3.5.2011 | 22:45
Djöfuls morðingjar
Nú er kominn tími til að stefna stjórnvöldum í Bandaríkjunum fyrir alþjóðadómstólinn í Haag fyrir stríðsglæpi þeirra.
Því miður höfðu þessir hundar vit á að viðurkenna ekki mannréttindadómstólinn til að forðadst það að vera kærðir fyrir þeim sama dómstól.
Þannig verður dómstóll götunnar að dæma þá ... og ákveða refsinguna!
Því miður höfðu þessir hundar vit á að viðurkenna ekki mannréttindadómstólinn til að forðadst það að vera kærðir fyrir þeim sama dómstól.
Þannig verður dómstóll götunnar að dæma þá ... og ákveða refsinguna!
Mynd af líki Osama hryllileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 459995
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefðir þú ekki bara viljað bjóða þessu óféti pólitískt hæli og íslenskan ríkisborgararétt...og betrunarvist á Kvíabryggju í 6 mánuði til málamynda auk sálfræðiþjónustu og láta svo byggja fyrir hann Mosku og æfingabúðir fyrir íslenska Ameríku-hatara og sjálfskipaða siðapostula eins og þig?
Róbert Björnsson, 3.5.2011 kl. 23:18
Vá hvað þú hefur mikla réttlætiskennd, þú hættir ekki að grenja yfir að hættulegasti hryðjaverkamaður heims hafi verið drepinn. Treystu mér 99% af fólki heimsins eru ánægðir með þetta en ekki þú. Ég held að skoðun þín væri önnur ef þú hefðir alist upp í Ameríku og séð tvíburaturnana falla til jarðarinnar og 3000 af þínum landsmönnum drepnir.
Þetta sagði Evrópusambandið: "We have woken up in a more secure world."
http://en.wikipedia.org/wiki/Reactions_to_the_death_of_Osama_bin_Laden
Á þessum link sérðu að nánast allar þjóðir heims fagna þessu en ekki þú....
Eggi (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 23:24
Examples of war crimes includes "murder, the ill-treatment or deportation of civilian residents of an occupied territory to slave labor camps", "the murder or ill-treatment of prisoners of war", the killing of prisoners, "the wanton destruction of cities, towns and villages, and any devastation not justified by military, or civilian necessity".
Þannig að þú ert að segja að Osama Bin Laden sé saklaus borgari eða hefur þú bara ekkert vit á hvað stríðsglæpur er?
Að drepa manninn sem er nr. 1 á "worlds most wanted terrorists" er ekki stríðsglæpur treystu mér.
http://www.fbi.gov/wanted/wanted_terrorists
Magnús Brynjarsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 23:39
Vá, þurfum við virkilega að ganga í gegnum þessa umræðu enn og aftur?
Meira að segja framsóknarkona eins og Eygló Harðardóttir hefur bent á hversu margt fólk Bandaríkjamenn hafa drepið til þess eins að hefna fyrir þessar fáu bandarísku hræður sem drápust 11. sept.
Ég leyfi mér að fullyrða að almenningur á Vesturlöndum er löngu búinn að fá sig fullsaddan af þessari hefnigirni (hvað þá að venjulegt fólk vonist til þess að auga sé bara fyrir auga en ekki eitthvað annað og miklu meira).
Torfi Kristján Stefánsson, 3.5.2011 kl. 23:55
Torfi: Er þetta tilraun til satíru? Dómstóll götunnar veit fátt betra en að hengja glæpamenn í hæsta gálga, helst án þess að dæma þá.
Almenningur öskraði eftir blóðinu á ungum manni á Íslandi sem var sakaður um að drepa hund, hann er varla mjög líklegur til að hneykslast yfir drápi á stoltum fjöldamorðingja.
Páll Jónsson, 4.5.2011 kl. 00:43
Nei nú get ég ekki þagað. Torfi Kristján hvernig heldur þú að aðstandendum þeirra fórnarlamba sem dóu í hryðjuverkaárásum sem þessi djöfull í mannsmynd stýrði hafi liðið og líður enn?
Þín orð : "Bandaríkjamenn hafa drepið til þess eins að hefna fyrir þessar fáu bandarísku hræður sem drápust 11. sept." Fáeinu hræður? Ertu ekki í lagi, hvað ef þessar fáeinu hræður að þínu mati (mörg þúsund manns) hefðu verið öll þín fjölskylda og t.d. vinir og nokkur þúsund Íslendinga að auki , myndir þú hugsa eins. Ef svo er þá er bara ekki í lagi með þig.Sólveig Þóra Jónsdóttir, 4.5.2011 kl. 00:46
Sæll Magnús
Er það ekki annars leiðinlegt að þessi fake-mynd þeirra virkaði alls ekki, sem átti víst að vera mynd af Bin Laden látnum?
Hvers vegna lögðu þeir á sig alla þessa vinnu og áhættu við að búa til svona fake-photoshop-mynd eins og þessa með þeas. öðrum látnum manni (http://www.hmsfriday.com/2011/05/02/picture-of-dead-osama-is-a-fake/) ?
Hvenær verður svo fjölmiðlum loksins veittur aðgangur að þessum raunverulegu kvikmyndum, ljósmyndum og öllu öðru er tengist þessu máli, hvað varðar þennan umdeilda Bin Laden er yfirvöld telja okkur trú um, að hafi þurft að fjarlægt starx (eða innan við 24 tíma)?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 00:51
Skrif þín dæma sig sjálf, Torfi Kristján, en ég vona að þú eigir eftir að vitkast.
Jón Valur Jensson, 4.5.2011 kl. 01:20
Hérna skrifa guðhræddir menn, þar á meðal þú Jón Valur, ekki satt?
Jonsi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 03:25
Það er komið fram að þetta var hrein og klár aftaka á óvopnuðum manni. Sá sem reynir að réttlæta slíkt er í meira lagi bilaður - og ekki við bjargandi.
torfi stefánsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 05:25
Nú þykir mér leiðinlegt að grípa inní svona seint, en til Þorsteins vil ég segja að þessi illa falsaða mynd var ekkert á ,,þeirra'' vegum. Hún var birt fyrst í pakistönsku sjónvarpi(eflaust keypt af trúgjörnum og æstum fréttamönnum) og heimspressan hljóp af stað með myndina.
Arngrímur Stefánsson, 4.5.2011 kl. 07:15
Bandaríski herinn var búinn að leita af bin Laden í 10 ár. Hæpið að loksins þegar að þeir fundu hann væri hægt að smella honum í handjárn og rölta með hann í burtu. Þeir (USA herinn) gerðu margt ljótt í Írak sem var algjör óþarfi en morðið á þessum manni var nauðsyn... svona svipað og að losna við plágu.
Heiðar Halldórsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 08:30
Torfi.. fórnarlömbin 9/11 voru öll vopnuð er það ekki ?
Finnst ótrúlegt að sjá fólk gráta þennan "mann"... sem ber ábyrgð á og hefur valdið þúsundum miklum skaða og þjáningu. Hvort sem það eru bandaríkjamenn eða múslimar sem Usama og Al-qaida sprengja upp í hundraða tali á mörkuðum í mið austurlöndum.
Fagna dauða þessa hryðjuverkamanns.
p.s
Þorsteinn: Þessi falsaða mynd kom ekki frá Bandaríkjamönnum. Kynntu þér málið.
Einar (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 10:04
torfi hvað heldur þú að þjónar þessa manns hafi framkvæmt margar aftökur á óvopnuðu fólki?
Hjörtur Herbertsson, 4.5.2011 kl. 12:09
Það eru alltaf að koma fleiri og nákvæmari upplýsingar um drápið á fimmmenningunum í pakistanska þorpinu. Það er ljóst að öll alþjóðalög hafa verið brotin, fólk tekið af lífi án dóms og laga, óvopnað fólk drepið, ráðist inn í fullvalda land án þess að hafa nokkuð samráð við yfirvöld eða leita leyfis til þessa morðárásar.
Myndir birtast af blóðugu rúmi sem bendir til þess að maður hafi verið drepin í rúmi sínu.
Og núna í morgun upplýsir 12 ára gömul dóttir Bin Ladens, sem virðist furðulegt nokk raunverulega hafa verið á staðnum, að hann hafi fyrst verið tekinn höndum og síðan myrtur með köldu blóði fyrir framan fjölskyldu sína.
Það er alveg sama hversu mikill skúrkur viðkomandi er. Hann á sama rétt og allir aðrir að fá sitt mál dæmt fyrir rétti.
Þetta framferði Bandaríkjamanna - og fjöldi annarra aðgerða sem þeir hafa staðið fyrir - setur réttaröryggi almennings í heiminum í stórhættu og þýðir afturhvarf til réttarfars sem var við lýði fyrir mörgum öldum.
Hefndin er sæt en hún kemur alltaf niður á þeim sem síst skyldi, saklausum almenningi.
Við bönnuðum hana hér á landi árið 1275!!!
torfi stefánsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 12:33
"I mourn the loss of thousands of precious lives, but I will not rejoice in the death of one, not even an enemy. Returning hate for hate multiplies hate, adding deeper darkness to a night already devoid of stars. Darkness cannot drive out darkness: only light can do that. Hate cannot drive out hate: only love can do that" ~ Martin Luther King Jr
Jóhanna Magnúsdóttir, 4.5.2011 kl. 12:42
Já þetta var alveg hræðilegt. Blessað guðslambið bara drepið! þessi líka fríðleiksmaður með jésú lúkkið sem vildi öllum svo vel. Alltaf var hann svo brosandi með fína Ak riffilinn sinn og svo gera þeir honum þetta þessir vondu menn! Skjóta saklausan mannin bara!
óli (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 13:02
Ef þeir hefðu ekki drepið hann þá hefðu hryðjuverkar samtökin hótað að senda aðra flugvél í gegnum byggingu, Því miður var þetta besti kosturinn að drepa hann þarna.
Ari (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 13:50
Drepum óbreytta borgara, skeytum eingu um börn, sér í lagi börn og fjölksyldur þeirra sem við boðum réttdræpa, og líka auðvitað "samborgara", "samtrúa", "samlanda" glæpamanna. Við köllum það bara ólukku eða necessary evil, því meining stríðs og hefningar er í slálfum sér svo góð. Fólk er í dag meiri dj*** fífl en þegar víetnam stríðið, við ættum kannski bara öll skilið að deyja hörmulega einn daginn.
Jonsi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 14:09
Sammála Jónsa hér (og Jóhönnu).
Ofbeldi fæðir af sér enn meira ofbeldi, sér í lagi þetta algjöra miskunnarleysi gagnvart fjölskyldum þeirra sem Bandaríkjamenn eru úti eftir (og nú NATO í Libýu). Drónerflugvélaárásirnar á fjallabygðgirnar við landamæri Afganistan og Pakistan eru gott dæmi um þetta og nú árásin á húsið í pakistanska þorpinu.
Að réttlæta dráp með að vísa til ávirðing þess drepta er þvert gegn okkar réttarhugsun.
Réttaríkið er í stórri hættu ef þessu heldur fram sem horfir.
Torfi Kristján Stefánsson, 4.5.2011 kl. 17:15
Jonsi, og Torfi, ég held að flestir hérna séu sammála um að það sé af hinu góða að hafa náð þessum og öðrum mjög vondum mönnum,
jafnvel þó að nokkur saklaus börn og konur skyldu missa útlimi eða fá kúlu í höfuðið. Það verður að vega og meta svona eins og allt annað. Við flest lítum bara á þetta svona,
að á endanum fá mörg önnur börn að lifa góðu og öruggu lífi fyrir fórnir þessara barna. Það er betra fyrir framtíðina hérna megin hnattar að fórna nokkrum börnum í arabalöndum.Þetta er einfaldlega sjálfsvörn, eins og einhver í USA hefur sagt, og í sjálfsvörn, þá þarf stundum úppasí að kreysta og lúrka á nokkrum hundruðum/þúsundum saklausum. Svona líta flestir á þetta, engin spurning að hið æðra sé sammála þessu sjónarmiði. Eruð þið fyrst að kvarta núna, hvar voruð þið síðustu 10 árin, þegar við tókum móralskt ogstjórnmálalega þátt í því að kreysta lífið úr saklausum börnum í Afg. og Írak? Jafnvel heilagur Óbama er ekki svo heilagur að hann hafni þessu sjónarmiði, sorrí, svona erum viðfólkið bara, hvort sem við brennum í helvíti eða ekki fyrir það. Ætli Guð launi okkur ekki óréttlætið í heiminum með því að sprengja af okkur útlimina áður en við fáum ingögnu íhimnaríki, þá verðum öll jöfn einn daginn -- hlökkum til!
Einsi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:01
fólk - fólk - fólk.....!!!!!!!!!!!
í guðana bænum. viljið þið hætta þessu rugli um að bin laden hafi átt eitthvað að sælda með 9/11.
lesið most wanted terrorist á síðu FBI. hann er ekki ákærður fyrir það!!!!!!!!
el-Toro, 4.5.2011 kl. 23:47
Sæll Arngrímur
Þetta var reyndar fyrsta myndin sem Bandarískir fjölmiðlar birtu sem sönnun þess að Bin Latin væri látinn
" Washington, May 3 (IANS) Soon after shooting dead Osama bin Laden, one of the US commandos took out a camera and clicked the Al Qaeda leader’s picture.(US commando clicked dead Osama’s picture, http://www.inewsone.com/2011/05/03/us-commando-clicked-dead-osamas-picture/47785
En af hverju ættu Pakistanskir fjölmiðlar að falsa einhverja mynd, sem augljóslega á uppruna sinn að rekja til bandarískra yfirvalda, þar sem engar myndir voru teknar aðrar en af hálfu bandaríkjamanna sjálfra er hafa núna reyndar hafnað að birta allar þessar myndir sem þeir segjast búa yfir, þú?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 00:24
Þessi mynd á upptök sín að rekja til einhvers unglings fyrir tveimur árum síðan. Hann lék sér í photoshop og sést greinilega að þarna er viðvaningur að verki, enda efri hlutinn í gríðarlega góðri upplausn meðan sá neðri er í hrikalega slæmri upplausn. Við skulum ekki vera svona hrikalega heimskir og fara beina fingrum eitthvert, sérstaklega þú Þorsteinn, að reyna leiðrétta Arngrím. Ég hafði séð þessa mynd fyrir meira en ári síðan á internetinu.
Jonni (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 15:14
Sæll aftur Jonni
Það er ekkert sem sannar það að þessi fake- Photoshop- mynd á upptök sín að rekja til "einhvers unglings", en eins og áður segir þá var þessi fake-photoshop mynd nógu góð fyrir stærstu fjölmiðla hér í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún átti að vera sönnun þess að Bin Laden væri látinn.
Þú segir að þú hafir séð þessa mynd fyrir ári síðan, en ég er á því að þú hafir alls ekkert skoðað þessa fake-mynd eitt eða neitt sem .PSD eða .PDD mynd úr Photoshop, eða hvað þá öll þessi layers þarna.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 01:06
Þorsteinn: Hættu... bara hættu.
Þessi mynd var ekki bara birt á internetinu fyrir tveimur árum heldur líka á sumum fréttasíðum. Og það á þeim tíma þegar Bandaríkjastjórn gerði enga tilraun til að segja hann látinn.
Páll Jónsson, 6.5.2011 kl. 17:48
Sæll Páll
ÆÆ Æi... Ekki hægt að fá svör varðandi þennan ungling og þessa fake- Photoshop- mynd hans., humm?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 22:06
How the Media cheated the World with a Fake Dead photo of Osama Bin Laden
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.