4.5.2011 | 17:07
Aðgerðirnar "löglegar og í samræmi við bandarísk gildi"!
Þá vitum við það. Löglegar voru aðgerðirnar auðvitað ekki því það er bannað að taka fólk af lífi sísvona.
Einnig var sjálf aðgerðin ólögleg - brot á alþjóðarétti - enda farið inn í fullvelda ríki án nokkurs samráðs við þarlend stjórnvöld.
En líklega er þetta í samræmi við "bandarísk gildi", þ.e. að taka lögin í eigin hendur.
Hið hættulega við þessi gildi er ekki síst það, að Bandaríkin eru langöflugasta stórveldi heimsins og geta í raun haft sína hentisemi næstum því hvar sem er í heiminum.
Við megum því búast við svona ólögmætum aðgerðum (brot á almennum hegningarrétti, brot á Genfarsáttmálanum og brot á þjóðarétti) í framtíðinni hvar sem er, jafnvel hér á landi.
Og það sérstaklega óhugnanlega við þetta allt saman, er að það er sá forseti sem lofaði díalóg (samtali) en ekki árásarstefnu (offensív) sem stendur fyrir þessu.
Það með er það borin von að með nýjum forseta verði einhverjar breytingar (changes) í alþjóðastjórnmálum og að langþráður friður geti komist á í Arabaheiminum og víðar.
Við megum greinilega búast við stórauknu ofbelti á næstunni - ofbeldi á báða bóga.
Og ég leyfi mér að efast um það að við hér á Vesturlöndum verðum lengur óhult fyrir slíku ofbeldi.
Við getum þakkað bandarískum gildum það.
Dauði bin Ladens sjálfsvörn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er í fyrst skipti sem ég hef séð þyrluárás og aftöku í hefndarskyni kallaða "sjálfsvörn". Ímyndunaraflinu eru engin takmörk sett í Washington.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2011 kl. 17:53
Jamm, þetta með sjálfsvörnina er dæmigert fyrir Kanann!
Eru í stríðsaðgerðum út um allan heim, fjarri eigin landamærum, og kalla það aðgerðir til að tryggja öryggi Bandaríkjanna heima fyrir!
Torfi Kristján Stefánsson, 4.5.2011 kl. 18:10
Slátrarar Bush-svikara Bandaríkjanna ganga enn lausir, og slátra þegar þeim hentar, án dóms og laga! Og kalla græðgina svo "sjálfsvörn" samkvæmt eigin gildum og rangtúlkunum á "lögum og rétti"! Fangelsin og sjúkrahúsin kannski öll full á þeim bænum, fyrst ekki var dæmt í málinu? Sem hefði að sjálfsögðu verið eina löglega aðgerðin í þessu máli. Það er aldrei réttlætanlegt að drepa fólk, og enn síður án réttarhalda, því Það er villimennska sem heimurinn hvorki þarf, né vill.
En þeir völdu að slátra vitninu að svikaaðgerðum Bandarísku hvítflibba-Bush-mafíunnar? Þar með heldur Bush-klíkan að hún sé búinn að fela svika-slóðina sína? En það er ekki svona auðvelt að þagga niður lygarnar og óréttlætið!
Sannleikurinn og réttlætið finnur sér alltaf leið uppá yfirborðið, þótt síðar verði!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2011 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.