Hvað með trúverðugleika Viðskiptaráðs?

Viðskiptaráð og Finnur Oddsson, fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, ferst ekki að tala um skort á trúverðugleika annarra.
Þáttur Viðskiptaráðs í Hruninu er það mikill, og lygaáróður þess í aðdraganda kreppunnar, að óhætt er að fullyrða að það hafi átt stóran þátt í því hversu seint íslensk stjórnvöld brugðust við vandanum.
Sama tóninn heyrir maður frá Samtökum atvinnulífsins og Vilhjálmi Egilssyni, hinum ekki "huggulega". Atvinnurekendur eru í sömu sporum og Viðskiptaráð, með allt niðrum sig og hafa ekki efni á að gagnrýna núverandi stjórnvöld.
Greinilegt er að horfur í efnahagsmálum í heiminum eru mjög slæmar - og litlar líkur á því á næstunni að lán fáist á hagstæðum kjörum til stórframkvæmda.
Trúverðugleiki þessara aðila er því enginn.

Því er kominn tími til að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hætti að horfa til stóriðju og erlendra fjárfesta til að örva hagvöxt og framkvæmdir hér á landi - auk þess sem stóriðja reyndist okkur ekkert sérstaklega vel í aðdraganda Hrunsins.

Það er kominn tími til að örfa innlendan iðnað, smáan sem stóran, og að fá innlenda fjárfesta til að veita fé í atvinnulífið. Af nógu er að taka svo sem lífeyrissjóðina og bankana sem vita ekki aura sinna tal.


mbl.is Vaxtahækkun óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Torfi Kristján !

Væru; Finnur Oddsson - Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson, sjálfum sér samkvæmir, blésu þeir nú þegar, til Allsherjarverkfalls - hvert; myndi lama þjóðfélagið, á augabragði.

Grikkir gerðu þetta; fyrr í Sumar - af hverju; gætu Íslendingar ekki, gert slíkt hið sama, nú ?

Svar : Sökum meðfædds aumingjadóms, þorra landsmanna.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 12:06

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það myndu nú fáir sem engir bregðast við slíkri áskorun. Sem betur fer.

Torfi Kristján Stefánsson, 17.8.2011 kl. 12:37

3 identicon

Sæll; á ný, Torfi Kristján !

Er þér alvara - eða; er þér ekki sjálfrátt ?

Liggur ekki; í augum uppi, við hvað ég eigi, hér að ofan ?

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband