Athyglisverð frétt

... ekki síst í ljósi þess að álverin á landinu hafa verið að hreykja sér af góður árangri í mengunarvörnum - og auknum hreinsibúnaði. Það er greinilega orðum aukið.

Auk þess vekur athygli að eftirlitsstofnanir hafa ekki fengist til að rannsaka mengun þessa, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir þar um.

Það beinir enn á ný athyglinni að Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti en þessar opinberu stofnanir hafa sætt miklu ámæli undanfarið fyrir slælegt eftirlit með mengandi fyrirtækjum, svo sem soprbrennslum og Krossanesverksmiðjunni.

Í þeim tilfellum hafa núverandi stjórnvöld viljað kenna fyrri stjórnvöldum um en það er ekki hægt í þessu tilviki.

Að lokum má benda á það að á meðan að umhverfisráðherra virðist hvorki hafa vilja né getu til að sinna starfi sínu sómasamlega þá mun hún fá aukið starfsvið og aukna ábyrgð með því að leysa menntamálaráðherra af í fæðingarorlofi hinnar síðarnefndu.

Já, hún er nokkuð skrítin þessi stjórnarþátttaka umhverfisverndarflokksins Vinstri grænna.


mbl.is Telur flúormengun orsök veikinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Án þess að ég vilji dæma um það hvort mengun þessara fyrirtækja sé yfir mörkum, eða hvort þau mörk séu kannski of há, er rétt að benda fólki á að taka þessari frétt með fyrrvara.

Það er staðreynd að þessi "hrossabóndi" sem er þarna með ásakanir hefur allt frá árinu 1975, þegar byrjað var að grafa fyrir Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, verið mjög virk gegn allri stóriðju. Hún hefur oft áður komið fram með "fréttir" sem ekki stóðust skoðun. Þá hefur hún verið í forsvari fyrir umhverfisverndar samtökum, sem sum hver hafa verið frekar öfgasinnuð á íslenskan mælikvarða. Hún var virkur félagi í gamla Alþýðubandalaginu og í boði þess í sveitastjórn Akraness um tíma, veit reyndar ekki hvort hún sé félagi í VG núna en geri ekki ráð fyrir því þar sem sá flokkur er sennilega of hægrisinnaður að hennar smekk.

Ragnheiður hefur oft áður komið fram með ásakanir sem ekki hafa staðist skoðun. Hvort svo sé nú ætla ég ekki að dæma, rannsóknir hljóta að skera úr um það.

En vegna fyrri sögu þessa "hrossabónda" tek ég orð hennar með miklum fyrirvara.

Gunnar Heiðarsson, 18.5.2011 kl. 20:37

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég þekki ekkert til þessa fólks - og veit ekki hvort sé um konu eða karl að ræða.

Hins vegar er mér vel kunnugt um áhrif flúormengunar á grasbíta, hvort heldur er hestar, kindur eða kýr, og efast ekki um að farið sé rétt með í þessu tilfelli.

Samkvæmt fréttinni hefur verið gerð mæling á flúor í beinum hestanna, sem sýnir margfalt meira magn en annars staðar á landinu þar sem er ekki álver eða flúormengandi framleiðsla. Sú mæling ætti að nægja sem sönnun fyrir því að svo sé í raun og veru.

Mér sýnist þú nú sjálfur vera fullur fordóma og/eða mjög hlutdrægur álverssinni - og ætti að láta vera að reyna að sverta "gamla" Alþýðubandalagsmenn eða Vinstri græna fyrir áhuga þeirra á umhverfismálum.

So fuck off!

Torfi Kristján Stefánsson, 18.5.2011 kl. 21:07

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eins og ég sagði ú upphafi athugasemdar minnar ætla ég ekki að dæma um hvort mengun frá stóriðju sé yfir mörkum eða hvort þau mörk séu of há.

Þá segi ég einnig að ég dæmi ekki hvort ásakanir "hrossabóndans" séu réttar eða rangar, óhlutbundnar rannsóknir dæma um það.

Ég er hvorki með né móti stóriðju, heldur bendi einungis á að ásakanir þessa "hrossabónda" hingað til hafa allar verið hraktar. Bendi einnig á tengsl hennar við andstöðu við stóriðju. Ef þú telur það næga sönnun þess að ég sé fordómafullur eða álverssinni, með því einu að benda á staðreyndir, verður þú að eiga það við þig sjálfur. Slíkar ásakanir hafa ekki áhrif á mig!

Þakka svo málefnalega kveðju!! Sumir ættu kannski að temja sér örlítið meiri kurteisi!!

Gunnar Heiðarsson, 18.5.2011 kl. 21:38

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hér er beitt alkunnri íslenskri umræðuaðferð þ.e. að gera boðskap tortryggilegan með því að hjóla í boðberann. Því miður spillir þessi aðferð umræðunni alltof oft, þannig að samræðan endar með "fuck off".

Bakgrunnur þeirra, sem bera fram staðreyndir um stóriðjuna á Grundartanga, hvað gerst hefur og hvers megi vænta í framtíðinni, er málefninu óviðkomandi. Mengunarskýin og slæðan, sem liggur fram með Akrafjallinu sunnanverðu af og til á björtum og kyrrum sumarkvöldum, tala sínu máli. En það er einungis það, sem augað sér. Nú hafa verið lagðar fram rannsóknarniðurstöður því til viðbótar, sem ræða þarf alveg óháð því, hver hefur verið í bæjarstjórn Akraness fyrir Alþýðubandalagið.   

Sigurbjörn Sveinsson, 19.5.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 456860

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband