8.6.2011 | 16:53
Ótrúleg byrjun!
Miðað við byrjun leiksins gegn Lettum er ljóst að íslenska landsliðið á ekkert erindi á úrslitakeppnina á EM.
Lykilmenn eins og Guðjón Valur, Róbert og jafnvel Alexander eru ekki nema svipur hjá sjón - og eru greinilega ekki í neinni leikæfingu.
Guðmundur landsliðsþjálfarin er greinilega ekkert að nota þá Guðjón Val og Róbert í þýska liðinu, en telur þá samt nógu góða í landsliðið.
Eru menn virkilega sáttir við slíkt virðingarleysi gagnvart landsliðinu?
Fjögurra marka sigur í Dobele | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 460036
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Miklu skárra, sem betur fer eftir slæma byrjun, eftir að Óli Stefáns fór inn á miðjuna og Guðjón Valur á sinn stað í horninu!
Leikurinn er samt sem áður ekki góður hjá íslenska liðinu. Þeir geta þakkað fyrir að Lettar hafa verið slegnir algjörlega út af laginu eftir stórtapið gegn Þjóðverjum.
Þetta er allt annað og miklu lélegra lið en það sem kom hingað upp og lék í fyrri leik þjóðanna hér heima.
Torfi Kristján Stefánsson, 8.6.2011 kl. 17:18
Jah, við vöknuðum þó! 17-10 í hálfleik, held að við eigum bara góðan séns á móti Austurríki. Með Rhein-Neckar Löwen, þá er Guðmundur einfaldlega með betri menn í þessar stöður. Uwe Gensheimer var valinn besti leikmaður deildarinnar held ég, Guðjón hefur verið inn og út úr hópnum eftir meiðsli lengi, og Uwe hefur haldið honum úr byrjunarliðinu. Bjarte Myrhol er síðan einn af topp 5 línumönnum heims, Róbert kemst nálægt...en þá er það Guðmundar að velja.
eyþór (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 17:23
Jamm (reyndar 11-17). Nú er munurinn kominn í tvö mörk - og þá skiptir Guðmundur til baka í byrjunarliðið sem stóð sig svo vel í upphafi leiksins!!!
Ásgeir Hallgríms hefur verið að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru, en hann er sko ekki tekinn út af, heldur Ólafur Guðmundsson!
Guðmundur landsliðsþjálfari sýnir enn og aftur að hann hefur engar taugar til að stjórna landsliðinu!
Torfi Kristján Stefánsson, 8.6.2011 kl. 17:46
Jæja, ekki var það burðugt! Naumur sigur gegn lélegu liði Letta.
Þessi leikur lofar ekki góður fyrir leikinn gegn Austurríkismönnum, sem í ofanálag virðast hafa eitthvað tak á okkar liði.
Það er einkum liðsskipan og innáskiftingar, eða ekki innáskiptingar, landsliðsþjálfarans sem veldur áhyggjum. Hann virðist ekki hafa kjark til að taka menn út af þrátt fyrir lélegan leik þeirra - né breyta leikskipulaginu.
Gegn séðum þjálfara eins og þeim hjá Austurríkismönnum, Svíanum Magnus Andersson, getur það orðið hættulegur galli.
Torfi Kristján Stefánsson, 8.6.2011 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.