17.6.2011 | 14:48
Góð ræða
Biskupi fellur greinilega betur að flytja ræður en að sitja fyrir svörum í kastljósi fjölmiðlanna.
Hann er bestur íslenskra predikara nú um stundir, ekki síst vegna þess hversu vel hann er að sér í sögu og menningu þjóðarinnar.
Þetta með Jón Sigurðsson er holl áminning til okkar allra, nú í kjölfar Hrunsins og alls kyns uppgjörs.
Jón forseti var breyskur maður eins og biskup bendir réttilega á.
Hann var miskunnarlaus og hefnigjarn gagnvart þeim mönnum sem voru honum ekki sammála eða samferða í pólitíkinni, bar þá út og lét hirð sína einangra þá, menn eins og Benedikt Gröndal skáld og Gísla Brynjólfsson norrænufræðing í Kaupmannahöfn.
Meira að segja faðir skáldsins Hannesar Hafstein sem mærir Jón í minningarljóðinu, Pétur amtmaður norðan og austan, fékk að kenna á undirróðurstarfsemi Jóns sem með hjálp vina sinna kom Pétri úr embætti.
Við getum lært það af sögu Jóns Sigurðssonar, að sérhver sögufræg persóna og fyrirmaður í samfélaginu á sér góðar og slæmar hliðar.
Það er staðreynd sem þjóðin verður að læra að horfast í augu við en ekki fela eins og svo oft er gert.
Þjóðin verður að læra að hlutirnir eru ekki svart/hvítir - og venja sig þannig af dómhörkunni eða persónudýrkuninni.
Við mennirnir erum breyskir og gerum mistök en er þó ekki varpað á sorphaug sögunnar - og ættum heldur ekki að vera settir á stall.
Hvort tveggja er jafn slæmt - og í raun náskyldir þættir.
Biður þjóðina að horfa fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðir punktar hjá þér, Torfi, og þarfir í huga að hafa.
Kristinn Snævar Jónsson, 17.6.2011 kl. 14:59
Takk Kristinn! Bættu svipuðum hugleiðingum inn í bloggið hjá þér, það er full neikvætt!
Torfi Kristján Stefánsson, 17.6.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.