16.8.2011 | 16:46
Enn vitnar Mogginn í öfgahægrimann
Merkilegt hvað Mogginn er duglegur þessa dagana að vitna í hægri öfgamenn og nýfrjálshyggjukalla sem álitsgjafa í efnahagsmálum.
Þessi maður, sem f´rettin er um, hefur átt stóran þátt í því að opna Slóvakíu fyrir erlendri fjárfestinu með því að skapa þeim mjög hagstætt skattaumhverfi og lítinn launakostnað, auk þess sem nær öll opinber fyrirtæki hafa verið einkavædd.
Atvinnuleysi er næstmest í slóvakíu af öllum ríkum ESB eða 9,9%, þrátt fyrir mikla styrki frá Alþjóðabankanum og öflugan bílaiðnað þar sem fyrirtæki eins og Volkswagen hafa stofnað verksmiðjur (ekki aðeins vegna lágra skatta eða launa, heldur einnig vegna hás menntunarstigs almennings frá stjórnartímum kommúnista í landinu).
Þetta lága skattaumhverfi og lágu laun, auk einkavæðingarinnar, er líklega það sem nýfrjálshyggjumennir á Mogganum eru að sverma fyrir þessa daganna.
Þetta er eins og Sovétríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Richard Sulik hagfræðingur og Forseti Slóveska þingsins og leiðtogi Frjálslynda flokksins sem að myndar réttkjörna Ríkisstjórn Slóvakíu er alls enginn "hægri öfgamaður" eins og þú í fordómum þínum leyfir þér hér að segja.
Hann hefur lifað helming ævi sinnar undir járnhæl Sövéttsins og veit nokk hvað hann er að segja alveg eins og Havel fyrrverandi forseti og Klaus núverandi forseti grannríkisins Tékklands, sem einnig hefur líkt yfirgangi og hroka ESB Commísara ESB við sjálfa Sovétt kúgunina.
Afhverju skildum við ekki hlusta gaumgæfilega á framámenn þessara þjóða, sem svo sannarlega hafa lifað tímana tvenna !
Er ESB Embættisvaldið í þínum augum hafið yfir alla gagnrýni og þeir sem voga sér að gagnrýna það kallaðir "öfgamenn" annaðhvort til hægri eða vinstri.
Það hefur verið stefna ESB trúboðsins á Íslandi að vísa allri gagnrýni á bug og kalla alla gagnrýni vera öfgasinnaðan áróður !
Þú skalt því bara eiga þína sjálfsupphöfnu fordóma og sleggjudóma fyrir þig en bendi þér bara á að reyna að lesa þér betur til um söguna !
ESB embættismanna apparatið er að taka sér alræðisvöld á kostnað lýðræðis og frelsis alþýðu fólks þessara landa !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 17:25
Það er stór munur á frjálslyndum og hægri-öfgamönnum. Við skulum ekki setja þessa hópa undir sama hatt.
Það eru "áhugaverðir" tímar í Evrópu þessa stundina.
Gunnlaugur, ég er sammála þér í fyrri hlutanum. En eins og alltaf, ekki alveg í seinni hluta athugasemdar þinnar.
Við getum verið sammála um það að áróður ESB-sinna á Íslandi er alveg furðulegur á stundum og hefur á stundum ekkert með raunveruleikann í ESB að gera.
Þau ríki sem eru í ESB hafa ákveðna sameiginlega ábyrgð. Þess vegna er það spurning hvort að Ísland á að ganga í ESB ef meirihluti þjóðarinnar vill það ekki.
Ég er á þeirri skoðun að Ísland eigi ekki að ganga í ESB ef þjóðin er "plötuð" inni í bandalagið.
Þú veist þó að ég er harður ESB sinni, en ég bý í Þýskalandi.
Kveðjur til Spánar.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 17:37
Ég er á þeirri skoðun að ef fyrrverandi Sovíet þegnríkin upplifa ESB aðild sína sem afturhvarf til fyrri tíðar, þá hljóti þau að hafa eitthvað til síns máls.
Kolbrún Hilmars, 16.8.2011 kl. 18:04
Þessi gaur, Sulik, bjó lengi í Vestur-Þýskalandi en fjölskylda hans flúði þangað undan "járnhæl kommúnista". Hann bjó því aldrei í Tékkóslavíunni gömlu undir "Sovétvaldinu".
Hann er hreinræktaður nýfrjálshyggjupostuli og hefur svipaðar skoðanir og fasistaflokkarnir á Norðurlöndunum og í Hollandi. Því miður er "lýðræðið" og hugsunarhátturinn í þessum löndum þannig að alls konar kverúlantar komast á þing og í stjórn.
Við skulum rétt vona að ESB sjái einhvern tímann að sér og hætti að nota úrræði nýfrjálshyggjunnar til að leysa þau vandamál sem einmitt þessi hyggja hefur leitt yfir hinn vestræna heim.
Maður fær nefnilega ekki brennuvargana til að slökkva eldana sem þeir sjálfir kveiktu.
Það er svo enginn munur á nýfrjálshyggjunni og hægri öfgamönnum.
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2011 kl. 18:18
Þvílík vitleysa í þér Torfi.
Bara til að fá þetta á hreint, hver er munurinn á nýfrjálshyggju og frjálshyggju? Útskýrðu líka endilega fyrir okkur hver þessi úrræði sem nýfrjálshyggjan hefur veitt okkur til að leysa vandamál eru og afhverju þau ganga ekki. Þar sem svokölluð nýfrjálshyggja hefur skapað öll vandamálin í dag þá býst ég við því að þú teljir að upphaf kreppunnar megi rekja til annars en bankanna, því það voru einmitt ríkisafskipti sem leiddu bankana til þess að veita undirmálslán til íbúðarkaupa í Bandaríkjunum.
Enfremur langar mér þú segir mér hvernig þeim tókst að klína skuldum bankanna á almenning, því eftir því sem þú lítur lengra til hægri þá minnkar viljinn til aukinna ríkisafskipta því það er einmitt ríkið sem er að láta fólkið borga brúsann.
Eða er kannski svarið þitt þetta klassíska: "Davíð og félagar seldur vinum sínum bankana. Þar sem þeir eru hægrimenn og spilltir hlýtur hægristefnan að vera spillt"?
Mig langar líka að spyrja þig afhverju þú ræðst strax á Sulik í stað þess að ráðast á ummæli hans. Þú virðist vera mjög fastur í því að ráðast á fólk frekar en málefni enda hefur venjulega ekki mikið til málanna að leggja hvort eð er.
Rúnar (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 18:55
Ummæli Sulik dæma hann sjálfan. Þau eru ekki málefnaleg, hann líkir ríkisafskiptum við kommúnisma, sem er ekki svara vert.
Þú ert litlu skárri Rúnar, frjálshyggju- og/eða nýfrjálshyggjugaur sem þú ert. Að halda því fram að ríkisafskipti hafi leitt til kreppunnar er eins og halda því fram að eyðilegging vegna íkveikju séu slökkviliðinu að kenna en ekki brennuvörgunum.
Það hefur margoft sýnt sig að spákaupmennska sú er nýfrálshyggjan (og frjálshyggjan áður) hefur í för með sér, leggur öll samfélög sem fyrir henni verður í rúst.
Eina ráðið til að koma í veg fyrir kreppu, nú sem fyrr (svo sem upp úr 1930) eru afskipti ríkisins.
Því meiri takmarkanir á spákaupmennsku - og nýfrjálshyggju - því meiri von um að hægt sé að komast hjá verstu afleiðingum sjálfstökunnar og græðginnar sem nýfrjálshyggjan hefur í för með sér.
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2011 kl. 19:21
Hvernig hefur spákaupmennska lagt öll samfélög sem hafa fyrir henni orðið? Endilega útskýrðu betur.
Hvað varðar ríkisafskiptin þá var það á tíð Clintons þegar bankar voru skikkaðir til að lána gríðarlegum fjölda fólks lán fyrir húsum sem þau áttu ekki efni á og voru alls ekki að fara borga upp. Bankarnir bjuggu því til skuldabréfavafninga til að dreifa áhættunni en það leiddi á endanum til hrunsins
Hvað varðar frjálshyggju eða nýfrjálshyggju þá virðist þú ekki kunna skil á þeim, afhverju ekki bara sleppa "ný" þá yfir höfuð?
Er að gefa fólki frelsi til að kaupa og selja eignir sínar og virða eignaréttinn "öfga-hægrimennska/frjálshyggja/nýfrjálshyggja"? Af því eina leiðin til að stoppa spákaupmennsku er að banna fólki að kaupa og selja eignir því þú getur aldrei verið viss um hvað stendur á bakvið söluna/kaupin. Er draumurinn að banna viðskipti? Eigum við þá að banna fólki kannski að kaupa og selja sauðfé líka, því það er hægt að stunda spákaupmennsku þar eins og annarsstaðar. Ef þú telur eignarétt vera "öfga-hægritól" væri svosem hægt að segja að þetta sé allt "öfga-hægrifólki" að kenna.
Hvort vilt þú vera kallaður "öfga-vinstrimaður" eða "vinstri-rótæklingur"? Róttæklingur hljómar eitthvað svo göfugt.
Rúnar (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 20:29
Það er skárra að vera vinstri "öfgamaður en hægri, amk ertu þá ekki alveg jafn sjálfhverfur, spilltur og peningagráðugur - og ekki nærri eins morðóður eins og Breivik og vestrænn kapitalismi er gott dæmi um.
Þessi (ný)frjálshyggjuáróður þinn er gömul plata sem alltof oft hefur verið spiluð - og alltof oft hlustað á. Fyrst var hún spiluð í kreppunni á 4. áratugnum en sem betur fer var ekki hlustað á hana til lengdar heldur bjargaði New Deal-stefna Roosevelts því sem bjargað varð í þeirri kreppu.
Sama gerðist í USA þegar Lehmann-Brothers bankinn var látinn fara á hausinn.
Langflestir hagfræðingar í dag eru sammála um að það hafi verið stór mistök - og að hægt hefði verið að draga úr Hruninu með því að bjarga bankanum.
Þetta geri Bush og hægriöfga- og nýfrjálshyggjuliðið ekki, sem leiddi til alheimskreppunnar.
Eftir að Obama komst til valda var ákveðið að bjarga þeim bönkum sem voru í hættu - og tókst þannig að draga úr kreppuáhrifunum.
Ef hins vegar hefði verið farið eftir ykkar ráðleggingum, að ekki megi skipta sér að markaðinum frjálsa og yndislega, þá væri heimurinn í rjúkandi rúst - allt spákaupmennskunni að þakka, sem þú af lítillæti þínu vilt setja samasemmerki við það "að virða einkaréttinn".
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2011 kl. 20:57
Hvaða rugl er í mönnum hérna?
Richard Sulik er þekktur fyrir öfgaskoðanir og þá til hægri. Hann hefur alltaf verið á móti ESB og því er þessi fréttafluttningur nákvæmlega sami sori og mogginn er vanur að bjóða uppá og lærisveinar hans lesa og trúa sem guðspjalli.
Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.