SUS á réttri leið!

Þessi verðlaunaveiting sýnir að ungir sjálfstæðismenn ætla að feta dyggilega í fótspor feðra sinna, Hrunverjana.

Verðlaunin renna til þess félags sem með baráttu sinni gegn samþykkt ICE-save getur kostað íslenska skattgreiðendur margfalt meiri pening en ef Icesave-samningurinn hefði verið samþykktur (samkvæmt úrskurði ESA).

Þá fær Ragnar Árnason verðlaun fyrir að vera leppur LÍÚ í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur í "hagfræði"legri nálgun sinni á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Ragnar var t.d. púaður niður á Sjónmannadaginn hér í Rvík þegar hann einhverra hluta vegna var fenginn til að halda ræðu þar.

Þessi verðlaunaafhending sýnir að SUS er í engum takti við samfélagið - er einvörðungu sérhagsmunaklúbbur fyrir siðspillta fjárglæframenn og útgerðarauðvald.


mbl.is Frelsisverðlaun veitt Ragnari Árnasyni og Advice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ertu sem sagt að segja að VG muni leiða landið út úr kreppunni með hafti, bönnum, þjóðnýtingu, ríkisvæðingu, ritskoðun, miðalda stjórnsýslu og pólitískum réttarhöldum?

Icesave samningurinn er best geymdur í ruslinu. Jón Bjarnason reynir að sjá til þess að framtíð sjávarútvegs á íslandi verði sem lélegust. Það þorir enginn stjórnarliði að mæta Ragnari Árnasyni því það vita allir hvernig það fer, Ragnar mun salta það niður. Hann á viðurkenningu fyllilega skilið fyrir að halda uppi rökstuðningi og málefnalegri umfjöllun um fiskveiðistjórnunarkerfið. Það hefur enginn stjórnarliði lagt fram minnsta rökstuðnin fyrir þessu rugli sem verið er að troða í gegnum þingið og ekki gerð tilraun til þess.

VG er niðurrifs afl og forræðishyggja.

...já og félagi þinn sem bloggar hér við þessa sömu frétt átti sjálfur kvóta og seldi, var svo dæmdur fyrir brottkast. Auðvitað vill hann fá gefins kvóta og stjórnarliðið getur ekki beðið eftir að geta rifið kvótann af þessum útgerðarglæpamönnum sem keyptu af honum til þess. ( http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=24934 )

Njáll (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Heil nýjum Hitler! Fasisminn einn mun bjarga helv. kapitalismanum!

Torfi Kristján Stefánsson, 16.6.2011 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 459929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband