Ekki Aron Einar???

Skrítið að hinn geysivinsæli og ósérhlífni varnartengiliður, Aron Einar Gunnarsson, skuli ekki hafa verið valinn í úrvalsliðshópinn.
Reyndar var hann aldrei valinn besti leikmaður íslenska liðsins í nokkrum leik, enda í banni í einum og rekinn útaf í öðrum, en í sigurleiknum gegn Dönum, sem hann lék allan, var hann ekki valinn maður leiksins heldur Kolbeinn!

Grætur nú fanklúbbur Arons, ekki síst þeir hjá fotbolta.net sem sögðu þetta um frammistöðu Aron Einars eftir leikinn gegn Hvít-Rússum - þar sem Aron var rekinn útaf og átti sök á vítinu sem þeir skoruðu úr:
"Lang besti leikmaður íslenska landsliðsins í leiknum og hans verður sárt saknað gegn Sviss."

Eins og menn muna þá var seinni hálfleikurinn gegn Sviss ágætur, en þá kom Birkir Bjarnason inná ásamt með Birni Bergmann.
Ég hefði viljað sjá Birki í úrvalsliðinu en hann átti virkilega góðan leik í sigrinum gegn Dönum, eins og allir geta verið sammála um.


mbl.is Kolbeinn valinn í úrvalslið EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aron spilaði jú bara kring um hálft mót en, þegar hann var inná þá hljóp hann sig gersamlega máttlausan. Talandi um danaleikinn þá fannst mér jú heilt yfir íslenska liðið fýnt enda unnum við leikinn en Haraldur, Aron, Kolbeinn og Birkir voru þeir sem stóðu uppúr. Haraldur átti tvö dauðafæri sem hann bjargaði og var heilt yfir góður í leiknum. Kolbeinn var sívinnandi og hlaupandi í svæði og stökkvandi upp í skallabolta en eins og ég kom inná í umræðu eftir leikinn þá unnum við engann skallabolta í leiknum og ég var yfir mig pirraður út allan leikinn með það (unnum fyrsta boltann eftir 42 mín í fyrri hálfleik og ég sprakk úr hlátri þegar einn íslendinganna stökk upp aleinn en náði samt ekki að skalla boltann). En já Kolbeinn var fínn og var heilt yfir góður í mótinu og á skilið að vera valinn í þennan hóp. Birkir var frábær þegar hann kom inná og gerði vel. Aron var hinnsvegar frábær þegar hann var innná og í Danaleiknum sérstaklega þar sem vörnin í þeim leik var hörmung og hann þurfti allan leikinn að vera að sópa upp eftir mistök eða þá að Haraldur þufti að taka á því. Hann á samt ekki heima í þessum úrvalshóp þar sem hann spilaði ekki alla leikina og fékk rautt spjald en þegar hans naut við var hann sá besti í liðinu ásamt Haraldi og Kolbeini. Vildi bara svona nefna þetta.

Þórarinn (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 16:55

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hvað með Eggert Gunnþór? Ég sá ekki betur en að hann hafi átti stórleiki allt mótið: barðist eins og ljón í vörninni, spilaði boltanum burt út vörninni til samherja og tók virkan þátt í uppbyggingu sóknarinnar (auk dauðafærisins sem hann klúðraði, skallinn í Zenka sem markmaðurinn varði svo með tilþrifum).

Mér finnst hann miklu vinnusamari og betri varnarmaður en Aron Einar!

Ég hef reynt eins og ég get að fylgjast með Aroni í leikjunum - en mjög sjaldan séð hann gera eitthvað af viti.

Hann virðist mest hlaupa tilgangslaust út um víðan völl, eða þá reyna að eyðileggja fyrir andstæðingunum (aðallega með brotum með fríspörkum á hættulegum stöðum sem afleiðingu). Ekkert uppbyggilegt - og tæknin engin. Sjaldan sending til samherja.

Mér finnst hann alls ekki eiga heima í A-landsliðinu - og tæpast í 21 árs liðinu heldur.

Torfi Kristján Stefánsson, 29.6.2011 kl. 17:17

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér er bráðfyndin könnun hjá fotbolti.net og spekingunum þar um hver hafi verið bestur á EM. Er nema von að við Íslendingar séum orðnir lægri en Færeyingar á stigalista FIFA, þegar knattspyrnuáhugamenn hérlendir hafa ekki meira vit á fótbolta en þetta?.

Við eigum greinilega ekki betri þjálfara skilið en Ólaf Jóhannesson, hvað þá betri stjórn hjá KSÍ:

Hver var besti leikmaður Íslands á EM U21:

39,19% Aron Einar Gunnarsson - 781 atkvæði

31,46% Haraldur Björnsson - 627 atkvæði

13,6% Birkir Bjarnason - 271 atkvæði

7,33% Kolbeinn Sigþórsson - 146 atkvæði

3,51% Eggert Gunnþór Jónsson - 70 atkvæði

3,26% Annar - 65 atkvæði

1,66% Jóhann Berg Guðmundsson - 33 atkvæði

Torfi Kristján Stefánsson, 29.6.2011 kl. 18:41

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég hefði ekki valið Kolbein í úrvalsliðið..þó barist hafi hann stundum,en að misnota öll þessi dauðafæri á að telja líka til mínusa..jú hann skoraði eitt mark,en af hvað mörgum færum???

Varnarmaður sem gerir slæm mistök og kostar kanski mark er umsvifalaust tekinn af lífi hjá fjölmiðlum en ekki sóknarmaður sem skorar ekki úr dauða-færum sínum...

Mér finnst mjög skrítin einkunnargjöfin hjá fréttablaðinu(Vísi) að gefa Hirti Loga 7 frekar en átta á móti Dönum,en þeir gefa reyndar alltaf þeim sem skorar alltaf háa einkunn..

Hjörtur var arfaslakur í vörninni á móti Dönum,enda fóru þeir alltaf upp þeim megin..en hann átti eitt flott skot og svo fallega markið sitt sem dugar í þessa sjöu...

Sá aldrei eink.gjöfina frá Fotbolta.net

Alltaf gaman að sjá eink.gjafirnar:)

Gylfi Þór mestu vonbrigði mótsins,svo það er EKKERT skrítið að hann sé ekki í byrjunarliðinu í sínu félagsliði...,Hjörtur og Hólmar áttu oftast í vandræðum á mótinu..

Hefði skellt Skúla Jóni í liðið,Þórarinn Ingi hefði mátt fá séns...fullt af góðum leikmönnum sem fengu ekkert að spila,þó að hinir væru oft ansi daprir..Jú Arnór Smára fékk að fjúka,og svo Bjarni í Danaleiknum...

Amen...:)

Halldór Jóhannsson, 29.6.2011 kl. 19:38

5 identicon

Þú klikkar ekki.  Ég les oft bloggið þitt enda er þetta skemmtilegasta bloggið á blog.is.  Fyrst þegar ég las skrif þín um fótbolta hélt ég að þú værir að grínast í okkur hinum en svo þegar ég sá hvernig þú svaraðir þeim sem dirfðust að vera ekki með sömu skoðun og þú þá fór mann að gruna að þú værir ekki að grínast.  Ég held að þú sért neikvæðasti maður sem ég veit um og það gleður mig mikið að þú skulir standa í þessum skrifum því þér tekst oft að fá mig til að brosa

Ég væri ekki hissa að þú værir núna að bíða eftir því að Ger Þorsteinsson hringi í þig til að bjóða þér að taka við landsliðinu enda eins og þú skrifaðir hér áðan að þú værir eini Íslendingurinn sem eitthvað veit um fótbolta.  Ef þú tækir við því þá væri ljóst að Eggert Gunnþór sem er sennilega skildur þér, gerður að fyrirliða.  Þér tekst alltaf að blanda honum inn í öll haturskrif þín um Aron Einar. 

En þú gleymir alltaf að nefna það að þegar Aron fékk rauða spjaldið í Danmörku þá kom það einmitt uppúr því þegar Eggert tók ekki manninn sinn eins og maður og leyfði honum að labba upp allann kantinn og inn í teiginn óáreittur þar sem Aron gerði tilraun til að sópa upp skítinn eftir hann sem kostaði Aron rautt spjald.  

Ég held reyndar að Aron og Eggert hefðu átt að vera saman á miðjunni í mótinu og einhver alvöru bakvörður í þeirri stöðu. 

En Torfi haltu áfram að skemmta okkur hinum við erum ánægð með þig.

Lárus (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 21:43

6 identicon

Kjaftæði!

Hvít-Rússinn, sem reyndar átti stórleik allt móti (Dragun eða eitthvað svoleiðis), lék að vísu framhjá Eggerti en einnig Hólmari (ef ég man rétt). Aron var þarna á svæðinu, en slík rola sem hann er, þá færði hann sig fjær manninum í stað þess að fara í tæklinguna eða varadekkinguna (að vera nálægt manninum sko, eins og það heitir á þjálfaramáli). Hvít-Rússinn lék alla leiðinn inn í markteig, plataði Hólmar (aftur?) og enn var Aron alltof langt frá til að geta aðstoðað - og loks þegar hann komst nálægt manninum þá var það of nálægt.

Svo er ég ekki Eskfirðingur eins og Eggert, og veit ekki til neins skyldleika við hann.

Mér finnst hann einfaldlega frábær fótboltamðaður og mikill karakter, þúsund sinnum merkilegri og betri (sama í hvaða stöðu hann spilar) en þessi heimski Akureyringur (Aron Einar) sem svo mjög er oflofaður þessi misserin.

torfi stefánsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband