Brandari!

Þessi handtökuskipun á Gaddafi er einn stór brandari og sýnir vel hversu hlutdrægur Alþjóðadómstólinn í Haag er.
Ekki einn einasti vestrænn leiðtogi hefur verið dreginn fyrir dómstólinn síðan nasistarnir voru og hétu, en fjöldi Afríkumenna sem og þeir sem hallir hafa verið undir eins konar sósíalisma.

Auk þess segja flestir sérfræðingar að þessi handtökuskipun komi í veg fyrir skjóta lausn á ástandinu í Libýu og geri það að verkum að stjórnvöld þar verði ákveðin í að þrauka í lengstu lög.

Þessi ákvörðun er því vatn á myllu haukanna meðal árásaraðilanna - og eykur enn á þjáningar almennings í landinu.


mbl.is Líbíumenn handtaki Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frekar sórglegt.Þetta svokallað Alþjóðadómstóll er ekkert annað en verkfæri stórveldina til að berja á þriðjuheimslönd og láta þeim hlýða.Dómstóll sem sér ekkert athugaverð við framferði Israel, Nato og bandaríkinn í Palestínu, Iraq og afganistan og fl lönd er ekkert dómstóll , það er bara eitt stófnun á vegum Bandaríkin. Eru Bush, Sharon,Blair Netanyaho betri en Gaddafi? Er stjórnin í Burma betri en stjórnin í Libyú? Hvernig er með Bahrein?

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 14:20

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já, eða Jemen, en Amnesty hefur lýst því yfir að mannréttindabrot þar eru miklu verru en nokkru sinni í Libýu.

Það vill bara svo til að þar situr í forsæti leppur Ameríkananna, rétt eins og í Bahrain, og því engin ástæða til að gera neitt.

Torfi Kristján Stefánsson, 28.6.2011 kl. 15:46

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Það mun því miður ekkert breytast fyrr en eftir næstu heimsstyrjöld. Þetta er nokkuð sem ég hef lesið frá fornum siðmenningum og svo svokölluðum spámönnum.

Við verður bara að láta hlutina ganga sinn gang og leyfa "vonda veldinu" að ná þriðja landinu undir hervald og þá mun stríðið byrja. Eftir þriðja stríðið á að vera frður í þúsund ár, og spurningin er bara þessi, verður friður vegna þess að við náum að eyðileggja allt og koma okkur aftur til miðalda, eða verður friður vegna þess að fólk mun átta sig á fáránleika þess að keppast um völd og auðævi?

Tómas Waagfjörð, 28.6.2011 kl. 16:32

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála ykkur öllum. Þetta er ólíðandi óréttlæti, af þjóðum sem telja sig vera réttarríki. Að mannréttinda-dómstóll sameinuðu þjóðanna, skuli standa fyrir svona slátrun á saklausum almenningi í Líbýu, sannar hversu svikult apparat það er. Og ætla svo að handtaka Gaddafi, sem ekki hefur staðið fyrir þessum ófriði, heldur NATO?

Sá sem skilur svona villimennsku-aftöku, er heldur betur að misskilja, vegna lygafrétta vestrænna fjölmiðla, og fjölmiðlafólk virðist sætta sig ágætlega við mannréttindabrotin, á meðan þau sleppa sjálf? Hvað fyndist fjölmiðlafólki ef dæmið snerist við, að þau væru í sporum saklausra almennra borgara í Líbýu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.6.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband