Pólitík?

Ingibjörgu Sólrúnu er greinilega farið að förlast hvað dómgreind varðar eftir að hún þurfti að draga sig út úr pólitíkinni.
Gott dæmi um þetta er ummæli hennar um pólitík Steingríms J. Sigfússonar sem kemur fram í því að hann talaði um 11 manns sem hafi gert sig seka um vanrækslu í stafi en ekki 7 eins og Ingibjörg Sólrún heldur fram:

"Steingrímur segir svo í viðtali við Fréttablaðið 11. júní að Rannsóknarnefnd Alþingis ´hafi komist að þeirri niðurstöðu að tólf manns hefðu gerst sekir um vanrækslu eða brot í starfi.´ Þetta er rangt. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að 3 ráðherrar, 3 bankastjórar í Seðlabankanum og forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins hefðu gerst sekir um vanrækslu.

Ingibjörg nefnir auðvitað ekki að hún sé einn þessara ráðherra sem talað er um í skýrslunni, né að það hafi verið einber flokkspólitík að hún var ekki ákærð með Geir Haarde.
En hún sér hins vegar pólitíkina í þessari "röngu" tölu Steingríms:

"Það verður að gera til þeirra þá kröfu að þeir kunni a.m.k. skil á niðurstöðum þeirrar rannsóknar sem á að liggja ákærum til grundvallar. Á því er greinilega mikill misbrestur. Var einhver að tala um pólitík í tengslum við ,,landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?"

Til að svara Ingibjörgu þá voru það vissulega þingmenn sem létu stjórnast af pólitískum hag sínum í atkvæðagreiðslunni um hverjir skyldu ákærðir, en ekki þeir sem hún nefnir, heldur þeir sem fríuðu Ingibjörgu Sólrúnu (Árna Matt. og Björgvin G.) en ekki Geir Haarde.


mbl.is „Var einhver að tala um pólitík?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 78
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 252
  • Frá upphafi: 459805

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 219
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband