Kostnaðurinn við baráttuna við "bin Laden" gríðarlegur!

Tveir blaðamenn hjá bandaríska blaðinu National Journal hafa reiknað það út að leitin að bin Laden hafi kostað Bandaríkjamenn 3 billjónir dollara (3 + 12 núll ef ég skil það rétt). Hér er reyndar átt við baráttuna gegn hryðjuverkum en stríðið gegn Al-Qaeda hefur tekið drjúgan hluta af þessari áætluðu upphæð.

Blaðamennirnir benda einnig á að þessi eyðsla haf ekki gefið USA neinn fjárhagslegan ávinning, eins og þó sum af þeirra fyrri stríðum hafa gert, svo sem Þrælastríðið og síðari heimstyrjöldin gerðu þó - og einnig kalda stríðið gegn Sovétblokkinni.
Enda engin furða að Bandaríkin séu á barmi gjaldþots og lifa í raun upp á náð fjandvina þeirra, Kínverja.

Og merkilegt nokk. Þetta var einmitt markmið bin Laden - að fá Bandaríkjamenn a eyða stórfé í stríðinu gegn sér og sínum stuðningsmönnum.

Þannig er það stór spurning hvorir eru sigurvegaranir, "hryðjuverkamennirnir" eða helsta stórveldi heimsins, Bandaríkin.


mbl.is Viðeigandi útför bin Ladens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko billion þýðir miljarður á Íslensku en ekki biljarður. Svo þú ert líklega að rugla.

kari (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 23:15

2 Smámynd: el-Toro

sæll torfi,

þú ert maður stóru orðanna, ef litið er til skrifa þinna hérna.  sem er mjög gott upp að vissu leiti.  hérna að neðan er linkur á heimildarbút frá BBC um al-Qaeda.  en þessar tíu minutur segja manni sannleikan um hvað al-Qaeda er í raun og veru.  Jason Burke, er einn af fremstu sérfræðingum um málefni al-Qaeda á vesturlöndum.  hlustaðu vel hvað hann hefur fram af færa.  hann gaf líka út bók sem heitir al-Qaeda.  en sú bók er sú ýtarlegasta sem gefin hefur verið út.  hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð hjá sérfræðingum um þessi mál.  en auðvitað eru fréttamiðlunum bannað að nota staðreyndir í sinni fréttaumfjöllun, þar sem þeir hafa það hlutverk að fá okkur til að trúa þeirri lygi að al-Qaeda sé gríðarlega stórt hryðjuverka-battery með útibú út um allar tryssur.

el-Toro, 6.5.2011 kl. 23:52

3 Smámynd: el-Toro

sorry, gleymdi linkinum :)

el-Toro, 7.5.2011 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 455522

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband