Dýrt stríð

Þegar er farið að hrikta í samstarfi NATÓ-ríkjanna í stríðinu gegn Libýu, ekki síst vegna kostnaðarins við loftárásirnar á landið.

Til dæmis er farið að minnka í sprengjubúri árásarlandanna og þau sem áköfust eru kvarta mjög yfir því að önnur ríki leggi ekki sitt af mörkum.

Kæran gengur út á það að leita verður samþykkis þingsins innan mest 90 daga ef halduð er í stríð - en það hefur Obamastjórnin ekki gert. Hún heldur því fram aðgerðirnar gegn Libýu séu ekki eiginlegt "stríð"
Bandríkjamenn hafa eytt um 100 milljarði íslenskra króna í þetta stríð í Líbýu.

Ljóst er að kæran á hendur Obama er ekkert grín fyrir stríðsaðgerðirnar. Ef Bandaríkjastjórn neyðist til þess að hætta þátttöku sinni í stríðinu þá er hætt við að aðgerðirnar renni út í sandinn.
Bandaríkjamenn hafa séð um njósnir í landinu, sent ómannaðar árásarþotur til sprengjuárása, séð flugflota NATÓ fyrir eldsneytistöku í lofti og vopn sem geta eyðilagt loftvarnir.


mbl.is Obama kærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

En hvað með kolólöglega innrás í Írak sem G.W.Bush lét gera 2003, sem var brot á þjóðarrétti og í trássi við ályktanir SÞ? Ekki voru þessir þingmenn eða neinir aðrir í þinginu að kæra Bush. Ef þessi kæra gengur einungis út á það að æskilegum vinnureglum í amerískri stjórnsýslu hafi ekki verið fylgt og að þjóðarréttur Libyu eða andstaða í Öryggisráðinu skipti engu máli, þá er þessi kæra lítils virði.

Og það er alveg óháð áliti á bæði Saddam Hussein og Mohammar Gaddafi sem valdasjúkum harðstjórum. Ég geri mér það fyllilega ljóst að það eru margar hliðar á þessu máli, en það að kæra Obama en ekki Bush sýnir ótrúlega hræsni og á sama tíma það viðhorf að Bandaríkjamenn séu guðsútvaldir veraldarlöggæzlumenn.

Vendetta, 16.6.2011 kl. 11:27

2 identicon

@Vendetta

Íraksstríðið var samþykkt í bandaríska þinginu, þannig að ég sé ekki að þingmenn þess tíma höfðu einhverja lagalega ástæðu til þess að kæra Bush.

Það er reyndar rétt sem þú segir að Íraksstríðið var háð án samþykkis öryggisráðs SÞ og því brot á alþjóðarétti.

Óskar Steinn Ómarsson (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 13:09

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Er ekki málið núna að Bandaríkin eru tæknilega gjaldþrota - og hafa alls ekki efni á "stríði" eins og því sem nú er háð gegn stjórnvöldum í Libýu, xsérstaklega ekki þegar það dregst á langinn?

Vegna þess séu þingmennirnir með múður.

Kananum er jú skítsama um lögmæti aðgerða sinna, hann er jú lögin hvar sem er í heiminum.

Torfi Kristján Stefánsson, 16.6.2011 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 459924

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband