29.6.2011 | 14:35
Með ólíkindum!
Þessari niðurstöðu hlýtur að vera áfrýjað til Hæstaréttar.
Svo virðist sem meirihluti dómara hafi tekið fullyrðingu sparisjóðsstjórans gilda, um að hafi haft leyfi til að lána allt að einum og hálfum milljarði án þess að spyrja stjórnina og þvert gegn lánareglum sparisjóðsins, og meira að segja gegn fyrri fullyrðingum síns sjálfs!
Maður spyr sig í framhaldinu hver séu tengsl dómaranna tveggja við sakborninganna, eins augljós og sekt þeirra er öllum nema dómurunum.
Það er og greinilegt af þessu að ekki aðeins fjármálageirinn heldur einnig dómskerfið er gjörspillt.
Já, samfélagið allt er gegnsjúkt eftir fjármálabóluna miklu og nýfrjálshyggju síðustu áratuga.
Brutu lánareglur en voru sýknaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er magnað. Hvergi í heiminum er eins gott að vera glæpamaður. Ég meina þetta er örugglega einn af fáum stöðum í heiminum sem það er "löglegt" að brjóta reglur eins og þessi dómur kemst að. Þetta er alveg magnað. Hver eru skilaboðin með þessu, eigum við venjulegir borgarar bara að gerast glæpamenn? hvernig yrði upplitið á mönnum þá? Þetta er hætt að vera fyndið þessi mál öll útaf hruninu. Hættið þessu strax sérstakur eða gerið þetta almennilega.
Þórarinn (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 16:39
Já, ef lögin eru virkilega svona þá er í fullkomnu lagi að ræna bankana innanfrá.
Torfi Kristján Stefánsson, 29.6.2011 kl. 17:19
Já, og takið eftir: dómsorðið segir: þeirbrutu reglur um innherjaviðskipti og að auki voru óhæfir til að afgreiða þessi lán líka, en SAMT eru þeir sýknaðir.... maammamamamm bara spyr sig.
Dexter Morgan, 30.6.2011 kl. 00:13
Góðan dag! Ég tek heilshugar undir það að þetta sé með ólíkindum, þetta er ekki sama meðferð og hinn almenni borgari þarf að sæta fyrir dómi brjóti hann lög.
Sandy, 30.6.2011 kl. 05:25
Flestir Íslendingar ifta öxlum yfir svona löguðu. Hvar er kjaftglaði norsk-franski dómarinn okkar - iftir hún bara öxlum líka??
Jonsi (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 09:03
Spilltu dómararnir eru að setja tóninn svo þeir hafi fordæmi til þess að sýkna alla hina glæpamennina í þeim málum sem eftir á að dæma í
Guðmundur Pétursson, 30.6.2011 kl. 13:09
í orðsendingu dómsins er sagt,
"... að ósannað sé að ákærðu hefði á einhvern hátt mátt eða getað verið ljóst í byrjun október 2008 ..."
Í byrjun október 2008!, auðvitað var þeim allt ljóst,
Annað hvort eru þessir héraðsdómarar (fyrir utan einn) heilaskaddaðir, eða þeir eru skítugir á einhvern hátt.
Hvað segja hegningalögin um fangelsisdómum skítugra og spilltra dómara? Spilling í réttarhöldum ætti að sæta allra þyngstu refsingu.
Þessir dómarar meiga hugsa sig vel um áframhaldið, því ekki er líklegt hvort sem íslendingurinn er grænn, blár eða rauður, karl eða kona, að hann muni horfa upp á þetta aðgerðarlaus - ekki í þessu nýja þjóðfélagi.
Jonsi.
Jonsi (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 10:42
Spurningunni um óhátt og óspillt dómskerfi Íslands endanlega svarað.
Núna vita ESA, Bretar og Hollendingar að hér verður dæmt í hlutfalli við hagsmuni dómara, einkaskoðanna, og vinatengsla.
Jæja Prófessor Sigurður Líndal, hvað finnst þér núna um réttarkerfið?
Einsi (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.