14.6.2011 | 13:30
Er ekki mál að linni?
Sigríður Guðmarsdóttir hefur verið í einkastríði við Karl Sigurbjörnsson biskup allt síðan hún fékk ekki stöðu sjúkrahúsprests í London (heldur tengdasonur biskups).
Sigríður kærði málið, þó svo að biskup hefði á engan hátt komið að valinu, og vann málið á þeirri forsendu að hún hafi verið hæfari til starfans.
Það var reyndar fjarri sanni því hún hafði enga menntun sem sjúkrahúsprestur, einungis framhaldsnám í fræðilegri guðfræði, en það hafði tengdasonur biskup hins vegar - og var því mun hæfari til starfans en hún.
Þrátt fyrir sigur í málinu - og himinháar skaðabætur - þá hefur hún haldið áfram að vega að biskupi og aldrei sleppt neinu tækifæri til að gera honum óleik.
Ég hef ekki tölu á því hversu oft hún hefur farið fram á afsögn hans.
Mér finnst merkilegt að sóknarfólk í Grafarholtssöfnuði þoli þessa framkomu sóknarprestsins öllu lengur - og undrast það að söfnuðurinn hafi ekki fyrir löngu reynt að losna við þennan þráhyggjuprest, sem virðist svona óánægður með eigið starf (og sjá svona ákaft eftir starfinu í London).
Biskup þarf að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 22
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 377
- Frá upphafi: 459301
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 333
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já um að gera að enginn gagnrýni Biskup fyrir siðleysi og hroka, best að tala sem minnst um það.
Sérstaklega svona kvenfólk sem þykist vera einhverjir prestar, hver veit nema hún hafi búið til þessar lygar sjálf.
Biskup myndi aldrei ljúga eða þagga niður í málum sem koma sér illa fyrir kirkjuna, enda guðs maður, þeir eru nú ekki þekktir fyrir lygar eða misnotkun á stöðu sinni.
Var það ekki það sem þú meinaðir annars?
Arab (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 17:23
Hvaða lygar Arab? Hvaða siðleysi og hroki?
Hins vegar má tala um tilraun til þöggunar, sem er ámælisvert en ekki afsagnarmál.
En þér er auðvitað slétt sama hvað mér finnst, er það ekki annars?
Torfi Kristján Stefánsson, 14.6.2011 kl. 18:37
Ég verð að segja að ég efast um að Sigríður sé hæf til að gegna stöðu prests, ef það er gerð sú krafa að þeir játist undir játningar kirkjunnar, og ætti því sjálf að segja af sér. Á ekki biskupinn að tryggja að heiðingjar og villutrúarmenn séu ekki í prestastéttinni?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2011 kl. 18:46
Gengst hún ekki undir játningar kirkjunnar?
Ef svo er þá eru þeir nú fleiri sem ekki gera það - og hefur ekki þótt tiltökumál í íslensku þjóðkirkjunni síðan á rétttrúnaðartímanum!
Auk þess var biskup að lýsa því yfir nýlega að játningarnar væru ekki bókstafur hefur viðhorf, eða eitthvað í þá áttina. Hann er því opinn í báða enda hvað þetta varðar, rétt eins og kirkjan öll.
Torfi Kristján Stefánsson, 14.6.2011 kl. 20:47
Torfi, ertu að hugsa um þessi ummæli Karls:
Varðandi Sigríði, þá tóku ég og Biggi viðtal við hana einhvern tímann (það er á Vantrú), og ef ég man rétt, þá sagði hún að hún tryði ekki á tilvist kraftaverka (fyrir utan upprisu Jesú, en mér fannst frekar erfitt að skilja hvers vegna hún taldi það vera undantekningu). Hún sagði einnia að hún trúði því ekki að Jesús hefði dáið fyrir syndir manna (eða eitthvað álíka).
Ég leyfi mér að efast stórlega um að hún geti skrifað undir mikið af því sem fram kemur í játningum kirkjunnar.
Einmitt. Enda segi ég að fyrsta verk presta er oftast það að ljúga, þegar þeir lofa öllu fögru við vígsluna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2011 kl. 21:25
Sigríður er vanhæf til að fjalla um þessi mál. Vegna þess máls sem Torfi réttilega rifjar hér upp.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 22:01
Já, það voru einmitt þessi ummæli biskups! Með trúarjátningunni er söfnuðurinn ekki að tjá "skoðanir" sínar, heldur staðsetja sig í "samhengi" upprisuatburðarins!
Þetta er virkilega loðin sýn á játninguna! Ég er hræddur um að gamli biskupinn, faðir Karls, myndi snúa sér við í gröfinni ef hann heyrði þetta!
Annars er miklu stærri frétt í gangi hvað biskupinn varðar en þessi kvennamál Ólafs Skúlasonar og viðbrögð kirkjunnar við þeim, þótt klúðursleg séu, en það er hringing Karls biskups til Ingva Hrafns í tilefni þess að sá síðarnefndi var dæmdur fyrir stórfell skattsvik.
Þetta eru að minnsta kosti orð Ingva Hrafns sjálfs og biskup hefur ekki dregið þau til baka. Biskup hafi hringt "til að hvetja [þau] hjónin og styðja".
http://www.dv.is/frettir/2011/6/13/skattsvik-ingva-hrafns-biskupinn-hringdi-i-sjonvarpsstjorann/
Ég skil þetta ekki alveg. Ætli biskup hringi í alla sem hafa fengið dóm til að "hvetja þá og styðja" eða bara í hvítflibbaglæpamenn eins og Ingva Hrafn? Hvað skilaboð er hann eiginlega að senda með þessu?
torfi stefánsson (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 05:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.