16.8.2011 | 11:28
Nú, er hér ekki allt í kalda koli?
Ég sem hélt að ástandið í fjármálum landsins væri svo slæmt vegna vanrækslustjórnar Steingríms J. á fjármálum ríkisins, að enginn vildi lána þessu gjaldþrota landi.
Reyndar er þessi frétt ekkert einsdæmi um sýn útlendinga á hvernig tekist hefur til við endurreisn landsins eftir Hrun. Stjórnvöldum er yfirleitt hrósað í hástert fyrir góðan árangur í fjármálum landsins.
Pólitískir gullgrafarar hér á landi og aðrir hottintottar láta slíkt þó sem vind um eyru þjóta - og ráðast af hörku á Steingrím fyrir að gera ekki neitt - og tala meira að segja um hann sem mesta glæpamann landsins.
Er ekki kominn tími til að róa umræðuna aðeins - og reyna að fjalla um málefni líðandi stundar á yfirvegaðan og málefnalegan hátt?
![]() |
Hafa mikinn áhuga á að lána til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 297
- Frá upphafi: 461719
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 245
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lastu ekki fréttina?
"Haft er eftir Gunnari Þór Þórarinssyni, lögfræðingi hjá Logos, að íslenska efnahagslífið þurfi nauðsynlega á erlendri fjárfestingu að halda en að stjórnmálalandslagið á Íslandi hafi ekki boðið upp á það enn. Það ætti þó vonandi eftir að breytast."
Áhugi þýðir ekki að hér sé allt á fullu við fjárfestingar og lánveitingar!
Offi (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 11:42
Nú, last þú sjálfur ekki fréttina?: "Guðmundur bendir á að fyrst eftir bankahrunið haustið 2008 hafi alþjóðlegir lánveitendur ekki viljað koma nálægt Íslandi. Það hafi hins vegar breyst á undanförnum sex til tólf mánuðum."
Af hverju heldurðu að það hafi breyst? Vegna þess að Lanbdsvirkjun og fleiri virkjunarfyrirtæki standi svo vel fjárhagslega?
Nei, enda er Orkuveitan á hausnum og Landsvirkjum átt í miklum vandræðum með lánsfé.
Ástæðan er ofur einfaldlega styrk stjórn á fjármálum ríkisins og stöðugleiki sem hefur aukið tiltrú útlendinga á landinu.
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2011 kl. 11:50
auðvitað sjá þessir menn að þeir geta ekki tapað á því að lána hingað .. þeir vita að steingrímur mun alltaf setja þá í forgang á undan almúganum ..
það þarf nú bara að líta út um gluggan til að sjá það ..
Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 15:15
Er Steingrímur nú orðinn aðal kapitalistinn á Íslandi?
Ég hélt að hann, og VG, væri einmitt sá aðili sem stæði í vegi fyrir fjárfestingum útlendinga í álverum og virkjunum hér á landi, m.a. með hárri skattlagningu og heimskulegum kröfum um að útlendingarnir greiddu fyrir orkuna sem þeir notuðu.
Sem betur fer höfum við nú kratana til mótvægis en það nýjasta hjá þeim er, að gefið verði eftir í kröfum um mengunarkvóta hvað olíuleit á Drekasvæðinu varðar.
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2011 kl. 16:50
Það er svo sannarlega ekki Steingrími Joð að þakka að áhugi er vaknaður að nýju á að lána Íslandi peninga. Það er ekki síst því að þakka að það tókst að koma í veg fyrir að Steingrímur tæki á sig fyrir hönd þjóðarinnar að greiða Icesave í heilu lagi eins og upphaflega stóð til af hans hálfu. Slíkt hefði sett okkur í áratuga langa skuldaklafa sem seint eða aldrei hefði í raun verið hægt að komast upp úr. Sami Steingrímur vælir núna út af gati í fjárlögum sem er minna en bara þeir vextir sem greiða átti af framangreindu máli á þessu ári skv. síðasta samningi sem gerður var sem var þó aðeins um tíundi hluti af samningi nr. 1.
Fyrst eftir hrun leit dæmið mjög illa út og útlit fyrir að á þjóðarbúið gætu fallið þúsundir milljarða, en sem betur fer var dæmið ekki svo svart.
Jón Óskarsson, 16.8.2011 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.