21.6.2011 | 17:52
Danir gera það ekki endasleppt
Þetta er nú ekki eina dæmið um siðferðilega bresti í dönsku samfélagi.
Siðleysið nær alla leið upp í efstu stiga samfélagsins eins og sjá má á nýjasta ævintýri stjórnvalda, að loka landamærunum að landinu fyrir óæskilegum ferðamönnum.
Nýjasta dæmið um stóraukna hernaðarhyggju og ofbeldisdýrkun yfirvalda - dýrkun sem nær langt niður samfélagsstigann - er árásir NATÓ á bóndabæ í Libýu í gær.
Nú er komið upp úr dúrnum að það voru danskar herflugvélar sem gerðu árásina sem drap 19 óbreytta borgara, þar af átta börn.
Kastað var átta sprengjum úr þremur flugvélum.
Hér má sjá myndir af eyðileggingunni af völdum stríðsins í Libýu:
http://politiken.dk/fotografier/reportagefoto/ECE1313462/bomberne-falder-i-libyen/
Brønderslev-foreldrar dæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 458205
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
øh þjóðverjar eru búnir að byggja nyja lögregluaðstöðu við landamæri Frakklands og þvert á Schengen samkomulagið þurfa menn að lækka hraðann þar úr 110km i 10 svo er ekki eitthvað fint fyrir þig að óskapast um þar. p.s varstu sendur heim af bótakerfinu í DK? Og hvernig dettur þér til hugar að samlíkja Nató stríði við hina persónulegu eyðileggingu innan fjölskyldunnar frá Lálandi
nolli (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 18:41
Bótakerfið danska er eflaust frábært eins og þú veist örugglega manna best en dansk samfélag er sjúkt og búið að vera lengi.
Dæmi um fjölskylduna á Láglandi er einungis ýkt dæmi um það.
Útlendingahatrið og hernaðarhyggja er annað.
Danir eru jú ekki aðeins virkir í stríðinu í Libýa, heldur einnig í Afganistan og áður í Írak. Þeir elta uppi öll átök sem Kaninn kemur sér í, til þess að fá að drepa með honum.
Torfi Kristján Stefánsson, 21.6.2011 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.