18.6.2011 | 18:09
Eðlilegar breytingar
Þetta er mjög eðlilegar breytingar hjá Eyjólfi þjálfara, þar sem Bjarni Þór og Alfreð hafa alls ekki verið að standa sig.
Það er hins vegar spurning með Aron Einar og Guðmund, því Guðmundur stóð sig vel gegn Sviss, sérstaklega er leið á leikinn, en Aron hefur ekkert sýnt frekar en venjulega nema að láta reka sig út af.
Þó svo að sumir hafi eflaust viljað sjá fleiri breytingar, má segja að þrjár séu nóg til að byrja með.
Björn Bergmann Sigurðarson bíður svo á hliðarlínunni eftir að koma inn á ef ekkert gengur í fyrri hálfleiknum.
Dönum skellt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki alveg nógu gótt hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik. Hefði helst þurft að vera yfir 1 eða 2-0 til að eiga tæknilega möguleika á stórsigri - en þetta er þó ekki búið.
Dauðafæri Eggerts, sem er langbesti maður íslenska liðsins eins og í fyrri leikjum, hefði haft sitt að segja, ef hann hefði nýtt það.
Íslenska liðið er þó miklu betra núna en í fyrri hálfleik gegn Hvít-Rússum og Sviss og munar þar mestu um Birki Bjarnason. Það voru greinilega mistök hjá Eyjólfi þjálfara að láta Bjarna Þór byrja í fyrstu leikjunum en ekki Birki.
Þá er framlína ekki nógu góð og Jóhann Berg hefur ekkert sést eftir að líða tók á hálfleikinn. Björn Bergmann inn á fyrir hann og þá munum við eflast mjög fram á við.
Vörnin er hins vegar vandamál með Hólmar mjög seinan og óöruggan. Þá á Hjörtur Logi í erfiðleikum með sinn mann og hefur alls ekki fengi nóga hjálp fyrr en nú undir lok hálfleiksins þegar Aron Einar fór loksins að hjálpa honum (eftir að hafa ekki sést í leiknum framan af).
Aron er kominn með gult fyrir enn eitt óþarfa brotið á hættulegum stað, og mætti vel skipta honum út af í seinni hálfleiknum.
Torfi Kristján Stefánsson, 18.6.2011 kl. 19:48
Munurinn á liðunum í þessum leik var að við nýttum okkar færi en Danir ekki punktur. Veit ekki með ykkur en ég var pirraður allan leikinn yfir því að við unnum ekki einn einasta skallabolta nánast allan leikinn, unnum fyrsta einvígið eftir 42 mínútur í fyrri hálfleik, leyfum þeim síðan hvað eftir annað að dúttla með boltann fyrir framan vörnina og með stungusendingar sem ég næ ekki hvernig þeim tókst að klúðra. Hræðilegur varnarleikur og hreint ótrúlegt að spila jafn illa en samt ná að vinna. Þetta voru bara vel útfærðar skyndisóknir sem við nýtum. Maður leiksins var Aron Einar hann var allt í öllu og síðan koma Birkir Bjarna og svo Haraldur í markinu en hann átti nokkrar frábærar markvörslur og hún var frábær þegar þeir komast einn á móti honum og svo í seinni hálfleik þegar hann blakar sendingunni fyrir markið framhjá manninum sem hefði skorað bara með því að fá boltan í sig. Heilt yfir því miður lélegur leikur, sérstaklega í vörn en góðar skyndisóknir skapa þennan sigur og sjálfsagt að hrósa því ekki misskilja ég er stoltur yfir því og virkilega ánægður bara svo pirraður yfir lélegum varnarleik og nánast engvir skallaboltar unnir :)
Þórarinn (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 20:49
Jæja, þannig fór um sjóferð þá. Vantaði eitt mark upp á að Ísland kæmist áfram! Gaman að sjá að liðið vildi svo mjög vinna leikinn.
Nokkuð fyndið samt að heyra í sparkspekingum í RÚV um að þetta hafi í raun verið frábær úrslit!
Þá gleyma menn því að markmiðið náðist alls ekki - að komast í úrslitakeppnina og á Ólýmpíuleikana í London á næsta ár.
Það er margt sem finna má að - og leita ástæðunnar víða.
Mér fannst Eyjólfur klikka í þessu móti með röngu vali á leikmönnum.
Meira að segja núna í síðasta leiknum tók hann vitlausa ákvörðun með að taka besta mann leiksins, Birki Bjarnason, út af í stöðunni 2-0.
Við það komust Danir aftur inn í leikinn og voru næstum búnir að jafna 2-2 áður en Hjörtur Logi skoraði þriðja markið. Þeir voru í raun nær því að jafna - og komast áfram - en Ísland að bæta við tveimur mörkum.
Torfi Kristján Stefánsson, 18.6.2011 kl. 20:51
Já, já. Danir nýttu ekki færin sín (áttu 26 skort, þar af 14 framhjá en 4 voru blokkeruð!). Við nýttum svo sem ekki heldur færin, eins og skort Kolbeins í stöngina var gott dæmi um (mark dæmt af vegna rangstöðu og fleira).
Ég skil svo alls ekki þessa dýrkun á Aroni Einar. Mér finnst þetta vera svona dæmi um keistarans nýju klæði. Allir taka undir og kjá hver með öðrum en svo er maðurinn ekki í neinu.
Hann vinnur engan skallabolta (sem Guðmundur Kristjáns gerði hins vegar í leiknum gegn Sviss), var ekki á sínum stað fyrir framan vörnina fyrr en undir lok fyrri hálfleiks, brýtur oft mjög illa af sér og á slæmum stöðum osfrv. osfrv.
Eini almennilegi varnarmaðurinn var og er Eggert Gunnþór sem er einhver besti íslenski leikmaðurinn sem ég hef séð spila. Hann er spilandi varnarmaður sem brýtur hvað eftir annað sóknir andstæðinganna og kemur boltanum yfirleitt út úr vörninni til samherja.
Þá fannst mér skiptingarnar hæpnar, t.d. að taka tvo af betri mönnunum út af, Birki og Rúrik, en láta mann eins og Jóhann Berg spila allan leikinn.
Jóhann ekki var aðeins slakur fram á við heldur kom aldrei til baka til að hjálpa (sem Rúrik gerði hins vegar hvað eftir annað).
Nei ég gef þjálfaranum (og sparkspekingum) falleinkunn fyrir þennan leik - og þetta mót.
Torfi Kristján Stefánsson, 18.6.2011 kl. 21:58
Ef einhver á að fá falleinkun, þá ert það þú Torfi Kristján ekki fyrir fótbolta, því ég hef ekki hugmynd um hvort þú kant einusinni að sparka í bolta. Heldur er það fyrir skrif þín hér, þar sem þú rakkar niður þjálfara og leikmenn, sem að mínu viti er ósanngjarnt þar sem ég tel að þessir leikmenn og þjálfari hafi komið Íslandi á hærra plan sem knattspyrnuþjóð, og við ættum að vera stolt af. Þessir strákar unnu stórt afrek í forkeppninni með því að komast í úrslitakeppnina, og leggja t.a.m. bæði þjóðverja og skota að velli, sem ég tel mikið afrek hjá fámennri þjóð sem við erum. En þú virðist vera einn af þessum neikvæðu íslendingum, sem hafa allt á hornum sér ef íþróttafólkið okkar nær ekki hæstu hæðum í sínum íþróttum. Við skulum athuga það, að það var herslumunur að strákarnir næðu að keppa um verðlaunasæti, en því miður tókst það ekki í þetta skipti, en þetta U21 árs lið er þó eitt af 8 bestu í Evrópu sem ég tel mikið afrek, og segi því til hamingju strákar og þjálfarateymi, og látið skrif Torfa Kristjáns ekki hafa áhrif á ykkur, því þið stóðuð ykkur frábærlega.
Hjörtur Herbertsson, 18.6.2011 kl. 23:04
Ég rakka nú ekki niður leikmennina, Hjörtur snillingur, og reyndar engan því gagnrýni er ekki það sama og að rakka niður.
Íslenska liðið er með marga mjög góða leikmenn innanborðs, leikmenn sem hafa náð mjög góðum árangri í góðum liðum ytra, en ná samt ekki að sýna það sem í liðinu býr.
Mér finnst einfaldlega að þjálfarinn sé ekki nógu góður fyrir þetta lið - og umgjörð KSÍ ekki heldur.
Það stendur enn eftir að undirbúningur liðsins var sama sem enginn, níu leikmenn uppteknir með A-landsliðinu í stað þess að æfa með 21 árs liðinu - og úrvaldsdeildin spiluð í síðustu vikunni fyrir mót þannig að liðið náði ekkert að æfa saman fyrir mótið.
Sem einstaklingar eru íslensku leikmennirnir mjög gott, en sem heild fæst ekki nóg út úr þeim.
Því miður.
Sökin er KSÍ, ekki leikmannanna.
torfi stefánsson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 01:01
Þó svo að Aron Einar sé ekki skemmtilegasti leikmaðurinn til að horfa á þá skil ég engan veginn hvað þú ert að gagnrýna frammistöðu Arons, klárlega með þeim betri mönnum á vellinum í leiknum, hirti boltann hvað eftir annað og skilaði sínu hlutverki frábærlega. Hins vegar er vörnin hjá íslandi hrikalega léleg, miðverðirnir alltof hægir og vinstri bakvörðurinn hrikalega lélegur varnarlega.
maggi7777@hotmail.com (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.