25.8.2011 | 08:28
Mega útlendingar kaupa upp jarðir hér á landi?
Þetta er í raun ótrúleg frétt, ekki síst vegna fagnaðartónsins í henni. Moldríkur Kínverji, og Íslandsvinur að sjálfsögðu, að kaupa afskekkta jörð hér á landi, og með einhver mjög svo óraunveruleg plön um nýtingu hennar!
Benda má á að fyrir alþingi liggur stjórnarfrumvarp um að skylda kaupenda jarða að búa, eða nýta jörðina til búskapar. Líklega er þó ekki búið á Grímstöðum í dag, aðeins á Möðrudal, en þetta hlýtur samt að orka tvímælis.
Þessi uppkaup eru líklega mjög í þökk Samfylkingarinnar (Kínverjinn er mikill vinur eiginmanns Ingibjargar Sólrúnar), en hún hefur tafið frumvarpi landbúnaðarráðherra af fremsta megni, enda vill hún selja landið hæstbjóðenda (helst einhverjum í ESB).
Við hljótum að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að náttúruperlur eins og Grímstaðir á Fjöllum komist í eigu útlendinga.
Nógu slæmt er að vernduð náttúrusvæði eins og Kerið í Grímsnesi sé í einkaeign.
Tugmilljarða fjárfesting á Fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkisstjórnin hlýtur að stoppa þetta. Hver vill erlenda fjárfesta í landið??
Jón Á Grétarsson, 25.8.2011 kl. 08:43
Erlenda fjárfesta? Þetta er nú bara brandari.
Það eru til reglur í þessu landi um erlendar fjárfestingar. Útlendingar mega ekki fjárfesta í auðlindum þjóðarinnar, hvorki í sjávarútvegi né í orkugeiranum. Grímsstaðir er einhver landmesta jörð á landinu. Að leyfa kaup á henni er skýlaust brot á íslensku lögum. Því er þessi frétt einn stór brandari - dæmigerð fyrir íhaldsmiðil sem er tilbúinn til að selja ömmu sína ef því væri að skipta.
Ég vil líka benda á að slík "fjárfesting" er bönnuð í öllum löndum í kringum okkur. Í Danmörku, þessu yndislega kapitalíska landi, er útlendingum meira að segja bannað að kaupa sumarhús.
Erlend fjárfesting my ass.
Torfi Kristján Stefánsson, 25.8.2011 kl. 08:56
Það þarf enginn að óttast þessi kaup Kínverjans. VG mun stoppa þau af, eins og flest annað.
Hitt er annað mál að varlega verður að fara í viðskiptum, sérstaklega við Kínverja.
Ástralir gerðu þau meginmistök að selja Kínverjum námuréttindi á einhverju krummaskuði sem enginn vildi búa á. Nú hafa Kínverjarnir lagt undir sig heilu sýslurnar og grafa þar landið sundur og saman og Ástralir sjálfir fá engu um það breitt. Þeir hafa misst öll tök á málinu og Kínverjar nýta sér það til hins ýtrasta.
Gunnar Heiðarsson, 25.8.2011 kl. 09:01
Rangt hjá þér Torfi með kaup útlendinga á eignum í Danmörku. En að fullyrða slíkt er náttúrulega í samræmi við VG skoðanir þínar og Heimssýnar (Heimóttar?)...
Hvumpinn, 25.8.2011 kl. 09:13
Jæja? Er það rangt að útlendingar megi ekki kaupa sumarhús, hvað þá jarðir, í Danmörku?
Það er einmitt mikil umræða í dönskum fjölmiðlum um þessar mundir hvort leyfa eigi kaup útlendinga á sumarhúsum í Danmörku.
Eru þó Danir hvorki hvumpnir né heimóttarlegir í augum kóna þér líkum.
Torfi Kristján Stefánsson, 25.8.2011 kl. 09:20
Hér er t.d. einn þráður á þá umræðu: http://politiken.dk/indland/ECE1349364/kommuner-strides-om-sommerhuse-til-udlaendinge/
Torfi Kristján Stefánsson, 25.8.2011 kl. 09:23
Alltaf gaman að samsæriskenningum. Þessi með Samfylkinguna er sérlega skemmtileg..
En í alvöru... það er ekkert eðlilegt við þetta. Hólsfjöll eru í mikilli hæð, gróður er þar öruggur kannski tvo mánuði á ári í vexti, og veðravíti mikið að vetrum.
8 mánuði á ári er ekkert við að vera á þessu svæði og að ætla að setja þarna golfvöll er meiriháttar brandari...nema það sé eyðimerkurvöllur með sandflötum.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 09:45
Áður voru það íslenskir snillingar í teinóttu sem keyptu allt í útlöndum. Nú eru það útlendingar í teinóttu sem spila þennan skemmtilega leik hérlendis. Íslenskir útrásarvíkingar hverfa og í staðinn birtast kínverskir innrásarvíkingar.
Spyrja mætti: ætlar Nobu að róta þarna uppfrá fyrir lánsfé með gömlu góðu aðferðinni?
Þessi frétt er annars svo yfirborðslega að maður getur varla myndað sér almennilega skoðun á henni. Það mætti senda blaðamann á kallinn til að spyrja ítarlega út í málið. Hvaða gögn hafði hann hjá sér sem leiddu hann að þeirri niðurstöðu að arðsamt væri að taka þessa ákvörðun? Og hvernig ætlar hann að láta þetta skila viðunandi hagnaði? markaðssetja dæmið meðal ákveðinna hátekjuhópa á heimsvísu vænti ég. Hvaða aðgang hefur hann að alþjóðlegum ferðamörkuðum þá? Og hvaða upplysinar hefur hann im veðurfar á svæðinu? m.t.t. til samgangna með túrista, og gróðurskilyrði fyrir golfvöll. osfrv
jolli (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 10:23
Þetta er auðvitað einn stór sýndarleikur.
Maðurinn ætlar auðvitað ekki að byggja hótel eða gólfvöll á svæðinu. Hann veit hins vegar vel (enda með góðar upplýsingar frá Ingibjörgu Sólrúnu!) að hann fær aldrei leyfi frá stjórnvöldum til að kaupa einhverja landmestu jörð á Íslandi nema með einhverri svona "beitu".
Þetta minnir örlítið á uppkaup Reykvíkinga á Reykjahlíð (landmestu jörð á Íslandi) og hótanir þeirra um málaferli við ríkið ef þeir fá ekki að virkja í Gjástykki.
Já, þeir í Norðurþingi leika sér með fjöregg sín þessa daganna.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.