Og áfram heldur það!

Aðeins fyrir nokkrum dögum féll sérstakur saksóknari frá ákæru á hendur Landsvaka og Landsbankanum fyrir að lána sjálfum sér stórar upphæðir - og svo kemur þetta.
Þetta er jú eina málið frá "sérstökum" sem hefur verið lögð fram ákæra í - og komið til dóms.

Þetta gefur sterkar vísbendingar um að engan verður hægt að lögsækja vegna bankahrunsins - og fer því að vera spurning hvort ekki sé hægt að spara ríkissjóði stórfé með því að leggja embættið niður.

Reyndar er það stórmerkilegt að í reglum bankans (eða fjármálafyrirtækja?) að sparisjóðsstjórinn geti lánað allt að einum og hálfum milljarði króna þvert á lánareglur fyrirtækisins (eins og fram kemur í dómnum).
Hann getur þannig "stolið" sjálfur einum og hálfum milljarði án þess að það sé sakhæft.

Ef þetta er virkilega rétt þá er ljós að lög um fjármálafyrirtæki voru (og eru?) meingölluð - og skandall að svo skuli hafa verið.

Svo virðist sem sök forstjóra fjármálaeftirlitsins, Jónasar Fr. Jónssonar, sé ávallt að aukast og raun furðulegt að hann hafi ekki verið dreginn fyrir dóm fyrir löngu vegna embættisglapa.


mbl.is Allir sýknaðir í Exeter málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík hneisa !

Slæm skilaboð til samfélagsins

Svindlaðu bara nógu mikið !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 12:47

2 identicon

Og svo þurfum við að borga málsvarnarlaun fyrir þessi gerpi líka.

HFF.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 13:13

3 identicon

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/29/daemdur_fyrir_thjofnad/

 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/29/thriggja_manada_fangelsi/

 http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/06/29/allir_syknadir_i_exeter_malinu/

Heiðar (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 13:15

4 Smámynd: Hermann

Jæja, þá eru vinstri grænir búnir að vera þ.a.s ef þetta heldur áfram svona.Eina ástæðan að ég kaus VG er vegna þess að ég vonaði að þeim yrði refsað fyrir að stela frá almenningi pening.

Hermann, 29.6.2011 kl. 14:21

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þú getur nú ekki kennt VG um þetta Hermann! Stjórnmálaflokkarnir geta ekki skipt sér af dómsmálum eins og þú auðvitað veist.

Þeir búa einungis til rammann utan um dómskerfið - og sá rammi var smíðaður á árunum fyrir Hrun.

Þessi dómur er hins vegar svo fáránlegur að honum hlýtur að verða áfrýjað.

Sérstaklega athyglisvert er fullyrðingin í honum um að sakborningar hafi ekki þekkt fyrirtækið sem þeir lánuð (og ekki vitað um neikvæða eiginfjárstöðu þess)!!! Þetta var jú þeim nátengt félag!

Nei, ég haf aldrei heyrt eins makalausan rökstuðning fyrir nokkrum dómi.

Torfi Kristján Stefánsson, 29.6.2011 kl. 14:54

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Einn dómarinn skilaði sératkvæði.

Það gæti þýtt að Hæstiréttur sakfeldi. 

Viggó Jörgensson, 29.6.2011 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband