NATÓ tekur virkan þátt

Nú hefur það fengist staðfest að flugher NATÓ tekur virkan þátt í árásum uppreisnarmanna í Libýu á höfuðborgina Triboli.

Tekið skal fram að NATÓ gerir þetta í algjöru umboðsleysi, því samþykkt Sameinuðu þjóðanna gekk aðeins út á það að leyfa flugher NATÓ að koma á lofthelgi yfir landinu til að vernda almenna borgara (les uppreisnarmenn) fyrir loftárásum  flughers Libýustjórnar.

Síðan þá hefur NATÓ stigmagnað aðgerðir sínar í Libýu, gert fjölda árása á hersveitir stjórnarinnar, á opinberar byggingar, einkum í höfuðborginni, og einnig á íbúðarhús háttsettra stjórnarliða.

Sjónarvottar segja nú að margar byggingar í borginn séu stórskemmdar eftir loftarasirnar - og mikið og kostnaðarsamt uppbyggingarstarf sé framundan.

Af hernaði þessum er ljóst að eðli NATÓ hefur gjörbreyst, frá því að vera "varnarbandalag" sem einungis snerist til varar ef á einhverja þjóð sambandsins yrði ráðist (en innrásin í Afganistan var réttmætt með því) til að verða einkonar alheimslögregla - gæta hagsmuna Vesturlanda um allan heim.

Þetta er nokkuð sem við Íslendingar höfum aldrei samþykkt, né skrifað undir, nema þá kannski Össur Skarphéðinsson, og tími til kominn að endurskoða veru okkar í samtökunum. 


mbl.is Ögurstund í Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 455406

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband