3.5.2011 | 10:49
Tölvugögn?
Mér skildist að ástæðan fyrir því að Bin Laden og co hafi ekki fundist fyrr en nú, en reyndar vakið grunsemdir sem leiddu til árásarinnar, hafi m.a. verið sú að húsið hafði engin fjarskiptatengsl við umheiminn.
Engar símalínur, ekkert netsamband osfrv.
Hvers vegna í fjáranum voru menn þá með tölvugögn í húsinu?
Nei, fjölmiðlarnir verða að hætta á láta notfæra sig svona í heimsyfirráðaáróðursstríði Bandaríkjamanna - og nýhafinnar kosningabaráttu Obama fyrir endurkjöri.
Auk þess vekur það athygli að "árásin" tók aðeins nokkrar sekúndur (áður hafði verið talað um 40 mínútur).
Þetta bendir til þess að húsráðendur hafi verið óvopnaðir.
Voru þeir þá skotnir eins og hundar (eða eins og unglingsbirna svo við tökum nærtækt dæmi)??
Tölvugögn í húsi bin Ladens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú getur trúað þessu eða ekki, en eitt sinn notaði almenningur tölvur án internets - OG ÞAÐ VIRKAÐI! Já Torfi, heimurinn býður upp á endalausa möguleika. Bin Laden gat verið í tölvu þó svo að hann var ekki á netinu að skrifa léleg og illa hugsuð Moggablogg.
Svona getur heimurinn verið ótrúlegur !
Jonni (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 10:57
Er það virkilega satt Jonni? Þú trúir auðvitað lyginni í CIA og Bandaríkjamönnum eins og nýju neti - rétt eins og heimspressan gerir? Þá ertu ekki í slæmum félagsskap.
Torfi Kristján Stefánsson, 3.5.2011 kl. 11:22
Að tala við þig er ekki ósvipað að tala við naggrís. Ég talaði ekki um neitt ,,nýtt net". Hann var ekki með NEITT net. Tölvur virka þó svo að þær séu ekki tengdar interneti. Það er bara þannig. Þú getur gert allan andskotan í tölvum án þess að vera tengdur neti. Ótrúlegt alveg.
Jonni (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 11:28
Það er nú talað um þarna í greininni að árásin hafi tekið 38 mínútur, en skotbardaginn sjálfur bara nokkrar sekúndur sem er alveg trúanlegt. Málið er að Obama er ekkert vel liðin alls staðar meðal repúblikana í háum stöðum innan bandaríkjanna. Hann kæmist aldrei upp með að feika eitthvað svona án þess að einhver myndi sjá sér hag í að leka því út. Hann væri að fremja pólitískts sjálfsmorð.
Davíð Arnar (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 11:35
getur verið að hann hafi verið leiddur í gildru?
el-Toro, 3.5.2011 kl. 12:01
Að rökræða við þig Jonni er eins og rökræða við fávita sem trúir öllu eins og nýju neti þótt ekkert netsamband sé!!
Hó hó og hæ hæ!
Obama er eflaust alltaf að láta plata sig - eða öllu heldur: Hann er alltaf að plata sjálfan sig. Að halda hauknum Róbert Gates, úr ríkisstjórn Bush, sem varnarmálaráðherra voru auðvitað stór mistök (ef manninum var þá nokkurn tímann alvara að leysa mál með orðum en ekki vopnum) og svo það að gera haukinn Hillary að utanríkisráðherra. Hún var einn fárra framámanna demókrata sem studdi innrásina í Írak.
Málið með Obama er auðvitað það að hann þarf að borga til baka fé það sem hann fékk í kosningasjóð sinn í síðustu forsetakosningum (rétt eins og Gulli gull hér heima). Og það fé var ekki allt frá friðelskandi mannréttindasamtökum í USA!
Torfi Kristján Stefánsson, 3.5.2011 kl. 13:45
"Engar símalínur, ekkert netsamband osfrv.
Hvers vegna í fjáranum voru menn þá með tölvugögn í húsinu?"
- Margar ástæður: "Having no internet connection or no internal network at all is done when data is particularly sensitive or reliability is of key importance. Bank record systems and air traffic control systems are some examples."
"To make cardholder data "hacker-proof," merchants can either use firewalls?which may include encryption, passwords, or other protections?or store the account data on a computer with no Internet access."
http://www.ccl.net/cca/documents/dyoung/topics-orig/security1.html
http://usa.visa.com/merchants/risk_management/data_security.html
"Auk þess vekur það athygli að "árásin" tók aðeins nokkrar sekúndur (áður hafði verið talað um 40 mínútur)."
- Það er reyndar talað um 30-38 mínútur í heild. Politico talar um sekúndur bara í samhengi við þegar bin Laden sjálfur á að hafa verið drepinn: "The SEALs took fire on their way to the compound?s third floor, where bin Laden had been sleeping, officials said. The encounter with bin Laden lasted only seconds, and ended with a kill shot to his face. [...] The raid was not supposed to last more than 30 minutes. The forces finished in 38 minutes..."
http://www.politico.com/news/stories/0511/54151.html#ixzz1LJQnBMhv
"...er eins og rökræða við fávita sem trúir öllu eins og nýju neti þótt ekkert netsamband sé!!
Hó hó og hæ hæ!"
Aldeilis hvað þú sýnir fágaða rökræðuhæfileika.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 17:56
"Að rökræða við þig Jonni er eins og rökræða við fávita sem trúir öllu eins og nýju neti þótt ekkert netsamband sé!!
Hó hó og hæ hæ!"
Ég vona að þú sért ekki deginum eldri en 12 ára, því þá ertu eftir á.
Segðu mér Torfi, getur þú bara engan veginn skilið að það sé hægt að nota tölvur án þess að vera tengdur interneti ? Osama bin Laden var ekki tengdur interneti, og það er ENGINN, já ENGINN, að segja að hann hafi verið með eitthvað "nýtt net". Það er einfaldlega eitthvað sem þú hefur skáldað upp, enda á 12 ára þroskanum.
Vonandi getur þú skilið að hann hafi verið með tölvugögn hjá sér, þrátt fyrir að hafa ekki verið tengdur netinu. Tölvur ganga fyrir rafmagni, ekki interneti. Hann gat skipst á tölvugögnum við umheiminn með notkun minnislykla.
Vinsamlegast lestu þetta nægilega oft þar til þú skilur þetta, áður en þú ferð að röfla um þetta "nýja net" aftur.
Þakkir.
Jonni (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 18:16
Takk Jonni og Brynjar fyrir upplýsingarnar. Þið ættuð auðvitað báðir að ganga í "friðargæslusveitir" Össurar og kó.
Þá fengjuð þið kannski að drepa drepa þessa helvítis múslíma, hverja morð ykkur finnst svo mikilvægt að styðja (svo stofnanaorðalag til að sýna að ég sé ekki 12 ára).
En þið eruð auðvitað í starthholunum, eða kannski þegar komnir til Afganistan til að drepa?
Torfi Kristján Stefánsson, 3.5.2011 kl. 20:02
Þú ert eitthvað klikkaður, Torfi. Ég einungis vitnaði í heimildir sem stungust á við þínar staðhæfingar (sem algjörlega byggjast á þínum upphrópunarmerkjum) og setti útá hvernig þú svarar fyrir þér, og maður er kominn á lista yfir fólk sem vill alla múslima dauða, eins og mér sé ekki skítsama um hverrar trúar fólk sé og hef óbeit á trúarbrögðum yfirhöfuð.
Horfðu aðeins á þetta myndband, The Pale Blue Dot: http://www.youtube.com/watch?v=wupToqz1e2g
Þetta er álit mitt á milliríkjadeilum, samsæriskenningum og öðru slíku rugli sem fer fram hérna. Það væri auðvitað best fyrir jörðina alla ef við hundskuðumst til að hverfa héðan fyrir fullt og allt (en ég hef *samt* ekkert á móti blessuðum múslimunum! Vesalings karlrembur sem vilja drepast til að fá að ríða 72 meyjum í framhaldslífinu.)
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 23:15
Má ég spyrja Torfi Kristján ? Finnst þér eins og þú sért að vinna rökræður þegar þú setur algjöra þvælu upp í munn andstæðingsins ? Finnst þér eins og þú sért ótrúlega klár útaf þú hafðir "rétt" fyrir þér í þetta skiptið, útaf þú sagðir að andstæðingurinn sagði þessa ótrúlegu hluti ? Ef svarið er já, þá átt þú heima á stofnun.
Ég skil ekkert hvernig þú færð út að við viljum drepa "helvítis múslima" (já þetta kallar þú fólk þessara trúar) út frá því sem við segjum. Ég var einungis að tala um netleysið hans sem var þarna og Brynjar hérna reyndi að útskýra það aðeins líka þar sem þú gast engan veginn skilið þetta. Svo benti Brynjar aðeins á hvernig þér tókst að lesa fréttina vitlaust hvað tíman varðar.
Ég hef þó lesið nokkrar aðrar færslur hér eftir þig á þessu bloggi þínu og ég hef séð að við mann eins og þig er ekki hægt að tala á eðlilegum nótum.
Jonni (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.