16.6.2011 | 18:26
Þetta er nú ekki hægt!
Er það nú svo að íslenskir skattgreiðendur þurfi að borga Halldóri hrunverja Kristjánssyni 100 milljónir króna í lífeyrissparnað fyrir það að setja bankann á hausinn - og þjóðarskútuna um leið (sparnað sem hann samdi við sjálfan sig um)?
Ef svo er þá er mikil þjónkun dómskerfisins við bankaræningjana og útrásarvíkinganna.
Já, þeir bregðast ekki vinum sínum, þessir dómarar.
Máli gegn Halldóri vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Landsbankinn vildi fá dómkvaðningu matsmanna til að staðreyna að bankinn hefði í raun verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti en hann var það ekki um það var deilt. Landalög vernda séreignarlífeyrissparnaðinn með lögum svo einfalt er það þessvegna var farin þessi leið svo ekki væri hægt að nálgast féið.
Rauða Ljónið, 16.6.2011 kl. 19:26
Getur ekki verið að maðurinn sé saklaus? Vitum við að hann sé sekur en dómurinn ekki?
Elle_, 16.6.2011 kl. 19:29
Sekur um hvað? Þetta mál snýst ekkert um sekt, heldur það hvort eðlilega hafi verið staðið að þessum samningi við bankastjórann - aðeins hálfum mánuði áður en bankinn féll.
Svo ekki sé talað um siðleysið í þessum samningi - en dómskerfið er jú algjörlega vanbúið að takast á við siðferðileg álitamál, ekki satt?
Torfi Kristján Stefánsson, 16.6.2011 kl. 19:58
Þetta snýst ekki einstaklinginn Halldór, sekt hans eða sakleysi, heldur hvort Landsbankanum hafi verið heimilt að inna af hendi þessa greiðslu til hans.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2011 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.