Af hverju engin frétt um mannfall í Libýu?

Borgaralegir miðlar eins og mbl.is eru undarlega tregir til að flytja fréttir af loftárásum NATÓ á Libýu.
Aðfaranótt mánudagsins gerðu flugvélar NATÓ árásir á bæ í nágrenni Triboli. Er talið að um 85 manns hafi látið lífið, þar af margar konur og mörg börn.

Danska blaðið Politiken veltir því fyrir sér hvort danskar vélar hafi tekið þátt í árásinnin en svo virðist þó ekki vera:
http://politiken.dk/udland/ECE1357462/libyen-beskylder-nato-for-at-draebe-boern-og-kvinder/

Greinilegt er að NATÓ er kominn langt frá þeim aðgerðum sem leyfðar voru samkvæmt samþykkt SÞ - og það án þess að nokkrar gagnrýnisraddir heyrast.

Í aðdraganda Íraksstríðsins voru hávær mótmæli á Vesturlöndum gegn fyrirhuguðum stríðsrekstri, m.a. í Danmörku þar sem um 100.000 manns tók þátt í mótmælagöngu gegn stríðinu.
Þá var fullyrt að Bush og Anders Fogh Rasmussen, þá forsætisráðherra Danmerkur, væru hinir raunverulegu óvinir en ekki islam.

Nú er Bush sem betur fer farinn frá (þó svo að arftaki hans hafi ekki reynst mikið betri) en Fogh er enn við stjórnvölinn, í þetta sinn yfir NATÓ.

Þannig er Bush-isminn enn við lýði innan NATÓ með hörmulegum afleiðingum fyrir þá sem verða fyrir barðinu á þeim árásarsamtökum.


mbl.is Á sjötta tug fórst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband