Elmar fær mjög góða dóma!

Svo segir um frammistöðu Theódórs Elmars Bjarnasonar á gp.se (Götaborgsposten): "Elmar Bjarnasson var góður á móti Kalmar en enn betri í gær. Íslendingurinn hefur tilfinningu fyrir spilinu, góða yfirsýn yfir leikinn og er sá ssem getur gefið óvæntar sendingar sem galopna vörn andstæðinganna.
Eftir rúman hálftíma sendi hann boltann, frá eigin vallarhelmingi til Hysén. Daniel Andersson [fyrrum landsliðsmaður Svía sem spilar í vörn meistaranna í Malmö] var algjörlega sleginn út af laginu sem gerði eftirleikinn auðveldan fyrir Hysén ...

Hér getur íþróttafréttamaðurinn ekki leyynt aðdáun sinni á Elmari og segir hann og Hysen hafa gert útslagið í sigri Gautaborgar yfir sænsku meisturunum síðasta árs.
Með Elmar í þessu formi - og Eið að komast í sitt gamla góða form með Fulham - þá er bjart yfir næstu leikjum landsliðins.

Þ.e.a.s. ef landsliðsþjálfarinn velur þá í liðið. Hvorugir þessara leikmanna hafa verið valdir í landsliðið í undanförnum leikjum, þrátt fyrir að þeir eru augljóslega meðal bestu leikmanna Íslands nú um stundir.

Ég vænti þess að knattspyrnuáhugamenn mótmæli harðlega ef Elmar verður ekki í byrjunarliði Íslands í leikjunum í vor (hvað þá ef gengið verður fram hjá Eið enn einu sinni).


mbl.is Theódór lagði upp eitt marka IFK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Annar leikmaður sem fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn í gær var Ari Freyr Skúlason hjá Gif sundsvall. Hann átti ekki aðeins eina stoðsendingu í leik liðsins gegn Ljungskilde, heldur tvær (í 3-0 sigri).

sjá http://gifsundsvall.se/matcher/gif-sundsvall-ljungskile-sk/

Eftir slæma byrjun, þar sem Ari var ekki með, hefur liðið rétt úr kútnum og unnið tvo síðustu leiki gegn sterkum liðum.

Vonandi vinnur liðið sig upp í úrvaldsdeildina og Ari fái þá athygli sem hann á skilið.

Torfi Kristján Stefánsson, 3.5.2011 kl. 11:19

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þetta segir Ragnar Sigurðsson um leik liðsfélaga síns, Elmars Bjarnasonar, í gær (sjá nánar á fotbolti.net):

Theodór Elmar Bjarnason átti frábæran leik á miðjunni hjá Gautaborg í gær og Ragnar hrósaði honum í hástert eftir leikinn. Theodór Elmar átti meðal annars frábæra stoðsendingu þegar Tobias Hysén skoraði sitt fyrra mark.

?Hann er alltaf frábær. Hann er búinn að vera hér í tvö ár og þeir eru fyrst núna að fatta að hann er besti miðjumaðurinn okkar. Hann getur hlaupið endalaust og er svo með bestu tæknina í liðinu. Það er algjör snilld að hafa svona mann sem getur bæði unnið og búið til."

Torfi Kristján Stefánsson, 3.5.2011 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband