22.5.2011 | 10:06
Tek undir þetta!
Ég tek undir þetta með Ómari.
Það að loka Keflavíkurflugvelli kl. hálf níu í morgun, og fela sig á bak við "fyrirskipanir" frá London í því sambandi, er harla klént.
Heiðskírt veður og engin aska kominn í námunda við höfuðborgarsvæðið í morgun. Samt var lokað á að tvær vélar mættu fara í loftið á milli hálf-níu og níu!
Taka skal fram að þegar leið á Eyjafjallajökulsgosið þá hættu flugvallaryfirvöld í Evrópu að taka mark á yfirlýsingum frá London og leyfðu flug í trássi við alþjóðleg flugyfirvöld. Þar var þó engin áhætta tekin, enda ekki öskukorn í lofti - ekki frekar en yfir Keflavík í morgun.
Hin pantaða skýrsla sem danskir og íslenskir "sérfræðingar" gáfu út, sem réttlætingu á hinum hörðu viðbrögðum í fyrra, á eflaust sinn þátt í að menn læra nú ekki af mistökunum þá.
Já, menn skyldu vara sig á þessum sérpöntuðu fræðingum.
Gagnrýnir lokun flugvallarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er íslenska veðurstofan svona vitlaus að senda vitlaus boð til englana eða eru þeir að hefna sín fyrir æseif topið.
gisli (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 10:34
Ætli "englarnir" sjái ekki um þetta sjálfir.
Annars trúi ég ekki þessari frétt um að breska veðurstofan hafi bannað allt flug frá Keflavíkurflugvelli frá og með kl. 8.30 í morgun.
Þetta hljóta að hafa verið tilmæli því ég veit ekki til þess að breska veðurstofan hafi einhverja lögsögu í þessu máli.
Það hafa hins vegar alþjóðleg flugmálayfirvöld sem einnig er með yfirstjórnina í London (ef ég man rétt). Þeir geta sett svona "bann" og hafa gert, en þó hefur það verið virt að vettugi (svo sem af Þjóðverjum og Spánverjum í fyrra sem sjálfir gerðu mælingar en treystu ekki alfarið á þessa tölvuútreikninga frá Bretum).
Mér sýnist að við Íslendingar þurfum sjálfir að koma okkur upp mælitækjum sem mæla slíkt öskumagn í andrúmsloftinu - og taka sjálfir ákvarðanir út frá því. Það er nefnilega ekkert gamanmál fyrir ferðaþjónustuna ef það verður ekkert flogið til og frá landinu langtímum saman á háannatímanum.
Torfi Kristján Stefánsson, 22.5.2011 kl. 10:56
Til fróðleiks þá má á þessari mynd sjá öskudreifingarspá frá Volcanic Ash Advisory Centre í London sem hefur yfir okkar svæði að segja. Skv þessu er gert ráð fyrir ösku fyrir neðan 20.000 fet á öllu sunnanverðu landinu og því er yfirvöldum ekki stætt á öðru en að loka völlunum.
http://www.metoffice.gov.uk/aviation/vaac/data/VAG_1306043199.png
Guðmundur (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 11:03
Já, en sú spá var fyrir kl. 12.00 eða um hádegið, ekki klukkan hálf níu í morgun.
Spáin um kl. 6.00 var að vesturhluti landsins væri þá enn laus við öskuna (og það var aðeins "spá").
Engar mælingar liggja fyrir, heldur aðeins tölvuspá eftir líkönum sem reyndust mjög illa í fyrra. Ég veit ekki til þess að þau hefðu verið eitthvað lagfærð síðan þá.
Torfi Kristján Stefánsson, 22.5.2011 kl. 12:04
Þessi spá sem ég vísa í er kl. 06:00, 12:00, 18:00 og svo miðnætti. Þegar þú skoðar kortið kl. 06:00 (sem er þarna uppi vinstra megin má sjá að allt Reykjanesið er inni í rauða svæðinu kl 06:00 og það svæði nær frá jörðu og upp í 20.000 fet.
Guðmundur (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 12:50
Hér er nú önnur "spá" sem sýnir að það var hæpið að loka Keflavíkurvellinum kl. 8:30 og einnig hæpið að hafa hann lokaðan í dag.
Spáin er kl. 7.00 og svo kl. 13.00 í dag en í þeim báðum er Reykjanesið alveg á mörkunum.
Auk þess er alls ekki hægt að treysta þessum spám bresku veðurstofunnar, það sýndi gosið í Eyjafjallajökli fyrir ári.
http://www.metoffice.gov.uk/aviation/vaac/data/VAG_1306011787.png
Að lokum má vitna í viðtalið við Ómar í fréttatímanum hjá RÚV núna í hádeginu. Ég treysti honum nú betur en spámönnunum í London - og meira að segja betur en evrópskum flugyfirvöldum.
Sama segir Helgi Björnsson í þætti nú í RÚV - og finnst spárnar vera óöruggar.
torfi stefánsson (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 13:47
Þessi spá sem þú vísar í var gefin út kl. 22:03 í gærkvöldi. Síðan þá eru komnar nýrri og nákvæmari spár. Hvernig heldur þú að það liti út ef allt yrði haft opið þrátt fyrir nýrri gögn sem sýndu að hætta væri á öskufalli?
Það er nú einu sinni svo að eftir því sem málin þróast og fleiri gögn koma í hús verða spárnar nákvæmari. Því væri glapræði og algerlega óábyrgt að nota eldgamlar spár til þess að þóknast misgáfuðum bloggurum, flugáhugamönnum og pólitíkusum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 14:25
Ég veit ekki hvort þú kíkir hér inn aftur Guðmundur en hér eru athyglisverð ummæli frá flugkennara um flugbannið í dag:
"Búinn að vera að kenna svifflug á Sandskeiði í allan dag og fylgdist með öskunni færast hægt í átt til okkar.
Þrátt fyrir flugbann leikur engin vafi á að gosaska hefði ekki truflað flugumferð frá RVK hvað þá KEF í allan dag. Tók myndir sem sýnir mjög gott skyggni til norðurs og vesturs út eftir öllu Reykjanesi alveg fram til kl. 19.00. Sú aska sem kom skríðandi nú undir kvöld sýndist vera undir 10.000 fetum."
Torfi Kristján Stefánsson, 22.5.2011 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.