"Ef við sjáum skriðdreka ..."

Athyglisvert er að talsmaður NATÓ skuli vera farinn að viðurkenna að samtökin taki virkan þátt í hernaðaraðgerðum uppreisnarmanna í Libýu.

Vert er að benda á að hernaðaraðgerðir Vesturveldanna í þessum heimshluta hafa leitt miklar skelfingar yfir íbúa landanna.

Það búa t.d. tvær milljónir manna í Triboli, höfuðborg landsins, þar sem flestir eru á bandi stjórnarinnar. Því óttast margir um öryggi borgarbúa ef Triboli fellur í hendur uppreisnarmanna.

Þá muni skapast valdatómatúm en uppreisnarmennirnir eru flestir frá austurhluta landsins. Innrásin í Írak á sínum tíma stöðvaði ekki blóðbaðið og ofbeldið í landinu, heldur jókst það stórlega og stendur enn. Hætt er við að skæruhernaður hefjist ef ekki tekst að ljúka stríðinu með einhvers konar samkomulagi.

Menn óttast þannig að Libýa verði annað Írak. Uppreisnarmenn tala einnig fullum fetum um að þeir muni drepa Gaddafi ef þeir ná honum lifandi - nokkuð sem minnir á örlög Saddams í Írak. 

Eina góða við þetta fáránlega stríð er að útlenskar hersveitir munu ekki vera í landinu.

 


mbl.is NATO: Stjórnin er að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 458219

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband