30.5.2011 | 11:03
Líkur á fjögurra gráða hlýnun
Samkvæmt skýrslu Alþjóða orkumálastofnuninni er nú ljóst að markmiðið að halda hlýnun jarðar niðri við tvær gráður tekst ekki. Er nú talað um þau markmið sem útópíu.
Hækkunin á losun gróðurhúsalofttegunda á árinu 2010 er um 5%. Nú er talið að 50% líkur sé á því að hitastig jarðar stígi um fjórar gráður.
Það muni gera lífið erfiðara og nær ómögulegt fyrir hundruð milljóna manna, orsaka mikinn flóttamannastraum og aukin átök í heiminum.
Sjá um skýrsluna hjá IEA (AOS?): http://www.iea.org/index_info.asp?id=1959
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þetta má bæta að þegar hefur verið notað um 80% af þeirri leyfilegu aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda, sem samið var um á leiðtogafuni í Calcun á Indlandi í fyrra en þá skuldbundu ríki heimsins að halda sig innan tveggja gráðu markanna fram til 2020.
Þannig er ljóst að aðeins 20% af leyfilegri aukningu fram til ársins 2020 er eftir, ef á að taka að halda þessa skuldbindingu. Þetta er minna en öll aukningin sem varð frá 2009-2010!
Í ljósi þess er harla ólíklegt að Ísland geti stóraukið orkuöflun fyrir stóriðnað eins og ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar stefnir að. Að minnsta kosti sýnir það ekki mikla ábyrgð gagnvart stærsta vandamálinu sem ógnar heimsbyggðinni þessi árin.
Torfi Kristján Stefánsson, 30.5.2011 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.