Eðlilegt jarðarverð???

Er milljarður króna eðlilegt verð fyrir land sem er að mestur hrjóstur? Hætt er við að jarðarverð á Íslandi rjúki upp við þessi tíðindi, rétt eins og gerðist fyrir Hrun þegar einhver vildarvinur bankanna keypti kvótalausa og nær húslausa smájörð á Austurlandi fyrir 90 milljónir króna.

Nú, sem þá, fá allir jarðeigendur - og fasteignasalar jarða - glýju í augun og hækka jarðarverð upp úr öllu valdi.

Það hefur hið sama í för með sér og fyrir Hrun, eðlileg endurnýjun í bændastéttinni verður miklu erfiðari - enginn hefur efni á að taka yfir jörð foreldra sinna því borga þarf systkinunum ævintýralegt verð fyrir þeirra hlut - hvað þá að utanaðkomandi fólk geti komið inn í stéttina.

44.400 krónur fyrir hektara á örfoka landi er auðvitað glæpsamlegt verð - og óhætt að fullyrða að þarna liggur fiskur undir steini. Kínverjinn er sagður ætla að láta af hendi vatnsréttindi jarðarinnar en hvað það afsal muni kosta íslenska ríkið er hins vegar ekki vitað.

Þá eru afskipti iðnaðarráðherra og síðan forsætisráðherra af málinu all sérkennileg svo ekki sé meira sagt, því það er á könnu innanríkisráðherra auk þess sem landbúnaðarráðuneytið hlýtur að eiga að koma að málinu (þó svo að véfréttin Jón Bjarnason komi af fjöllum).

Greinilegt er að þessi farsi mun halda áfram um hríð.


mbl.is Verð Grímsstaða sagt í samræmi við jarðaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband