Skrítið!

Í gærmorgun kl. 8.30 var Keflavíkurflugvelli lokað þrátt fyrir heiðríkju og frábært veður um allt vestanvert landið. Svo hélst allan daginn oig fram á kvöld en samt var völlurinn áfram lokaður.

Hér er lýsing á flug aðstæðum frá flugkennara í gær:
"Búinn að vera að kenna svifflug á Sandskeiði í allan dag og fylgdist með öskunni færast hægt í átt til okkar.
Þrátt fyrir flugbann leikur engin vafi á að gosaska hefði ekki truflað flugumferð frá RVK hvað þá KEF í allan dag. Tók myndir sem sýnir mjög gott skyggni til norðurs og vesturs út eftir öllu Reykjanesi alveg fram til kl. 19.00. Sú aska sem kom skríðandi nú undir kvöld sýndist vera undir 10.000 fetum."

Nú hins vegar er þungbúið á höfuðborgarsvæðinu og öskuský búin að vera hangandi yfir því í alla nótt. Þrátt fyrir það er farið að gefa hint um að flugvöllurinn veðri opnaður seinnipartinn eða í kvöld!

Mætti maður biðja um aðeins meiri heilbrigða skynsemi hjá ráðamönnum en minna um blinda trú á mjög brigðult reiknilíkan í London!


mbl.is Loftrýmið opnist í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að þú hefur kynnt þér mjög vel hvernig aska dreyfir sér og hvaða áhrif hún hefur á þotuhreyfla.

Bjarki (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Eflaust betur en þú minn kæri Bjarki.

Auk þess get ég stuðst við álit ekki ómerkari manns en Ómars Ragnarssonar (og flugkennarans sem ég vitna í hér að ofan), sem og rannsókna Þjóðverja í fyrra þar sem engin aska fannst í sýnum teknar úr andrúmsloftinu yfir flugvöllum þar í landi sem höfðu samt verið lokaðir dögum saman.

Ég skil annars ekki alveg af hverju við Íslendingar kaupum ekki mælitæki til að mæla þetta sjálfir, eins mikið og við eigum jú undir ferðamannaiðnaðinum, í stað þess að treysta blint á eitthvað tölvuforrit í London sem byggir einungis á vindaspám en engum rannsóknum um magni ösku í andrúmsloftinu.

Þau eru eflaust dýr en væru fljót að borga sig ef þessi síendurtekna gosvirkni heldur áfram sem horfir mörg ár í viðbót.

Torfi Kristján Stefánsson, 23.5.2011 kl. 09:37

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér er mynd frá því klukkan 13.00 í gær sem sýnir mjög vel að engin aska var yfir Reykjanesskaganum þá - og reyndar heldur enginn yfir Suðurlandi allt til Eyjafjalla:

http://esv.blog.is/users/da/esv/img/grimsvotn201105221304_1085813.jpg

Torfi Kristján Stefánsson, 23.5.2011 kl. 10:03

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Og hér er innlegg frá Ómari þar sem kemur fram að hér eru til staðar nú þegar mælitæki sem voru notuð í gær og sýndu að engin aska var í andrúmsloftinu yfir flugvöllunum í allan gærdag:

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1168757/

Torfi Kristján Stefánsson, 23.5.2011 kl. 10:12

5 identicon

Það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér í þessu, ég veit ekki hversu mikil aska mældist í andrúmsloftinu í Reykjavík og Keflavík á þessum tíma í gær. Það væri áhugavert að heyra hversu mikil aksa hefur mælst og hver óvissumörkin eru. Í dag má aska í andrúmslofti vera um 2000 míkrógrömm pr rúmmeter til þess að það megi fljúga, svo lítið magn af ösku sést ekki með berum augum en getur þó verið mjög skaðleg flugvélum. Ég treysti því fólki sem hefur sérfræðiþekkingu á málinu mun betur heldur en Ómari Ragnari. Þeir loka svona völlum ekki bara af því að þeim finnst það gaman.

Það sem  gerðist í fyrra er allt önnur saga, en þá höfðu framleiðendur mótoranna ekki gefið upp hversu mikil aska mætti vera í andrúmsloftinu til þess að mótorarnir þyldu það og því voru mörkin sett í 200 míkrógrömm, sem er langt undir þeim mörkum sem mótorframleiðendurnir gáfu síðar upp.

 Fyrir mér er allavega allt of mikið í húfi til þess að fara að gambla eitthvað með þetta :-)

Bjarki (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband