27.6.2011 | 22:15
Uppvís að lygum og hálfsannleika
Það er þokkalegur pappír sem hin öfga-hægrisinnaða Te-hreyfing í Rebublikanaflokknum býður fram sem forsetaefni flokksins.
Og það sem meira er, þessi kona er eins og er í öðru sæti af kandidötum flokksins með 22% kjósenda að baki sér, eða einungis einu prósenti á eftir þeim sem leiðir baráttuna, Mitt Romney.
Reyndar eru ekki taldar miklar líkur á að hún vinni kapphlaupið en alls ekki ólíklegt að hún verði varaforsetaefni Rebúblikana í næstu forsetakosningum.
Kona þessi er sannkristinn eins og vera ber, frelsaðist 16 ára gömul, og fylgir hægri sinnuðum skoðuna Te-hreyfingarinnar í hvívetna. Er á móti fóstureyðingum, hjónabandi samkynhneigðra og heilbrigðisumbótum forsetans.
Sannleikurinn, sem gerir hina kristnu frjálsa, vefst þó fyrir fimm barna móðurinni. Netmiðillinn Politifact.org, sem vann Pulitzer-verðlaunin árið 2009 fyrir vinnu sína við að afhjúpa lygar stjórnmálamanna (þeir ættu að kíkja á Össur Skarphéðsson) fóru nýlega yfir 23 fullyrðingar frú Michele.
Af þeim reyndist aðeins ein vera sönn, tvær hálfsannleikur og fjórar kannski sannar að einhverju leyti.
Níu voru hins vegar rangar (falskar) og sjö hreinar lygar.
Sjá http://www.politifact.com/truth-o-meter/article/2011/jun/16/fact-checking-michele-bachmann/
Bachmann bætist í hópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 86
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 112
- Frá upphafi: 458132
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 97
- Gestir í dag: 66
- IP-tölur í dag: 66
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líklega er Barak Obama eitt það besta sem hennt hefur BNA frá því í þrælastríðinu ! :-)
Jón Svavarsson, 28.6.2011 kl. 00:53
Það sem hér kemur fram er byggt á misskilningi. Hin svokallaða "Teboðshreyfing" tilheyrir ekki Repúblikana flokknum og er ekki hluti af þeim flokki.
Þessar "Teboðshreyfingar" eru engin formleg samtök, heldur hinn almenni skattborgari og kjósandi "úti í bæ", - fólk úr öllum flokkum, - fólk sem vill hafa frjálsar skoðanir á hlutunum, vilja lægri skatta og minni ríkisafskipti.
Það að stimpla venjulegt fólk sem einhverja "öfga-hægrisinnaða" menn, er tómt bull runnið undan rifjum "öfga-vinstrisinnaðra kommúnista og marksista" sem þola ekki að venjulegt vinnandi fólk hugsi sjáfstætt og þurfi ekki að hafa einhvern "Hitler-inn eða Stalín-inn", - hangandi yfir öxlinni á sér.
Tryggvi Helgason, 28.6.2011 kl. 13:43
Ætli það sé nú ekki frekar fasisminn, heldur en sjálfstæð hugsun, sem stjórni Teboðshreyfingunni?
Mér heyrist það að minnsta kosti á boðskapnum.
Torfi Kristján Stefánsson, 28.6.2011 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.