14.7.2011 | 15:52
Grófur ritdómur
Ritdómur Páls Baldvins Baldvinssonar um Sögu Akraness, sem hann kallaði Gunnlaugssögu Akraness, var gróf aðför að öllum þeim sem standa að útgáfu þessa verks, enda sakar hann þá um þjófnað.
Stóryrði Páls Baldvins má rekja til þess að systir hans Inga Lára er forstöðumaður ljósmyndasafns Þjóðminjasafnsins sem hefur á undanliðnum áratugum selt ljósmyndir, sem safnið telur sig eiga einkarétt á til birtingar, á okurverði.
Fjölmargir útgefendur eru löngu hættir að reyna að semja við Ingu Láru og ljósmyndasafnið um sanngjarnt verð og teknir að skanna myndir upp úr rituðum heimildum án þess að spyrja Þjóðminjasafnið leyfis.
Þetta hefur gengið það lengi að vel er hægt að bera þjófnað upp á alla útgefendur landsins, ekki aðeins útgefendur á Sögu Akraness.
En þeir síðastnefndu liggja vel við höggi vegna klúðurs við útgáfuna, einkum vegna óheyrilega mikils kostnaðar.
Það er þó ótrúlega lúalegt af Páli Baldvini að ausa allt verki auri, þó svo að kostnaðurinn hafi farið úr böndunum.
Það sýnir einfaldlega lélegan karakter ritrýnisins, auk þess sem hann hefur margoft sýnt sig hafa litlar forsendur til að ritdæma bækur af einhverju viti.
Bæjarstjóri Akraness ósáttur við ritdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fleiri en Páll Baldvin hafa látið þung orð falla um þessa dýrustu ritsmíð sögunnar.
Afsakar "hátt" verð þjófnað?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.7.2011 kl. 16:44
Það er er náttúrulega algert okur fyrir menn sem hafa aðeins úr um 100 milljónum að moða að þurfa að kaupa sér myndir á því verði sem finna má í verðskrá ljósmyndasafnsins http://ljosmyndasafnislands.is/myndasala/verdskra
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 17:50
Ritdómur Páls er vissulega grófur og stóryrður. En enginn hefur þó enn bent á neitt sem ekki er rétt hjá Páli, einungis er ráðist á hann sem persónu og reynt að blanda ættattengslum hans í málið. Ekki hefur heldur verið hrakin þau skrif og dómar sem aðrir hafa sett fram um þessa skruddu.
Þessi útgáfa er sveitastjórnum Akraness til háborinnar skammar, fyrst og fremst fyrri sveitarstjórnum en núverandi stjórn á sinn þátt í þessu rugli.
Að verkið skyldi fara langt útyfir öll velsæmismörk í kostnaði er einungis einn hluti af þeirri skömm, framkvæmdin og efnisvinnsla er önnur skömm og síðasta skömmin er svo útgáfan, en þar er lítið og illa unnið efni teigt og togað til að búa til stórt brot. Innihald þessarar útgáfu hefði verið hægt að koma fyrir í mun minna broti, en sá kostnaður sem kominn var í þetta rugl var svo mikill að nauðsynlegt þótti að búa til stórt ritsafn, þó efnistökin gæfu ekki tilefni til.
Varðandi meintan ritstuld, sem fleiri en einn aðili hafa borið fram, munu dómstólar væntanlega dæma. Varla ætla höfundar þessarar útgáfu að sitja undir slíkum ásökunum. Ef þeir gera það eru þeir að samþykkja eigin ritstuld. Það er ljóst að þeir sem ásakað hafa um ritstuld hafa eitthvað fyrir sér í því. Það kemur enginn fram með slíkar ásakanir nema telja sig geta staðið á þeim. Því hlýtur það mál að verða gert upp fyrir dómi.
Gunnar Heiðarsson, 14.7.2011 kl. 19:41
Ég fær ekki betur séð en að gagnrýni Páls Baldvins gangi fyrir það fyrsta út á að höfundur bókarinnar leitar ekki til systur Páls vegna myndanna í bókinni og í öðru lagi vegna þess að höfundur heldur fram hlut Kelta í landnámi Akraness, nokkuð sem Páll er innilega á móti.
Þessi skoðanamunur, og meðferð gamalla ljósmynda, orsakar mikinn fúkyrðafaul hjá ritdómaranum, allt í skjóli þess hversu kostnaðurinn við verkið er illa ræmdur.
Annars getur svo sem einnig verið að Páll Baldvin sé svona fúll vegna þess að Uppheimar gefa út bókina en ekki vinur hans í JP forlagi, en allar bækur þaðan fær hæstu einkunn hjá Páli.
Torfi Kristján Stefánsson, 14.7.2011 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.