23.6.2011 | 20:10
Auðvitað ekki!
Þetta röfl um lækkun á álögum ríkisins á eldneytisverði, sem heltekur fjölmiðlana þessa dagana, er algjörlega úr takti við alla umræðu annars staðar í heiminum (nema kannski í USA).
Nær alls staðar er talað um nauðsyn þess að takmarka eldsneytisnotkun vegna alheimshlýnunar og frekar talað um þörfina á hækkun á bensíni og olíu.
Meira að segja AGS leggur til að álögur á eldsneyti verði hækkaðar hér á landi, enda eru þær mun minni hér en í nágrannalöndunum.
En hið villta íslenska vestrið er samt við sig. Engar hömlur á eyðslu og neyslu þó svo að heimurinn sé að fara til fjandans einmitt vegna þessarar sömu eyðslu og neyslu.
Þessari þjóð er greinilega ekki viðbjargandi.
Álögur á eldsneyti lækka ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé ekkert að því að þessi litla þjóð á stóru landi keyra aðeins meira heldur en aðrar þjóðir. Við erum grænari á flestum sviðum. Ekki erum við t.d. að nota gas til þess að hita upp húsin okkar.
Ég myndi hiklaust losa mig við bílinn ef ég ætti heima í New York eða London, en það geri ég ekki... ég bý á Íslandi þar sem einkabíllinn hentar best en ekki almannasamgöngur. Það á að taka mið á því.
Svo vil ég benda þér á að vísindamenn eru ennþá að deila um hvort að það sé mannskepnan sem sé að valda hlýnun jarðar. Þó að fjölmiðlar vilji bara fjalla um eina hlið málsins þá þýðir það ekki endilega að þær séu ekki fleiri.
"Kolvetnisskattur" er ekki til þess að minnka neysluna, hann er settur á til þess að fá meiri pening inn í kassann og umhverfið er afsökunin.
Meirihluti bílatengra álagninga skila sér EKKI í vegakerfinu, þannig hefur það lengi verið. Samt þarf vegatolla til þess að koma á framkvæmdum?
Það er greinilega ætlast til þess að bílaeigendur borgi meira fyrir kreppuna en aðrir. Það er ósanngjarnt.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 20:35
Vegatollar svokölluðu eru notaðir í allt annað,.......:(
Halldór Jóhannsson, 23.6.2011 kl. 20:47
Elskan mín Geir! Við erum ekki grænir á neinum sviðum nema vegna fámennis.
Ef við værum fleiri þá menguðum við eflaust meira en allar aðrar þjóðir.
Þetta á ekki aðeins við um bíla- og skipaumferð, heldur einnig um álbrennslurnar sem gera það að verkum að við verðum sífellt að fá undanþágur og getum aldrei uppfyllt loforð okkar um takmörkun (20% lækkun) á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020.
Nú síðast voru að koma fréttir um rammaáætlun um orkuöflun þar sem náttúruverndarsjónarmiðum er úthýst, allt í boði blessaðra hinna hugsjónalausu og tækifærissinnaðu krata í iðnaðar- og utanríkisráðuneytinu.
Við erum með allt niðrum okkur í umhverfismálum - reyndar svo mjög að þegar á reynir er ekki hægt að ná í umhverfisráðherrann, sem þó er í flokki sem kennir sig við umhverfisvernd.
Torfi Kristján Stefánsson, 23.6.2011 kl. 21:40
Þú vilt frekar að ál verði framleitt erlendis með kolum en á Íslandi með vatnsorku?
Þvílík snilld.
Sá annars þátt á National Geographic um daginn þar sem það er varið við að næsta ísöld sé að fara að hefjast. Hitnun eða kólnun hvort er það nú? Ekkert hægt að taka mark á þessum loftslagsvísindamönnum.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 22:55
Sá þetta á facebook. Kannski eitthvað fyrir þig gáfaði Geir?:
"Meðaltekjur á íbúa eru yfirleitt lægri í A-Evrópu og Miðjarðarhafslöndum en á Íslandi en samt greiðir fólk þar oft meira fyrir eldsneyti á bíla. Auk þess greiða Íslendingar líklega minna fyrir húshitun og rafmagn en flestar aðrar þjóðir. Íslendingar borga því ábyggilega minna fyrir sína orku en margir aðrir.
Í Bandaríkjunum hefur verið farin sú leið að hafa skatta á bílaeldsneyti mjög lága. Þar leiddi það til alltof orkufreks bílaflota og menningar þar sem menn aka oft langa leið til vinnu, auk almennt lélegra almenningssamganga. Þegar eldsneytisverð hækkaði leiddi það til þre- til fjórföldunar bensínverðs á þeim árum sem ég hef búið hérna, sem olli mikilli röskun fyrir marga.
Þetta var ólíkt Evróðuþjóðum sem höfðu aðlagað sig háu orkuverði yfir langan tíma, m.a. vegna hárra eldsneytisskatta sem gerði hlutfallslega hækkun eldsneytis mun minni.
Bandaríska samfélagið verður líka af miklum skatttekjum sem kemur fram í veikari innviðum samfélagsins. Einkabíll er mengandi munaður sem notar auðlindir sem fara þverrandi. Því er sjálfsagt að skattleggja notkun hans, bæði til að takmarka notkun hans og til að styrkja samfélagið í heild sinni. Vissulega getur þetta komið illa við marga, s.s. dreifbýlisbúa og barnmargar láglaunafjölskyldur og mætti huga að öðrum úrræðum fyrir þá hópa. Í það heila eru þó háir eldsneytisskattar af hinu góða."
torfi stefánsson (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 11:45
Hér er meira:
"Lönd eins og Tékkland, Pólland, Portúgal og Grikkland eru að borga meira fyrir bensín en Íslendingar þrátt fyrir talsvert lægri meðaltekjur í þessum löndum."
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 18:55
Torfi,,,,,,, farðu til afríku þá færðu verri mynd,,,,,,,,,,
þá verðura allir alsælir með hálvitaskapinn og þú færð sæti í næstu ríkistjórn.
Sigurður Helgason, 25.6.2011 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.