Merkilegt mark

Björn Bergmann er að verða stór stjarna í Noregi og hefur það sem af er leiktíðinni verið einn af bestu leikmönnum Lilleström, sem hefur gengið ágætlega í úrvalsdeildinni norsku það sem af er.

Í fyrri hálfleik átti hann skot í stöng af um 30 metra færi og á lokamínútum leiksins skoraði hann sigurmarkið beint úr frísparki eftir að markmaður Start gleymdi sér við að mótmæla frísparksdóminum.

Íslenska 21 árs liðið, sem byrjar þátttöku í næstu undankeppni EM nú í haust, er ekki vandræðum með framherja en þeir verða nær borðleggjandi Kolbeinn Sigþórsson og Björn Bergmann Sigurðarson.

Við getum svo sannarlega gert okkur vonir um að komast aftur í úrslitakeppnina - og nú vonandi með betri árangi en í Danmörku.


mbl.is Björn Bergmann hetjan - Stefán sá rautt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Björn Bergmann fær mikið lof í norskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í gær, ekki síst fyrir markið í lokin.

Sjá http://fotball.aftenposten.no/eliteserien/article204312.ece

Lillestöm er því bjartsýnt upp á framtíðina þó svo að liðið hafi verið að selja helsta markaskorara sinn - og markahæsta mann deildarinnar, Ujah, til þýska úrvalsdeildarliðsins Mainz.

Torfi Kristján Stefánsson, 30.6.2011 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband