Hægri öflunum vex ásmegin

Þeir gera það ekki endasleppt Danirnir. Maður fer nú að skilja Danahatur okkar Íslendinga meðan við vorum undir nýlendustjórn þessara fanta.

Danski þjóðarflokkurinn, sem er hægri öfgaflokkur og sækir fylgi sitt til þeirra sem eru á móti innflytjendum frá islömsku löndunum, er eini stóri stjórnmálaflokkurinn á Norðurlöndum sem sér ekki ástæðu til að draga úr haturáróðri sínum gegn muslimum, eftir morðin í Osló og Úteyju.

Og danski hægriflokkurinn á sæti í hægri stjórninni í Danmörku sem meðal annars hefur það sér til ágætis að styðja hernaðaraðgerðir NATO í Libýu og bera höfuðþungann á aðgerðunum þar.

Í frétt frá RUV frá því í gær segir að 87 óbeyttir borgarar hafi verið drepnir í loftárásum NATO á Libýu. Það eru mun fleiri en hægri öfgamaðurinn Breivik tókst að drepa í Noregi fyrir skömmu, og hlaut fyrirlitningu alls heimsins fyrir.

Danir, sem eru í forystu fyrir NATO með framkvæmdastjórann Fogh í forsvari, hljóta hins vegar engin ámæli fyrir framferði sitt í Libýu - og eru meira að segja svo ósvífnir að segja árásirnar í gær hafa verið vel heppnaðar.
http://www.ruv.is/frett/segja-nato-hafa-fellt-konur-og-born

Já, það er spurning hvort er meiri viðbjóður, Daninn Anders Fogh Rasmussen sem á auk árásannan á Libýu, innrás í Írak og Afganistan á samviskunni, og norski fjöldamorðinginn Anders Brevang Breivik.

Noregur og Danmörk eiga það sammerkt að hægri öfgaflokkar hafa mikinn styrk en slíkum öfgum fylgir mikil ást á ofbeldi eins og mannkynssagan er til vitnis um.

Það merkilega við þessa árás í gær, og drápunum á 87 varnarlausum borgurum í Libýu, er hvergi getið í fjölmiðlum á Norðurlöndum nema á RUV.
Hér er greinilega um þöggun að ræða, enda leiðinlegt fyrir Fogh og co að vera líkt við fjöldamorðingjann Breivik.


mbl.is Vilja gefa ungum börnum einkunnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Dönum.

Nú er komið í ljós að leynileg hægriöfga-netsíða hefur komið sér fyrir hjá Danska þjóðarflokknum og fleiri stofnunum sem njóta opinbers stuðnings: http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article4195876.ece

Netverk þetta hefur að markmiði að losa Danmörk við innflytjendur og þá "landráðamenn" sem hafa gert innflutning fólks frá islömskum löndum mögulegan. Menn fara ekkert leynt með það að þeir vilji beita ofbeldi til þess, einnig gagnvart hugmyndafræðilegum andstæðingum sínum. Netsíðan hefur notið hjálpar lögreglumanns eins við að halda úti njósnum um þessa "landráðamenn" og er með fjölda þeirra á skrá hjá sér.

Fjöldi þeirra sem tóku þátt í stofnun netsíðunnar gegna eða gegndu ábyrgðarstörfum innan Danska Þjóðarflokksins.

Torfi Kristján Stefánsson, 10.8.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband