjast hingað.

Þau eru langt frá því að vera eins hættuleg og þessar myndir sýna. Þær sýna algjör undantekningartilfelli og það veistu vel sjálfur.

Auk þess er ég þannig hugsandi að mér finnst að eigi að fara eftir innlendum lögum og þeim alþjóðalögum sem við höfum skrifað undir.

Annað er einfaldlega villimennska sem þarf að stöðva - og það sem allra fyrst.

Torfi Kristján Stefánsson, 3.5.2011 kl. 10:06

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Torfi - ég verð að taka undir með Kjartani í þessu efni og ennfremur fullyrði ég að lögreglan á Ísafirði er hvorki haldin drápseðli, ólæknandi veiðigleði á ísbjörnum né því að þurfa endilega að nota tækifærið til skotæfinga..........

Þarna var vandi á höndum, um er að ræða sprækan ísbjörn sem munar ekkert um að hlaupa uppi bráð sem er allskonar dýr og mannskepnan er í hans augum ekkert frábrugðin annari bráð..........

ferðamannastreymi á ströndum er um þessar mundir að aukast og á eftir að verða mikil í sumar, þannig að ísbirnir sem koma þar í land koma til með að geta veitt vel og þá hvílir sú skylda á lögreglu Ísafjarðar að vernda ferðamenn fyrir þessari ógn.............

ég flokka mig sem dýravin og finnst ekki gott að þörf sé á að drepa þessi dýr og væri mjög fylgjandi því að áætlun um um verndun / björgun þessara dýra kæmist til framkvæmda - en í þessu tilfelli var þetta rétt ákvörðun hjá lögreglunni á Ísafirði................

Eyþór Örn Óskarsson, 3.5.2011 kl. 12:47

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Jæja. Það voru aðrir möguleikar en að láta dýrið valsa um á friðlandinu á Hornströndum í sumar. Það veistu vel.

Svo var nú ákvörðunin tekin hér fyrir sunnan en ekki á Ísafirði (aðeins skotmaðurinn kom þaðan). Í fréttum RÚV í hádeginu kemur fram að umhverfisráðherra styður þessa ákvörðun þó svo að augljóst sé að hún sé lögbrot (og ber við kostnaði við að framfylgja lögunum!).

Merkilegt að lögregluyfirvöld og umhverfisyfirvöld skuli þannig stuðla að lögbrotum og verja þau svo með öllum tiltækum rökum.

Hvað þá með okkur hin? Getum við ekki gert hið sama og borið við að það sé okkur svo fjárhagslega dýrt að fara eftir lögunum?

Fordæmisgildið, vinur minn, gerir það að verkum að við verðum ósakhæf!

Torfi Kristján Stefánsson, 3.5.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 359
  • Frá upphafi: 459283

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband