Sérkennilegur dýrafræðingur!

Þetta eru ekki fyrstu sérkennilegu ummælin sem höfð eru eftir þessum dýrafræðingi en hann hafði áður fagnað mjög drápinu á þessari litlu og léttu unglingsbirnu - og lýst dýrinu sem stórhættulegu. Það er annað barna- og unglingadrápið af þeim þremur hvítabjörnum sem hafa verið drepin á undanförnum árum - öllum mjög máttvana.

Nú kemur í ljós að birnan var ekki smituð af tríkínum en samt finnst dýrafræðingnum ástæðu til að vara við þessu fyrirbæri og láta sem það sé stórhættulegt.
Tríkin(a) mun þó ekki vera óalgengara en svo að það finnst í alisvínum - og er það ein ástæða þess að ekki er talið ráðlegt að borða þau hrá!

Já, það er sérkennilegur dýrafræðingur sem rökstyður dráp á friðuðum og hættulitlum dýrum vegna smithættu þeirra, hættu sem svo er lítil sem engin.


mbl.is Þriggja ára birna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu nú ekki að þessu bulli maður. þetta er ekki gæludýr og að skjóta svona rándýr sem hingað kemur er rétt að að gera bæði fyrir dýrið sem og þá sem á vegi þess gætu orðið.

óli (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 15:50

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Karl Skírnisson er einn af okkar fremstu vísindamönnum. 

Og hann vill ekki fá tríkínur í íslensk svín. 

Viggó Jörgensson, 28.6.2011 kl. 16:21

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Já þeir eru undalegir Dúrafræðingarnir. Er ekki Össur Skarphéðinsson eithverskonar Dýrafræðingur?? Nóg er hann undarlegur til að flokkast sem Dýrafræðingur....

Vilhjálmur Stefánsson, 28.6.2011 kl. 16:40

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þessi dýr eru nú friðuð fyrir það fyrsta.

Svo hefur okkar ástsæli borgarstjóri, Jón Gnarr, lýst því yfir að hann vilji hafa bjarndýragarð hér í höfuðborginni.

Af hverju ekki veiða þessi ungu dýr og gera okkur túristamat úr þeim í stað þess að drepa þau, alfriðuð dýrin?

Er það vegna þess að við erum biluð, skot- og drápsóð þjóð rétt eins og Kaninn?

Karl er rugludallur, sem greinilega hefur lesið yfir sig.

Torfi Kristján Stefánsson, 28.6.2011 kl. 17:05

5 identicon

Ef á að skjóta alla bangsa, þótt þeir hafi ekkert gert af sér, af því þeir gætu átt eftir að gera óskunda, mætti með sömu rökum skjóta alla Íslendinga. Og hefði nú birnan verið veik af tríkínum, sem hún var ekki, hefði fólk varla getað smitazt, nema það hefði étið hana hráa.

http://en.wikipedia.org/wiki/Trichinella 

Sigurður (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband