6.5.2011 | 21:45
Kostnaðurinn við baráttuna við "bin Laden" gríðarlegur!
Tveir blaðamenn hjá bandaríska blaðinu National Journal hafa reiknað það út að leitin að bin Laden hafi kostað Bandaríkjamenn 3 billjónir dollara (3 + 12 núll ef ég skil það rétt). Hér er reyndar átt við baráttuna gegn hryðjuverkum en stríðið gegn Al-Qaeda hefur tekið drjúgan hluta af þessari áætluðu upphæð.
Blaðamennirnir benda einnig á að þessi eyðsla haf ekki gefið USA neinn fjárhagslegan ávinning, eins og þó sum af þeirra fyrri stríðum hafa gert, svo sem Þrælastríðið og síðari heimstyrjöldin gerðu þó - og einnig kalda stríðið gegn Sovétblokkinni.
Enda engin furða að Bandaríkin séu á barmi gjaldþots og lifa í raun upp á náð fjandvina þeirra, Kínverja.
Og merkilegt nokk. Þetta var einmitt markmið bin Laden - að fá Bandaríkjamenn a eyða stórfé í stríðinu gegn sér og sínum stuðningsmönnum.
Þannig er það stór spurning hvorir eru sigurvegaranir, "hryðjuverkamennirnir" eða helsta stórveldi heimsins, Bandaríkin.
Viðeigandi útför bin Ladens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko billion þýðir miljarður á Íslensku en ekki biljarður. Svo þú ert líklega að rugla.
kari (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 23:15
sæll torfi,
þú ert maður stóru orðanna, ef litið er til skrifa þinna hérna. sem er mjög gott upp að vissu leiti. hérna að neðan er linkur á heimildarbút frá BBC um al-Qaeda. en þessar tíu minutur segja manni sannleikan um hvað al-Qaeda er í raun og veru. Jason Burke, er einn af fremstu sérfræðingum um málefni al-Qaeda á vesturlöndum. hlustaðu vel hvað hann hefur fram af færa. hann gaf líka út bók sem heitir al-Qaeda. en sú bók er sú ýtarlegasta sem gefin hefur verið út. hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð hjá sérfræðingum um þessi mál. en auðvitað eru fréttamiðlunum bannað að nota staðreyndir í sinni fréttaumfjöllun, þar sem þeir hafa það hlutverk að fá okkur til að trúa þeirri lygi að al-Qaeda sé gríðarlega stórt hryðjuverka-battery með útibú út um allar tryssur.
el-Toro, 6.5.2011 kl. 23:52
sorry, gleymdi linkinum :)
el-Toro, 7.5.2011 kl. 02:00
http://gagnauga.is/index.php?Fl=Straumar&ID=910
el-Toro, 7.5.2011 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.