24.5.2011 | 13:18
Áróðursstríð gegn Strauss-Kahn?
Þetta Strauss-Kahn mál er alltaf að verða furðulegra og furðulegra.
Það er eins og verið sé að reyna að dæma manninn áður en til dóms kemur, ekki endilega af dómstóli götunnar heldur af dómstóli fjölmiðla.
Þá er einnig greinilegt að fjölmiðlar eru mataðir af sem neikvæðustum fréttum af Kahn.
Þeir sem hafa tekið þessum tilraunum fjölmiðla til að sverta Strauss-Kahn mest fagnandi eru öfgafemínistar, sem telja sig himin höndum tekið af enn einu dæminu um hversu karlmenn eru viðbjóðslegir.
Segja má því að vestrænir fjölmiðlar og femínistar hafi tekið höndum saman í herferðinni gegn Kahn og eru nú full af þórðargleði af því að hafa fundið blóð af auðunninni bráð!
Bera fréttir um DNA-rannsóknir til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er augljóst að Frakkar og Bandaríkjamenn hafa komið sér saman um að losna við DSK úr stjórn AGS.
Þar þótti hann allt of þægilegur við skuldugar þjóðir og fór ekki eftir hörðu línunni í Wall Street.
Þeir ákváðu að nýta þennan alþekkta veikleika karlsins, eða eigum við frekar að segja bilun.
Og karlinn hjálpaði mest til sjálfur, það verður að segjast.
En andstæðingar hans ætla svo sannanlega að reka flóttann.
Kannski öðrum til viðvörunar.
Viggó Jörgensson, 24.5.2011 kl. 13:51
Menn ættu að hafa auga með Paul Browne, sem er blaðafulltrúi lögreglustjórans Raymond Kelly í NY og skuggi hans og verndari.
Fyrst sagði Browne að meint tilraun til nauðgunar hefði verið framin kl.13:00, en þegar ljóst var að Strauss-Kahn hafði yfirgefið hótel Sofitel kl.12:28 breytti blaðafulltrúinn snarlega tímasetningunni til kl.12:00.
Lögreglunni þótti mjög grunsamlegt að Strauss-Kahn hafði hraðað sér af hótelinu, en gaf sér samt tíma til að skrá sig út og greiða fyrir einnar nætur gistingu. Síðar var upplýst að hann átti stefnumót við dóttur sína kl.12:45, þannig að hann hafði 17 mínútur að koma sér á mótsstað. Þau snæddu saman hádegisverð og Strauss-Kahn hélt síðan til Kennedy flugvallar, þar sem hann var bókaður í flug kl.04:45.
Á flugvellinum ætlaði Strauss-Kahn að hringja, líklega til eiginkonunnar, en tók þá eftir að hann var ekki með símann og hringdi því í hótelið og spurðist fyrir hvort hann hefði fundist þar. Líklega hringdi hann aftur í hótelið og þá kom í ljós að síminn hafði fundist og bað Strauss-Kahn um að sér yrði færður hann í flugstöðina. Hann var svo kominn um borð í flugvélina þegar lögreglan kom og handtók hann. Einungis fullkominn kjáni hefði hringt í hótelið, eftir að hafa framið glæp sem öruggt var að hafði verið tilkynntur.
Nú síðast lét Browne leka út að fundist hefði sæði á blússu þjónustustúlkunnar sem líklega heitir Nafissatou Diallo. Þetta varð svo lögreglan að bera til baka, eftir að gagnrýni kom fram um að rannsókn á DNA-sýnum hlyti að taka lengri tíma.
Allt þetta mál lyktar af samsæri, en þar með er ekki sagt að Dominique Strauss-Kahn sé saklaus af ákærunni. Menn ættu að bíða með sakfellingu þar til í réttarhöldunum, ef þau verða þá ekki felld niður vegna skorts á sönnunargögnum.
Þótt ekki sé öruggt að um samsæri sé að ræða, er ljóst að fjölmargar rottur hafa komið úr holum sínum og gert sitt til að draga mannorð Strauss-Kahn niður í svaðið. Hvort sem hann verður fundinn sekur eða saklaus fyrir rétti, stendur eftir skammarleg hegðun þessa fólks.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 15:19
Þarna virðist sem ásökunin ein sé bæði sönnun og sekt. Hvernig kemur dæmið út ef upp kemst að allar ásakanirnar séu tilbúningur og ósannindi ?
Ég tek undir með Lofti, að allt þetta mál lyktar af samsæri. Strauss Kahn ætlaði að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum í Frakklandi og var talið að hann hefði góða möguleika til þess að sigra í þeim kosningum.
Tryggvi Helgason, 24.5.2011 kl. 16:39
Takk fyrir þessi innlegg.
Já, málið lyktar langar leiðir af samsærisfnyk.
Ekki bara það að Strauss-Kahn væri líklegur til að sigra í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári, heldur vildu margir á Wall Street fá hann burtu úr forstjórastóli hjá AGS því hann var þeim ekki nógu leiðitamur.
Torfi Kristján Stefánsson, 24.5.2011 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.