"gríðarlega fagleg vegagerð"?

Í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld fann samgönguráðherra þörf hjá sér til að mæra vegagerðina og tala um hversu gríðarlega fagleg hún væri.

Það skaut nokkuð skökku við í frétt frá samkeppnisaðilanum Stöð 2, þar sem kom fram í viðtali við heimamenn að "gamla" brúin, sem varð aðeins 20 ára gömul, hafi verið furðanlega lág - og undur að hún hafi staðið svona lengi! Meira að segja sumir stöplarnir fóru í flóðinu!

Það er því spurning hver ber ábyrgð á hönnun brúarinnar, tjón sem verður að meta á nokkur hundruð milljóna þar sem ný brú mun kosta slíkt.
Ég leyfi mér að efast um að sá sem ber ábyrgð á þessu klúðri þurfi að gjalda fyrir tjónið. Líklega verður hann fenginn til að hanna hina nýju brú!

Því er spurning hvernig staðið verður að byggingu nýrrar brúar. Verður hún smíðuð af slíkum vanefnum sem hin fyrri?
Þetta flóð var jú ekki vegna Kötlugoss, heldur vegna smágoss eða jafnvel gufusprengingar í Mýrdalsjökli.
Verður nýja brúin einnig það viðalítil að Kötlugos sópar henni með léttum leik í burtu?

Já, Ögmundur ráðherra er greinilega enn einn tækifærissinnaðra pólitíkusa sem segir aðeins það sem hann heldur að falli í kramið hjá "réttum" aðilum (vegagerðinni í þessu tilfelli) í það og það skiptið.
Amk er gagnrýnin hugsun langt undan hjá þessum stjórnmálamanni þó svo að hann tilheyri flokki sem einmitt leggur áherslu á gagnrýna hugsum.


mbl.is Þrjár leiðir til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Einhvertímann heyrði ég að ákveðið hefði verið að byggja brúna eins einfalda og ódýra og hægt væri vegna þess að Kötlugos væri eitthvað sem væri ekki spurning um hvort heldur hvenær og í Kötlugosi væri ekkert sem gæti komið í veg fyrir að þessi brú færi hversu rammbyggð sem hún væri. Það sem menn gerðu kannski ekki ráð fyrir var að sú gamla færi að stríða mönnum með einhverjum smáspýum.

Þanng að kannski er ekki allt sem sýnist.

Annars er þetta Múlakvíslarbrú númer tvö sem Katla gamla stelur, sú fyrsta fór 1955.

Einar Steinsson, 9.7.2011 kl. 21:55

2 Smámynd: Landfari

Ég held að Einar fari hér með rétt mál. Brúin var byggð eins ódýr og hægt var til að lágmarka tjónið sem yrði þegar hún færi því í alvöru Kötlugosi, sem menn hafa óttast síðustu 50 árin, færi brúin sama hve sór og ramger hún væri.

Það borgar sig alltaf að kynna sér málin áður en sleggjudómar eru felldir.

Landfari, 10.7.2011 kl. 02:30

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sleggjudómar? Hér eru ummæli heimamanns um brúna sem ég tek meira mark á en þér "Landfari":

"Það hafa nú allir vitað frá upphafi að hún hafi varla þolað meira en venjulegt sumarvatn. Hún var svo óskaplega lág að menn skildu aldrei neitt í því af hverju hún var byggð svona. Hún hefði ekki þolað miklu minna hlaup en varð. Ef hún hefði verið í líkingu við brýrnar á Skeiðarársandi hefði hún staðið þetta ágætlega af sér."

Torfi Kristján Stefánsson, 10.7.2011 kl. 08:07

4 Smámynd: Landfari

Ég kalla það sleggjdóma þær ályktanir sem þú dregur af þeirri staðreynd að brúin fór.  Heyrist helst að þú viljjir rukka hönnuð brúarinnar um nýja brú.

Eftir því sem mér skilst af þeim sem til þekkja var brúin eins og fram er komið hönnuð til að þola venjulegt sumarvatn. Það er ástæða fyrir því. Brýrnar á Skeiðarársandi eru byggðar til að þola þau hlaup sem alla jafna má vænta þar.  Brúin á Múlkvísl var byggð til að þola venjulegar sveiflur í fljótinu. Hún var ekki byggð til að þola Kötluhlaup enda það varala gerlegt sama hvað hún myndi kosta. Það hefur greinilega ekki verið gert ráð fyrir hlaupum í ánni umfram venjulegt sumarvatn. Það hefur líka sýnt sig að hafa verið nóg því það er meira en hálf öld síðan brúin fór síðast.

Það er bara reikningsdæmi hvað á að byggja dýra brú á svona stað.  Brú eins og á Skeiðarársandi hefði væntanlega kostað talsvert mikið meira en sú sem var byggð en samt ekki staðið af sér Kötluhlaup. Þegar þessi brú ver byggð reiknuðu menn með Kötluhlaupi innan tiltölulega skamms tíma. Því var, eins og áður er komið fram, byggð eins ódýr brú og komist yrði af með því hún færi, sama hvað hún væri vönduð og stór, í næsta Kötluhlaupi.

Þú ert því að hengja bakara fyrir smið að kenna brúarsmiðnum eða brúarhönnuðinum um það hvernig brúin var. Hún var hönnuð og byggð miðað við ákveðnar forsendur sem menn höfðu á sínum tíma. Hún átti ekki að þola svona hlaup eins og kom núna það var ekki reiknað með að svona hlaup kæmi í ánna. Það er ekki brúarmönnum að kenna. Það verður þú frekar að eiga við jarðvísindamenn. Þetta er eins og að gera sjóvarpsstjóra ábyrgan fyrir að veðurspáin í sjónvarpinu gekk ekki eftir.

Landfari, 10.7.2011 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 75
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 458121

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband