1.6.2011 | 07:36
Íhaldið að rífa kjaft
Ég er nú hræddur um að Bjarni Ben og aðrir íhaldskurfar hafi ekki efni á að vera að rífa kjaft hvað málefni NATÓ varðar.
Undirlægjuháttur þeirra gagnvart Bandaríkjamönnum og leppum þeirra í NATÓ hefur verið slíkur að orðið gólfmottur er allt of veikt orð til að lýsa því.
Annars væri gaman að heyra efnislega afstöðu íhaldsins til málsins.
Er Sjálfstæðismenn t.d. sammála þeim aðgerðum NATÓ að reyna ítrekað að drepa Gaddafi - og svelta heila þjóð til þess að koma þessum gamla fjandmanni sínum frá völdum?
VG eins og gólfmotta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
VG hyskið er bara taglhnýtingar samfylkingarinnar og hlutverk þeirra er aðeins að anda djúpt að sér fretinum úr forystubykkjunni eins gæfuleg forysta og þar nú er. Steingrímur Joð er búinn að éta ofan í sig allt sitt blaður undanfarna áratugi og svíkja öll þau loforð sem hann gaf fyrir kosningar fyrir utan öll stefnuloforðin í stefnuskrá VG sem er orðinn lélegri en lélegasti skeinipappír og er þó mogginn meðtalinn.
corvus corax, 1.6.2011 kl. 08:53
Mér finnst þú vera að skauta framhjá aðalatriðinu hér, nefnilega að VG eru bara gólfmotta Samfó og hafa legið hundflatir undir þeim í þessu stjórnarsamstarfi að undansky
ldum þeim sem hafnað hafa þessum undirlægjuhætti og sagt sig úr þingflokknum.
En er þetta ekki bara rétt hjá Bjarna burtséð frá því hvaða skoðun hans flokkur hefur á Nató?
Viðar Friðgeirsson, 1.6.2011 kl. 08:57
Elskurnar mínar! Til að komast hjá því að birta eigin kort þá er um að gera að beina athyglinni að öðrum.
Við þurfum hins vegar alls ekki að fara í neinar grafgötur með það hver hugur Sjálfstæðisflokksins er gagnvart morðæði NATÓ í Libýu. Þar ríkir alltaf sama undirlægjan.
Annars skil ég ekki þetta skyndilega hatur ykkar íhaldskarla í garð Samfylkingarinnar.
Ég veit ekki betur en að þið hafið getað notað kratana hingar til eins og verstu hórur - og það án þess að þurfa að borga þeim neitt sérstaklega fyrir.
Hvað hefur gerst til að breyta þessu? Að Samfó vilji nú taka kvótann frá sægreifunum?
Það er alls ekki eins hættulegt og þið haldið. Samfylkingin mun auðvitað tryggja það að sömu aðilar sitji að kvótanum og áður - þeir þurfa bara að borga aðeins meira fyrir hann í ríkiskassann.
Torfi Kristján Stefánsson, 1.6.2011 kl. 09:13
Æi, þegar stjórnmálamenn opna munninn þá fær maður í besta falli kjánahroll, í versta falli verður manni flökurt. Það er alveg með ólíkindum hvað fjölmiðlar endast við lepja upp bullið sem kemur frá hálfvitaskamkundunni niður á Austurvelli. Þessir aumu lýðskrumarar ættu nú að fara að drífa sig í langt sumarfrí og helst að koma ekki aftur að hausti.
Guðmundur Pétursson, 1.6.2011 kl. 10:13
Stóla-í-haldið og íhaldi rífast.
Sjaldan veldur einn þá er tveir deila!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 12:48
Nema deilt sé með tveimur?
Torfi Kristján Stefánsson, 1.6.2011 kl. 13:31
Með tveimur er deilt í gríni. Hér er um að ræða fulla alvöru.
Óskar Guðmundsson, 2.6.2011 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.