Sr. Baldur hvað?

Þetta er nú undarleg úttekt á skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það er eins og verið sé að koma höggi á sr. Baldur Kristjánsson, sem þó kom mjög lítið við sögu í þessu máli. Það er margt miklu bitastæðara í þessu. Eftir að hafa lesið fyrstu 100 blaðsíðurnar hripaði ég hjá mér eftirfarandi:

Þessi skýrsla er heljarinnar löng og virðist margt í henni vera algjör óþarfi. Til dæmis eru lög kirkjunnar rakin á fyrstu 40 blaðsíðunum án þess að það sjáist á neinn hátt hvað þau lög skipta máli fyrir þetta mál.

Þá er og heljarinnar löng frásögn af vitnaleiðslum og yfirlýsingum manna vegna máls biskupsins, sem virðist hafa harla lítinn tilgang. Það fyrsta sem mér datt í hug eftir að hafa byrjað lestur þessa margþvælda máls var það hvað skýrslan hafi kostað kirkjuna. Vonandi er sú upphæð ekki jafnmikil og það kostar Akranesbæ að skrifa sögu bæjarins.

En loks komst ég að einhverju nýju og bitastæðu en það voru samskipti biskups við sr. Flóka Kristinsson sem þá var enn prestur í Langholtskirkju. Biskup hefur greinilega verið með „njósnara“ í kirkjunni enda var mál hans gegn presti þá í fullum gangi. Í skýrslunni kemur nefnilega fram að biskup hafi fengið hringingu frá Langholtkirkju um að Sigrún Pálína hafi setið á fundi með sr. Flóka (kom reyndar einnig fram í viðtali biskups við Séð og heyrt þetta ár (1996)!).
Einnig kemur fram í skýrslunni að fjórir starfsmenn kirkjunnar: formaður sóknarnefndar, organisti kirkjunnar, húsvörður og starfsmaður kirkjukórs og sóknarnefndar, hafi skrifað undir yfirlýsingu um að umrædd kona hafi komið á fund sr. Flóka (bls. 102). Þessari yfirlýsingu kom biskup síðan á framfæri við fjölmiðla, líklega til að gera konuna tortryggilega og um leið til að koma höggi á prestinn.

Alveg óháð því hvað er satt og rétt í ákærum kvennanna á hendur biskupi, er ljóst að með þessari framkomu gagnvart einum presti þjóðkirkjunnar gerði biskup sig sekan um mjög alvarleg embættisglöp. Það eitt hefði átt að nægja til þess að hann hefði þá strax neyðst til að segja af sér embætti.
Þessi embættisglöp voru víst öllum prestum ljós ef marka má frásögn sr. Geirs Waage sem segir biskup hafa sent þessa yfirlýsingu með faxi á alla presta landsins!
Í ljósi kvörtunar sr. Flóka vegna þessa til siðanefndar Prestafélagsins er ljóst að siðanefndin hefur einnig gert sig seka um mjög alvarleg mistök í starfi með því að taka ekki á málinu – og krefjast afsagnar biskups þegar í stað.
Meira kannski seinna!


mbl.is Skýrsla rannsóknarnefndar birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Nákvæmlega!  

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.6.2011 kl. 14:27

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það er merklegt að þetta mál með sr. Flóka og biskupinn fær litla umfjöllun þó svo að þar sé sekt biskupsins augljós og að allar stofnanir kirkjunnar hafi brugðist þar.

Reyndar kemur einnig fram í skýrslunni að biskup hafi haft njósnara í flestum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu til að koma til sín upplýsingum ef umræddar konur reyndu að ná fundi prestanna!

Biskup hafi einnig haft frumkvæði að því að áðurnefndir fjórir starfsmenn Langholtskirkju sendu frá sér yfirlýsingu sína um fund sr. Flóka og Sigrúnar Pálínu.

Ljóst er af skýrslunni að m.a.s. stjórn Prestafélagsins hafi gefið eftir í málinu. Ástæðan var samsæriskenningar stuðningsmanna biskups. Áróður biskupsmanna náði þannig markmiði sínu, enda viðurkennir sr. Geir Waage það í viðræðum við rannsóknarnefnd kirkjuþings (sjá bls. 111-112).

Þá koma fram hjá honum harla alvarlegar ásakanir á hendur sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sóknarprests í Háteigskirkju og varamann í stjórn, um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum af stjórnarfundum Prestafélagsins í biskup. Athyglisvert er að hún neitar þessum ásökunum, en einnig vekur athygli hversu ákaft hún ber við minnisleysi í þessu máli (117-18)!

Það hlýtur að skipta máli fyrir kirkjuna og trúverðugleika þessa tveggja þjóna hennar að hið sanna komi í ljós - og að þessar upplýsingar hafi sinn eftirmála.

Fleira kemur fram um óeðlilegan leka til fjölmiðla um innri málefni kirkjunnar og virðast böndin fyrst og fremst berast að sjálfri biskupsstofu.

Tekið skal fram að Þorsteinn Pálsson, sem þá var kirkjumálaráðherra ákvað, út frá áliti ráðuneytisstjórans, að taka ekki afstöðu til málsins, hvorki ávirðinga kvennanna né aðkomu biskups að málum prestsins í Langholtskirkju.

Þar með var í raun búið að leggja blessun sína yfir stjórnsýslu biskups.

Biskup sá hins vegar sitt óvænna og sagði stöðu sinni lausri seinna sama ár, en sat þó í eitt og hálft ár í viðbót!

Að lokum má benda á að rannsóknarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að biskup hafi framið trúnaðarbrot í þessu máli (bls. 154).

Torfi Kristján Stefánsson, 10.6.2011 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 60
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 459230

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 280
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband